Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna

Bandaríkin fóru halloka í miðausturlöndum, í Írak á fyrsta áratug aldarinnar og í Sýrlandi á nýliðnum áratug. Ævintýrið í Úkraínu fyrir fimm árum skilaði heldur ekki árangri. Í framhaldi var ráðist í endurskoðun á utanríkispólitík stórveldisins.

Áhrifamikið framlag í þeirri endurskoðun er bók Stephen M. Walt, The Hell of Good Intentions, frá 2018. Walt tilheyrir þeirri hefð í utanríkispólitík sem kennd er við raunsæi.

Útþenslupólitík Bandaríkjanna frá lokum kalda stríðsins 1990 er röng í meginatriðum, segir Walt. Hvorki eru Bandaríkin siðferðislega né hernaðarlega þess megnug að stokka upp þjóðríki og menningu á framandi slóðum.

Bandaríkin eiga ekki að skipa til í alþjóðmálum, umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja brýna hagsmuni. Aftur eiga Bandaríkin, segir Walt, að tryggja stöðu sína vel á nærsvæðum sínum. Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna, ekki meginland Evrópu.

Raunsæi, sem sagt.

 


mbl.is Stefna enn á norðurslóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband