Menntun til góðs eða ills?

Samfélagsólga vestrænna ríkja síðustu ára er rekin til offramboðs af menntuðu fólki sem fær ekki störf við hæfi, segir i frétt Economist.

Annað slagið kemur fram það sjónarmið hér á landi að fólk fái ekki störf er hæfa menntun sinni. Jafnvel örlar á þeirri hugsun að þar sem ríkisvaldið bjóði ungu fólki menntun, og hvetji til hennar, sé ríkið að einhverju marki skuldbundið til að skaffa störf við hæfi að lokinni útskrift.

Fram að háskólanámi þjónar menntakerfið þrennum tilgangi. Í fyrsta lagi að veita einstaklingum tækifæri til þroska, í öðru lagi félagsskap jafnaldra og í þriðja lagi útvega vinnumarkaðnum starfsfólk. Allt eru þetta verðug markmið.

Þegar komið er að háskóla ætti ríkið að láta af öllum tilburðum til að stýra hvort fólk sæki þangað og í hvaða nám. Hvorki ríkið né nokkur annar veit hvernig starfskrafta atvinnulífið þarf eftir áratug eða tvo.

Háskólanám á að vera tilboð til ungs fólks að læra það sem hugurinn stendur til, algjörlega á eigin ábyrgð. Þá verður menntun til góðs en ekki ills. 


mbl.is Ný menntastefna til ársins 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið er eg sammála.Ríkið á ekki að vera ruslafata fyrir fólk sem þvælist inn í háskóla svo það þurfi ekki að vinna fyrir sé. Háskólamenntun hefur verið sett hér á stall á kostnað hagnýtrar menntunar. Síðan eru búin til allskyns vandamál fyrir þessa auðnuleysingja að leysa. Ekki skrítið að vandamálin hrannast upp þegar aðkoman er slík. 

Ragnhildur Kolka, 17.11.2020 kl. 21:16

2 Smámynd: G Helga Ingadottir

Ég fæ fjöldan allan af umsóknum frá Evrópu um vinnu, frá fólki með BA gráður og jafnvel Masters gráðu út út Háskóla. Þau eru að sækja um vinnu í þrifum og þjónustu á veitingastað, hjá mér, sem hef ekki neina háskólagráðu, skondið ...

G Helga Ingadottir, 17.11.2020 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband