Föstudagur, 11. september 2015
Hryðjuverkamenn í röðum flóttamanna
Í Frakklandi er leitað að hryðjuverkamanni meðal flóttamanna sem bíða eftir því að komast til Bretlands. Samkvæmt Telegraph er maðurinn liðsmaður Ríki íslams og er skilgreindur sem hryðjuverkaógn.
Fjöldin allur af múslímum í Vestur-Evrópu fer til Sýrlands og Írak undanfarið til að stríða í þágu spámannsins. Aftenposten tekur saman tölur yfir múslíma með vestræn vegabréf að berjast undir merkjum Ríkis íslam og nefnir töluna 20 þúsund.
Múslímar með vestræn vegabréf eru staðkunnugir í uppeldislöndum sínum og þekking á staðháttum er ein forsenda fyrir árangursríkum hryðjuverkum.
Flóð flóttamanna frá Sýrlandi til vesturlanda auk staðkunnáttu hryðjuverkamanna auðveldar skipulagningu og framkvæmd hryðjuverka.
![]() |
Ríki íslams að búa til efnavopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. september 2015
Þjóðaratkvæðagreiðslur gera landið stjórnlaust
Landinu verður ekki stjórnað með þjóðaratkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðslur eru einfaldar en stjórnsýsla flókin. Í atkvæðagreiðslum er gert upp á milli tveggja eða fleiri valkosta. Um leið og búið er að velja einn er komin forsenda til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um þann veruleika sem blasir við eftir þá fyrri.
Þjóðaratkvæðagreiðslur um helstu álitamál myndi auka ófriðinn í samfélaginu. Þeir sem tapa einni atkvæðagreiðslu munu óðara krefjast nýrrar, ef ekki um nákvæmlega saman málið, þá um einhvern langsóttan anga þess.
Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna hrinda sér ekki sjálfar í framkvæmd. Í skjóli upplausnar, sem þjóðaratkvæðagreiðslum fylgir, munu hverskyns kújónar koma með sínar lausnir á því hvernig beri að útfæra niðurstöður atkvæðagreiðslna.
Það er ekki tilviljun að fulltrúalýðræði er ráðandi fyrirkomulag í vestrænum ríkjum. Lýðræði í Vestur-Evrópu átti undir högg að sækja á fyrri hluta síðustu aldar. Ýmsir popúlistar töldu sig hafa fundið upp betri aðferðir en fulltrúalýðræði til að ráða málum til lykta. Popúlisminn og öfgahreyfingar héldust hönd í hönd að grafa undan lýðræðinu.
Ísland fór á mis við lexíu Vestur-Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Líklega er það helsta ástæðan fyrir því að Píratar, sem eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing, nær hvergi fylgi nema einmitt á Íslandi.
![]() |
Of fráleitt til að móðgast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 10. september 2015
Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar og hrár þjóðarvilji
Í forystu Sjálfstæðisflokksins vex þerri hugmynd ásmegin að til að ná kjósendum á sitt band verði flokkurinn að færast nær Pírötum í skoðunum. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins tala í þessa átt að undanförnu.
Um þessa stefnubreytingu er það að segja að Píratar eru ekki með nein málefni önnur en þau að vísa öllum helstu málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna virkar fyrir Pírata enda auglýsa þeir sig sem uppreisnarafl gegn málefnum. Píratar eru flokkur hins hráa þjóðarvilja.
Í pólitískum annálum vesturlanda er ákall um hráan þjóðarvilja fylgifiskur upplausnarástands. Þegar konungsríkið Frakkland stóð á barmi byltingar kynnti Rousseau hugmyndina um almannavilja. Eftir hrun þýska keisaradæmisins kom til sögunnar austurríkisfæddur liðþjálfi og boðaði ,,ein Volk, ein Reich". Áhangendur þjóðarvilja láta þess sjaldnast getið, þegar þeir vinna málstaðnum fylgi, að einhver þarf að framkvæma þjóðarviljann. Þegar fólk vaknar upp við þann vonda draum að hafa valið sér yfirvald til að hrinda almannaviljanum í framkvæmd er of seint gripið í rassinn gripið. Í tilfelli Þjóðverja fengu þeir vanheilaga þrenningu ,,ein Volk, ein Reich, ein Führer."
Píratar geta leyft sér ákall til þjóðarvilja vegna þess að þeir eru pólitískt hreinir sveinar. Alveg eins og Dolli í Bæjaralandi eftir fyrra stríð. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hreinn pólitískur sveinn. Flokkurinn er móðurflokkur íslenskra stjórnmála og veitti þjóðinni málefnalega kjölfestu alla lýðveldissöguna.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki upp á því að boða þjóðaratkvæðagreiðslur um helstu mál jafngildir það yfirlýsingu um að flokkurinn standi ekki fyrir nein sérstök málefni. Flokkurinn byði sig fram til pólitískrar verktöku í þágu þjóðarvilja sem væri skilgreindur út í bæ. Aðeins tvær röklegar niðurstöður gætu komið út úr þessu ferli. Að Sjálfstæðisflokkurinn yrði safn skoðanalausra kjána annars vegar og hins vegar að flokkurinn yrði skálkaskjól fasista að framkvæma þjóðarviljann.
Einhver góðviljaður ætti að hnippa í Bjarna og Hönnu Birnu og segja þeim að hvorugt hlutverkið, kjána eða fasista, fari þeim ýkja vel.
![]() |
Björt framtíð eykur fylgi sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. september 2015
Hádegismóar, Bessastaðir og fullveldisflokkurinn
Í leiðara tekur Morgunblaðið undir varnaðarorð forseta Íslands um að ekki skuli breyta stjórnarskránni sem skrifuð er í anda borgaralegs lýðræðis á 19. öld og hefur fylgt þjóðinni frá fullveldi.
Morgunblaðið og Ólafur Ragnar túlka sjónarmið þess hluta þjóðarinnar sem vill ekki breyta lýðveldinu í leikvöll vinstrimanna til að henda á milli sín stjórnskipun landsins. Hafi einhver vafi leikið á því að vinstrimenn ala á sundrungu og ófriði hvarf sá efi síðasta kjörtímabil þegar vinstriflokkarnir kyntu undir innanlandsátökum.
Fullveldisflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Ef stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman um brýnustu mál lýðveldisins verður að gera fullveldisflokkinn að formlegum stjórnmálaflokki.
![]() |
Varar við breytingum á stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9. september 2015
Auðmannasiðferði: ég er góður, þú vondur
Þorsteinn Már Baldursson forstjóri og aðaleigandi Samherja fer töluvert nærri því að viðurkenna ,,mistök" í stóra gjaldeyrismálinu þar sem stórfelld notkun gjaldeyris fór ekki fram samkvæmt bókinni. Í fréttabréfi fyrirtækisins skrifar Þorsteinn Már
Ég hef ítrekað lýst yfir samstarfsvilja okkar til að upplýsa málið og hef aldrei útilokað að einhvers staðar kynnu að hafa átt sér stað mistök. Hins vegar hef ég alltaf sagt að við höfum unnið eftir bestu vitund.
Nú mál vel trúa því upp á Samherjamenn að þeir starfi samkvæmt bestu vitund í þágu hagsmuna fyrirtækisins og hafi meira af óvilja en ásettu ráði gert ,,mistök."
Það vekur þó grunsemdir að Samherjamenn vilja ekki una öðrum þess að starfa samkvæmt bestu vitund. Þorsteinn Már sakar starfsmenn Seðlabanka um óeðlilegar hvatir og krefst þess að einhver verði látinn taka pokann sinn fyrir að fetta fingur út í ,,mistök" Samherja.
Sérfræði Þorsteins Más um hvatalíf manna hlýtur að byggja á innsæi í eigin hugarheim.
![]() |
Þorsteinn: Tímabært að axla ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. september 2015
Samfylkingin hótar - Ólafur Ragnar er vörnin
Samfylkingin og vinstrimenn hótuðu þjóðinni ESB-aðild, sömu aðilar hótuðu okkur Icesave-fjötrum. Núna hótar Samfylkingin og vinstraliðið að ganga i skrokk á stjórnarskránni með það fyrir augum að útvatna hana og setja stjórnskipun lýðveldisins í uppnám.
Linkuleg viðhorf sumra stjórnarþingmanna til hótana vinstriflokkanna vekja ugg um að ekki reynist hald í meirihluta þingsins í vörn gegn atlögu að stjórnarskránni.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti er traust vörn gegn upplausnarliðinu. Tryggjum endurkjör hans á næsta ári.
![]() |
Stjórnmálaflokkar á síðasta séns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 8. september 2015
Hvers vegna er RÚV á fjárlögum?
RÚV er ekki rekið í þágu þjóðarinnar heldur starfsmanna. Þetta gildir sérstaklega um rekstur fréttastofu.
Fréttatímar ganga út á að þjóna kenjum og tiktúrum fréttamanna sem eru að jafnaði nærri pólitískum viðhorfum vinstrimanna. Nýlegt dæmi um tiktúrufréttir RÚV eru viðtal við borgarstjóra þar sem fréttamaður leggur nánast borgarstjóra orð í munn og viðtal við ráðherra þar sem reynt var að stilla honum upp við vegg fordóma fréttamanns.
Fréttastofa RÚV er algjörlega óþörf og ætti að leggja niður. Við gætum notað sparnaðinn til að taka vel á móti flóttamönnum.
![]() |
Framlög til RÚV lækka um 173 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 8. september 2015
Vond stjórnmál og málskot
Stjórnmál á Íslandi eitruðust við hrunið. Í aðdraganda hrunsins voru stjórnmálamenn og heilir stjórnmálaflokkar falir auðmanninum með hæsta boð. Eftir hrun skolaðist út sumt af spillta liðinu, minnst þó hjá þeim flokki sem duglegastur var að selja sig.
Valdaflokkar eftir hrun, Vinstri grænir og Samfylking, tölu ranglega að bylting hefði skilað þeim stjórnarráðinu. Ekkert er fjarri sanni. Kosningasigur vinstriflokkanna 2009 var niðurstaða lýðræðislegra kosninga. Múgæsing á Austurvelli er ekki bylting, hvort heldur múgurinn sé innan eða utan dyra þinghússins.
Ranghugmynd vinstrimanna að um byltingu leiddi þá út í gerræðisstjórnmál þar sem hnefaréttur meirihlutans skyldi ráða. Og það var eins við manninn mælt; um mitt kjörtímabil var vinstristjórnin ekki lengur með meirirhluta á alþingi. Viljinn til byltingar risti ekki dýpra.
Það er ekki tilviljun að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. missti meirihlutann um sama leyti og Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslur fóru fram. Neyðarréttur þjóðarinnar var virkjaður af forseta Íslands til að stemma stigu við gerræði ríkisvaldsins. Ríkisstjórnin varð að gjalti og gerði ósköp fátt seinni hluta kjörtímabilsins annað en að bíða örlaga sinna.
Málskot, hvort heldur hjá tilteknu hlutfalli þjóðar eða þings, mun ekki verja okkur fyrir vondum stjórnmálum.
Umræðan um málskot er hluti af byltingarhugarfarinu eftir hrun. Við erum með stjórnarskrá sem virkar og fyrirkomulag á neyðarrétti forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar er staðfest með reynslu.
Breytum ekki því sem virkar. Höldum stjórnarskránni óbreyttri.
![]() |
Málskotsréttur sé hjá alþingismönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. september 2015
Bretar bjóða heim múslímum, drepa sína eigin í útlöndum
Bretar bjóða múslíma velkoma til landsins í sömu andrá og breski herinn drepur breska múslíma í Sýrlandi. Þrír breskir liðsmenn Ríki íslam féllu í Sýrlandi, tveir fyrir breska hernum en sá þriðji var drepinn af bandaríska hernum.
Liðsmenn Ríki íslam eru herskáir múslímar. Þó nokkrir koma frá Vestur-Evrópu. Einn þeirra þriggja sem féllu ól með sér draum um að verða fyrsti breski forsætisráðherrann af asískum uppruna.
Bretland tekur við múslímum, fæðir og klæðir og gefur þeim færi á siðmenntuðu lífi. Sumir endurgjalda greiðann með því að taka upp vopn gegn vestrænum gildum undir merkjum Ríkis íslam. Kannski eru það nágrannar eða skólabræður í breska hernum sem fá það verkefni að taka múslímska samlanda af lífi án dóms og laga.
Siðmenning okkar er komin að þolmörkum.
![]() |
Bretar taka við 20.000 sýrlenskum flóttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. september 2015
17% fall norsku krónunnar - Fylkisflokkurinn eldist illa
Norska króna er 17% ódýrari í íslenskum krónum í dag en fyrir ári. Norska krónan fellur til að laga sig að lægra olíuverði, en olía er meginútflutningur frænda okkar.
Engin umræða er í Noregi um að krónan sé ónýt eða að Noregur þurfi inn í Evrópusambandið til að fá ,,alvöru" gjaldmiðil.
Og yngsta frétt á heimasíðu Fylkisflokksins er orðin ársgömul.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)