Síðasta vígi opins samfélags vinstrimanna fallið

Sænska leiðin í farsóttarvörnum, litlar takmarkanir í opnu samfélagi, er fallið. Sænska ríkistjórnin, kratísk eins og hör og bör, hélt úti vin í eyðimörkinni, að áliti sumra hægrimanna, sem ekki skellti í veirulás.

Vinstrimenn eru glettilega samstíga í viðhorfum til sóttvarna. Almennt vilja þeir loka og sumir harðlæsa samfélögum í glímunni við Kínaveirunni, sbr. Nýja-Sjáland. Hægrimenn aftur, sumir hverjir, vilja halda í opið samfélag og einstaklingsfrelsi og gjalda varhug við lokunum. Sigríður Anderssen og Brynjar Níelsen til dæmis. (Innan sviga: íhaldssamir hægrimenn, t.d. skarfurinn ég, eru frekar á lokunar-línunni).

Góðu fréttirnar, einkum fyrir íhaldsmenn, eru að nú þegar vinstrimenn og frjálslyndir játa sig lokunarsinna er brostin ein meginstoð alþjóðahyggju síðustu áratuga. Að frjálst flæði fólks geri heiminn betri. Þvert á móti verður heimurinn verri og því verri sem frjálsræðið er meira. Aukið frjálsræði veit á ábyrgðarleysi, eins og mýmörg dæmi sanna. Frelsi án ábyrgðar er eins og drykkjumaður sem ætlar aðeins að dreypa á víninu. Góður ásetningur endar alltaf með skelfingu, bæði fyrir drykkjumanninn sjálfan og aðstandendur.


mbl.is Átta manna samkomubann í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki fagna: https://mailchi.mp/0547bef0b1d6/annual-meeting-2021-in-davos-rescheduled?e=f54207414f

Q: "I would like to share with you the news that the World Economic Forum decided this afternoon to reschedule the Annual Meeting 2021 in Davos to early next summer.

The decision was not taken easily, since the need for global leaders to come together to design a common recovery path and shape the “Great Reset” in the post-COVID-19 era is so urgent. However, the advice from experts is that we cannot do so safely in January."

Aðeins að hugsa.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.11.2020 kl. 15:24

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ágæt áminning, Ásgrímur.

Páll Vilhjálmsson, 16.11.2020 kl. 15:35

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þú segir fréttir Ásgrímur.

Benedikt Halldórsson, 16.11.2020 kl. 16:12

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir ætla ekki að missa af góðu kaos. Nu þarf að láta hendur fram úr ermum og skikka okkur til að ganga í takt. Velkomin í heim UN, WHO og Gates. 

Ragnhildur Kolka, 16.11.2020 kl. 16:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Þú hefur sjaldan bullað eins mikið og í þessum pistli þínum, og hefur þú þó ágætt rekord þar um.  Það er þegar þú þarft að vinna fyrir nýju jakkafötunum þínum.

Smitvarnir hafa ekkert með vinstri eða hægri að gera, sá slær því fram er í besta falli heimskur, en líklegast að ljúga að markhóp sínum sem hann flokkar undir hið heimska hægri.

Hvort sem það er tilviljun að kóvid veiran kom fyrst upp í Kína eður ei, þá er það staðreynd að kínversk stjórnvöld reyndu að þagga niður allar fréttir um alvarleik hennar, og tókust á við hana eins og hverja aðra flensu.  Þeirri stefnu var hætt þegar lík fóru að hrannast upp á götum.

Stefna þeirra að loka á allar smitleiðir er þrautreynd leið sóttvarna í gegnum aldirnar, löngu áður en menn fóru að setjast til vinstri eða hægri á þingpöllum. Stefna sem helstu sóttvarnarsérfræðingar heimsins hafa sett á blað og skrifað bækur um í áratugi, og kennd er við akademíska skóla sem láta sig sóttvarnir varða.

Asíuríki eins og Taivan, Suður Kórea, sjálfsstjórnarhéraðið Hong Kong, Japan, Víetnam, Taíland, þekktu þessa stefnu, mörg hver eins og Taivan brennt sig á að aðgerðaleysi á fyrstu stigum í fyrri bylgjum Sar veira.  Þau gripu strax til aðgerða, og mikil má vanþekking hins heimska hægris vera ef það telur að vinstrimenn stjórni í Japan, Suður Kóreu, Japan eða Taílandi.

Stjórnvöld í Nýja Sjálandi gripu til sömu ráðstafana, það er tilviljun ein að verkamannaflokkurinn stjórni þar, eða ertu að gefa í skyn að hægri menn þar í landi séu heimskir??

Evrópusambandið fór sömu leið og stjórnvöld í Kína, hundsuðu alvarleik veirunnar, sóttvarnaryfirvöld þar lögðust gegn lokun landamæra, lögðu áherslu á  persónulegar sóttvarnir og smitrakningu.

Sú stefna féll þegar Ítalir sáu alvarleikann og lokuðu á smitleiðir, Spánn, Frakkland og síðan Bretland fylgdu í kjölfarið. 

Er heimska hægrið svo heimskt, eða gengið í raðir Pírata eins og Benedikt, að það haldi að vinstrimenn stjórni þessum löndum??

Sem og hljóðara fór að allflest ríki Mið og Austur Evrópu gripu strax til lokana á smitleiðir, mér vitanlega stjórna vinstri menn fæstum þeim löndum.

Hvað er að þér Páll að bulla svona um dauðans alvöru??

Eða kenna fjöldamorðastefnu sænska kerfisins við vinstri??

Hvernig væri að nota orð eins og heimska eða firring???

Hverjum ertu að þóknast??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 16:56

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Smitvarnir sem slíkar eru hvorki til hægri eða vinstri. Aftur taka vinstri og hægri, a.m.k. að hluta, ólíka afstöðu til smitvarna. Meginlínan er, á talandi stundu, að loka samfélögum. Gagnrýni á þá aðferð kemur einkum frá hægri, en þar, vitanlega, tala menn ekki einum rómi. Margir hægrimenn eru hjartanlega sammála og það skuli vera lok, lok og læs.

Enn er ekki útséð með hvort afstaðan til sóttvarna breyti pólitískri umræðu varanlega. Ég hallast þó að því.

Páll Vilhjálmsson, 16.11.2020 kl. 17:09

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ómar, þú ert eins og biluð plata. Úpps, þetta hefði ég ekki átt að segja, nú kemur sennilega langdregið bölv og ragn með kveðju að austan.

Benedikt Halldórsson, 16.11.2020 kl. 17:55

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Ókey Benedikt, þú ert kannski ekki Pírati.

Þó þeir vaði ekki í vitinu þá hafa þeir samt vit á að þegja þegar rökþrotið er algjört.

Og andskotinn hafi það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 18:41

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Gott og vel Páll, þetta er rétt; "Smitvarnir sem slíkar eru hvorki til hægri eða vinstri."

Það sem á eftir kemur er rangt, þú greipst þessa réttlætingargæs því þú vissir að verkamannaflokkurinn fór fyrir ríkisstjórn Nýja Sjálands, skautaðir framhjá öllum hinum þjóðunum í þessum heimshluta sem lúta stjórn íhaldsmanna.  Meir að segja Ástralía fór eftir smá hnökra í byrjun sömu leið, og þar leiðir Liberal Party ríkisstjórnina.

Sóttvarnir snúa að þekkingu og skynsemi, hér á árum áður voru íhaldsmenn kallaðir íhaldsmenn vegna þess að þeir höfðu slík gildi í heiðri.

Liðnir íhaldsmenn, allt frá Bismarck til Adenauer, Churchil til Friedman myndu margsnúa sér í gröfinni ef þeir læsu pistil þinn og ályktanir. 

Hinir svokölluðu hægri menn sem beita sér gegn sóttvörnum eiga flestir rætur að rekja til kenninga Hayek um helsi ríkisvaldsins og áróðurstækni þeirra sem þeir beita til að fóðra hið heimska hægri á sér rætur til áróðursmeistara alræðisstefna nasismans og kommúnismans, enda þar iðkað að setja fram einfalda frasa þar sem hlutum var snúið á hvolf.

Og heimska hægrið er ekki hægri menn, því það er ekkert heimskt við hægri sinnað fólk.

Svo hvað stendur eftir??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2020 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband