Bandaríkin ákæra sig sjálf

Í Bandaríkjunum skipta tveir stjórnmálaflokkar með sér völdum. Annar flokkurinn kennir sig við lýðræði en hinn við lýðveldi. Lýðræðisflokkurinn, Demókratar, ákæra fráfarandi forseta lýðveldissinna, Repúblikana, fyrir að efna til óeirða og valdaráns.

Lýðræðisflokkurinn hvatti sjálfur til óeirða vítt og breitt um landið þegar þeldökkur maður dó í höndum sveitalöggu í Minnesota í maí á síðasta ári. Óeirðir eru viðurkennd pólitík af báðum flokkum.

Önnur viðurkennd pólitík er botnlaus fyrirlitning á þingi alríkisins í Washington. Trump var kjörinn forseti 2016 vegna óflekkaðs mannorðs - hafði aldrei verið þingmaður.

Í kosningunum 2020 var munurinn á fylgi Trump og Biden eitthvað um fjögur prósentustig. Þegar þingið ákærir Trump fyrir vanhelgun á löggjafanum er í raun réttað yfir tveim meginhefðum bandarískra stjórnmála, óeirðum og fyrirlitningu á miðstjórnarvaldinu í Washington.


mbl.is „Nancy, hvar ertu Nancy?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

RUV var með smábrot frá þessu í fréttatímanum í gær og maður reiknar með að það hafi verið það bitastæðasta?

Það reyndist vera leiksýning þingmanns demókrata að gráta yfir illsku heimsins í beinni útsendingu 

Grímur Kjartansson, 11.2.2021 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband