Veiran skaðar dómgreindina mest

Kínaveiran sýnir sig hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, langt umfram þau sem heilbrigðisvandi vegna COVID-19 gefur tilefni til. Efnahagslegar afleiðingar eru alþjóð þegar kunnar. En veiran og vörnin gegn henni ristir dýpra.

Gulli utanríkis segir að í skjóli farsóttar sé alþjóðlegt samsæri gegn fjölmiðlum annars vegar og hins vegar trúfrelsi.

Illt að heyra. Kínaveiran er sem sagt búin að leysa af hólmi loftslagsvá sem mesta ógn mannkyns.

Í gamla daga var þetta einfaldara. Reiði guðs útskýrði bæði Tyrkjaránið og móðuharðindin. Núna er það ýmist manngert veður eða manngerð veira. Þegar alþjóð velur sér jafn ómerkilega óvini er er skammt í raðbilun dómgreindarinnar.


mbl.is Nota faraldur til að koma höggi á fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband