Tilraun sem getur ekki klikkað, en samt...

Líklega fáum við bóluefni frá Pfizer og líklega verður þjóðin bólusett með snöggu átaki. Við erum nokkuð flink í áhlaupsverkum. Efasemdir, sem komið hafa fram, t.d. hjá Vilhjálmi Árnasyni og fleirum, fá ekki hljómgrunn. Allar þjóðir eru í innbyrðis samkeppni um bóluefni.

Frá lýðheilsusjónarhorni getur tilraunin ekki klikkað. Nema svo ólíklega vildi til að bóluefnið yrði gallað.

En það er fleira sem hangir á spýtunni. Takist tilraunin eru Íslendingar í þeirri stöðu að þurfa ekki að hafa áhyggjur af faraldri sem nær allar þjóðir heims eru í öngum sínum yfir, a.m.k næstu mánuði ef ekki misseri. Hvernig ætlum við að haga okkur í þeirri stöðu?

Íslandi sem vin í farsóttareyðimörkinni stafar hætta af átroðslu. Huggulegheit geta auðveldlega breyst í hörmungar. Þá er betra heima setið en af stað farið.


mbl.is Stjórnvöld funda með Pfizer í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Allir þurfa að hafa áhyggjur af nýjum og stökkbreyttum afbrigðum og sem bóluefnin ná ekki utan um. Engin þjóð vill taka sénsinn á því að nýtt þannig afbirgði nái sér á strik innan landamæra þeirra.

Landamæri okkar verða því áfram landamæri milli lífs og dauða og notuð þannig. 

Fyrir utan það, þá ætlum við heldur ekki að reka gratís heilbrigðiskerfi fyrr óbólusetta veröld - sem var.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.2.2021 kl. 08:52

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Virkni bóluefnanna er aukaatriði. Lyfleysu virkni þeir er það sem raunverulega skiptir öllu máli.  Um leið og heilbrigðikerfið hættir að takast á við Covit 19 eins og drepsótt og fer að meðhöndla sjúklinga eins og um umgangspest sé að ræða hverfur vandamálið.

Lungnabólga sem fylgir stundum Covit19 og gerir sjúkdóminn að vandamáli er ekki smitandi og bólefnin hafa engin áhrif á hana en það er hinsvegar mjög erfitt að meðhöndla og greina lungnabólgu í gegn um síma eða zoom eins og gert í í dag. 

Það eina sem getur klikkað í þessu er að bólefnið sé banvæna en pestin sjálf sem er kanski ekki líklegt. 

Guðmundur Jónsson, 9.2.2021 kl. 09:53

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar, fer ekki ferðaiðnaður okkar í gang með núverandi fyrirkomulagi á landamærum? Verða ekki nægilega margir ferðamenn í boði til í að sæta skimun til þess að fá aðgang að öruggu og góðu landi til að ferðast um frjálsir?

Halldór Jónsson, 9.2.2021 kl. 10:32

4 Smámynd: Halldór Jónsson

En hælisleitendurnir mun halda áfram að hellast yfir okkur. Þeir eru bara eftir fríu kost og logis hjá okkur og er alveg sama um landamæraskimun sem aðgöngumiða. Það geta alveg eins bæst við þúsundir á þessu ári og næsta með núverandi fyrirkomulagi. Fatlað fólk og með allskyns vandamál frá Afríku og annarsstsðar virðist vera sérlegt áhugmál tugþúsunda Íslendinga.

Halldór Jónsson, 9.2.2021 kl. 10:36

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Er eitthvað annað í boði en að bólusetja og þeir sem vilja koma í veg fyrir bólusetningar ættu að líta til Svíþjóðar þar sem hafa verið skráð 73 dauðsföll síðan síðasta föstudag 

73 nya dödsfall med covid-19 har registrerats sedan i fredags. Därmed uppgår det totala antalet döda till 12 188, enligt Folkhälsomyndigheten. 

73 nya dödsfall – totalt 12 188 avlidna | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 9.2.2021 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband