Fimmtudagur, 11. febrúar 2021
Mannréttindi að hafa morðingja í landi
Redouane Naoui átti að vísa úr landi eftir afplánun vegna morðs sem hann framdi. Hann fór með málið fyrir dómstóla og hafði sigur. Góður dagur fyrir mannréttindin, segir lögmaður hans.
Vitanlega eru það forréttindi fyrir Íslendinga að hafa útlenda morðingja meðal okkar.
Spurning hvort ekki eigi að stíga skrefið til fulls og auglýsa eftir fyrirmyndarmorðingjum í útlöndum að flytja hingað. Það yrði svo fjarska gott fyrir mannréttindin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2021
Smit og samfélag
Innlendar sóttvarnir nægja til að kveða farsóttina í kútinn. Að því gefnu að smit berist ekki frá útlöndum.
Þrátt fyrir stífar reglur um skimun-sóttkví-skimun á Keflavíkurflugvelli er alltaf hætta á smit berist inn í landið. Í þeim tilfellum virðist raunhæft að með smitrakningu sé hægt að ná utan um nýsmitið til að það verði ekki að faraldri.
Góðu heilli virðist breið sátt um að við freistumst þess að fá samfélagið í sem næst eðlilegt horf og beitum ítrustu varkárni á Keflavíkurflugvelli.
![]() |
Sendir tillögur á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2021
Bandaríkin ákæra sig sjálf
Í Bandaríkjunum skipta tveir stjórnmálaflokkar með sér völdum. Annar flokkurinn kennir sig við lýðræði en hinn við lýðveldi. Lýðræðisflokkurinn, Demókratar, ákæra fráfarandi forseta lýðveldissinna, Repúblikana, fyrir að efna til óeirða og valdaráns.
Lýðræðisflokkurinn hvatti sjálfur til óeirða vítt og breitt um landið þegar þeldökkur maður dó í höndum sveitalöggu í Minnesota í maí á síðasta ári. Óeirðir eru viðurkennd pólitík af báðum flokkum.
Önnur viðurkennd pólitík er botnlaus fyrirlitning á þingi alríkisins í Washington. Trump var kjörinn forseti 2016 vegna óflekkaðs mannorðs - hafði aldrei verið þingmaður.
Í kosningunum 2020 var munurinn á fylgi Trump og Biden eitthvað um fjögur prósentustig. Þegar þingið ákærir Trump fyrir vanhelgun á löggjafanum er í raun réttað yfir tveim meginhefðum bandarískra stjórnmála, óeirðum og fyrirlitningu á miðstjórnarvaldinu í Washington.
![]() |
Nancy, hvar ertu Nancy? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Einnota vinstriflokkar, margnota þingmenn
Vinstri grænir voru einnota fyrir Rósu Björk og Andrés Inga. Rósa Björk gekk í Samfylkinguna og Andrés Ingi tekur sér heimilisfestu í Pírötum, Róbert Marshall sat á þingi fyrir Samfylkingu og Bjarta framtíð en vill núna á þing sem vinstri grænn.
Þetta eru aðeins nýjustu dæmin um flokkaflakk vinstrimanna.
Tvær ályktanir má draga. Í fyrsta lagi að vinstriflokkarnir eru hverjir öðrum líkir. Í öðru lagi að persónulegur metnaður margra vinstrimanna er öllu félagslegu starfi yfirsterkari.
Ekki það að vinstrimenn séu einir um hégómleg viðhorf til stjórnmála. En þeir standa núna vel til höggs.
![]() |
Andrés Ingi gengur til liðs við Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Flökkusögur og hlutabréf
Öll hlutabréf lækkuðu við opnun markaðarins í morgun, degi eftir að flökkusagan um Ísland sem tilraunaland í bólusetningu var kveðin í kútinn. Þegar leið á morguninn hjarnaði við á markaði.
En það fyrirtæki sem flestir veðjuðu á að græddi mest á farsóttarfríu Íslandi, Icelandair, tók á sig högg. Lækkun upp á um 12 prósent í hádeginu.
Eiginlega er verð á hlutabréfum Icelandair leiðrétting fremur en hrun, slík var hækkun þeirra þegar flökkusagan tilraunina fór á flug í síðustu viku og fyrstu tvo í þessari.
![]() |
Hlutabréf Icelandair hrynja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna
Bandaríkin fóru halloka í miðausturlöndum, í Írak á fyrsta áratug aldarinnar og í Sýrlandi á nýliðnum áratug. Ævintýrið í Úkraínu fyrir fimm árum skilaði heldur ekki árangri. Í framhaldi var ráðist í endurskoðun á utanríkispólitík stórveldisins.
Áhrifamikið framlag í þeirri endurskoðun er bók Stephen M. Walt, The Hell of Good Intentions, frá 2018. Walt tilheyrir þeirri hefð í utanríkispólitík sem kennd er við raunsæi.
Útþenslupólitík Bandaríkjanna frá lokum kalda stríðsins 1990 er röng í meginatriðum, segir Walt. Hvorki eru Bandaríkin siðferðislega né hernaðarlega þess megnug að stokka upp þjóðríki og menningu á framandi slóðum.
Bandaríkin eiga ekki að skipa til í alþjóðmálum, umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja brýna hagsmuni. Aftur eiga Bandaríkin, segir Walt, að tryggja stöðu sína vel á nærsvæðum sínum. Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna, ekki meginland Evrópu.
Raunsæi, sem sagt.
![]() |
Stefna enn á norðurslóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. febrúar 2021
Friður var ekki í boði, óþarfi að taka sjensinn
Tilraunabólusetningin í samvinnu við Pfizer rann út í sandinn. Að sögn vegna þess að bandaríski lyfjarisinn kippti að sér hendinni. Fleira kom til.
Í innanlandspólitíkinni var það helst að frétta að friður var ekki í boði. Undiraldan var þannig að samningur við Pfizer hefði fengið gagnrýni. Ómögulegt er að segja hve víðtæka. Stjórnarandstaðan sat á girðingunni, tilbúin að leggja gagnrýnisröddum lið ef það þýddi vinsældir.
Þá er staðan á faraldrinum þannig hér á landi að engin ástæða er til að örvænta. Nær engin smit og breið pólitísk samstaða um ríkjandi sóttvarnir, þ.m.t. stífar reglur á Keflavíkurflugvelli. Í farsæld er óþarfi að taka áhættu.
Ríkisstjórnin var varkár í málinu og Pfizer sá um að slíta viðræðum. Snoturt pólitískt handbragð hjá Kötu og stjórninni.
![]() |
Vissum vel að brugðið gæti til beggja vona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. febrúar 2021
Hrökkva að stökkva? Tilraunin er pólitískt ofurviðkvæm
Tilboð um átaksbólusetningu þjóðarinnar, sem ríkisstjórnin stendur líklega frammi fyrir, er verulega snúin, einkum fyrir Vinstri græna.
Sumir telja ósiðlegt að Íslendingar troði sér framar í röðina eftir bóluefni, sbr. grein Vilhjálms Árnasonar, sem gerð var að umtalsefni í morgunbloggi. Þá eru einhverjir með fullan fyrirvara á tilraunaverkefni í samvinnu við bandarískum lyfjarisa. Kannski er um fjórðungur þjóðarinnar í þessum hópi og þorri þeirra til vinstri í pólitík.
Þá eru þeir sem ekki taka í mál að láta skylda sig til bólusetningar og stórefast um allt bramboltið í nafni veiruvarna. Líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins þar á ferð.
Loks eru það afleiðingarnar af tilrauninni, sem enginn getur séð fyrir.
Trump tapaði forsetakosningunum vegna Kínaveirunnar. Í haust bera ríkisstjórnarflokkarnir ferilsskrá sína undir kjósendur. Þar mun vega þungt hvernig til tókst með farsóttina.
Samúð okkar á öll að vera með oddvitum ríkisstjórnarinnar sem eru á milli steins og sleggju.
![]() |
Ráðamenn ekki á Pfizer-fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 9. febrúar 2021
Tilraun sem getur ekki klikkað, en samt...
Líklega fáum við bóluefni frá Pfizer og líklega verður þjóðin bólusett með snöggu átaki. Við erum nokkuð flink í áhlaupsverkum. Efasemdir, sem komið hafa fram, t.d. hjá Vilhjálmi Árnasyni og fleirum, fá ekki hljómgrunn. Allar þjóðir eru í innbyrðis samkeppni um bóluefni.
Frá lýðheilsusjónarhorni getur tilraunin ekki klikkað. Nema svo ólíklega vildi til að bóluefnið yrði gallað.
En það er fleira sem hangir á spýtunni. Takist tilraunin eru Íslendingar í þeirri stöðu að þurfa ekki að hafa áhyggjur af faraldri sem nær allar þjóðir heims eru í öngum sínum yfir, a.m.k næstu mánuði ef ekki misseri. Hvernig ætlum við að haga okkur í þeirri stöðu?
Íslandi sem vin í farsóttareyðimörkinni stafar hætta af átroðslu. Huggulegheit geta auðveldlega breyst í hörmungar. Þá er betra heima setið en af stað farið.
![]() |
Stjórnvöld funda með Pfizer í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 8. febrúar 2021
Olíuverð og flökkusögur í farsótt
Flökkusagan um að Ísland verði tilraunaverkefni Pfizer er býsna útbreidd. Ein útgáfa hennar er að landsmenn verði allir bólusettir í mars og landið opnist í apríl.
Ísland verði í vor og sumar fyrirheitna landið ferðaþyrstra útlendinga með tilheyrandi vertíð og góðæri.
Íslendingar eru ekki einir um að trúa endalokum farsóttar. Olíuverð hækkar á heimsmarkaði vegna væntrar aukinnar eftirspurnar.
Með hækkandi sól kemur bjartsýni. Gott mál. Förum samt ekki fram úr okkur. Sígandi lukka er best.
![]() |
Ekkert hæft í Pfizer-flökkusögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)