Krónusamtal Loga og Tobbu Kötu

Síminn hringir hjá Loga sem teflir við páfann í kytru á Austurvelli.

Logi; já, ég er svolítið upptekinn...

Tobba Kata: Upptekinn!!! Ég skyldi halda það, við hvað þá? Að sturta niður samstjórn okkar, ykkar og Pírata eftir kosningarnar í haust?

Logi; Tja, sturta niður, hvað áttu við?

Tobba Kata: Logar ekki á öllum hjá þér? Geiri seðló var að lækka stýrivextina niður fyrir eitt prósent. Minna en eitt fokkings prósent. Hvernig eigum við að selja fólki hugmyndina um vaxtaokur, hávaxtakrónu og ónýta í þokkabót þegar stýrivextir eru undir núlli?

Logi: Tja, er ekki evran með enn lægri vexti. Getum við ekki keyrt á þann punkt?

Tobba Kata: Halló Hafnarfjörður, það eru mínusvextir í Evrópu. Ætlar þú að bjóða þann kost? Veistu hvað það gerði lífeyriskerfinu okkar? Sumir verða utan þings eftir kosningar og fara beint á lífeyri...

Logi; Þú segir nokkuð, verðum við bara ekki að hætta að tala um krónuna?

Tobba Kata: Hvað kæmi í staðinn fyrir ónýta krónuumræðu?

Logi: Nú, loftslagsmál, auðvitað. Sláum tvær flugur í einu höggi. Hótum hamfarakrísu og stelum fylgi af Vinstri grænum.

Tobba Kata: Brilljant Loginn minn, brilljant, þó þú sért með allt niðrum þig.

Logi: Ef þú bara vissir...

Tobba Kata: Heyrðu, ég má ekki vera aðessu, á bókaðan rástíma á Hveragerðisvelli. Verðum í bandi.

Logi sturtar niður. Tjaldið fellur.


mbl.is Önnur stýritæki þróuð ef stýrivextir fara í 0%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Með fullri virðingu fyrir þér þá held ég að skáldskapargyðjan hafi yfirgefið þig!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.11.2020 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband