Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar og hrár þjóðarvilji

Í forystu Sjálfstæðisflokksins vex þerri hugmynd ásmegin að til að ná kjósendum á sitt band verði flokkurinn að færast nær Pírötum í skoðunum. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins tala í þessa átt að undanförnu.

Um þessa stefnubreytingu er það að segja að Píratar eru ekki með nein málefni önnur en þau að vísa öllum helstu málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna virkar fyrir Pírata enda auglýsa þeir sig sem uppreisnarafl gegn málefnum. Píratar eru flokkur hins hráa þjóðarvilja.

Í pólitískum annálum vesturlanda er ákall um hráan þjóðarvilja fylgifiskur upplausnarástands. Þegar konungsríkið Frakkland stóð á barmi byltingar kynnti Rousseau hugmyndina um almannavilja. Eftir hrun þýska keisaradæmisins kom til sögunnar austurríkisfæddur liðþjálfi og boðaði ,,ein Volk, ein Reich". Áhangendur þjóðarvilja láta þess sjaldnast getið, þegar þeir vinna málstaðnum fylgi, að einhver þarf að framkvæma þjóðarviljann. Þegar fólk vaknar upp við þann vonda draum að hafa valið sér yfirvald til að hrinda almannaviljanum í framkvæmd er of seint gripið í rassinn gripið. Í tilfelli Þjóðverja fengu þeir vanheilaga þrenningu ,,ein Volk, ein Reich, ein Führer."

Píratar geta leyft sér ákall til þjóðarvilja vegna þess að þeir eru pólitískt hreinir sveinar. Alveg eins og Dolli í Bæjaralandi eftir fyrra stríð. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hreinn pólitískur sveinn. Flokkurinn er móðurflokkur íslenskra stjórnmála og veitti þjóðinni málefnalega kjölfestu alla lýðveldissöguna.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki upp á því að boða þjóðaratkvæðagreiðslur um helstu mál jafngildir það yfirlýsingu um að flokkurinn standi ekki fyrir nein sérstök málefni. Flokkurinn byði sig fram til pólitískrar verktöku í þágu þjóðarvilja sem væri skilgreindur út í bæ. Aðeins tvær röklegar niðurstöður gætu komið út úr þessu ferli. Að Sjálfstæðisflokkurinn yrði safn skoðanalausra kjána annars vegar og hins vegar að flokkurinn yrði skálkaskjól fasista að framkvæma þjóðarviljann.

Einhver góðviljaður ætti að hnippa í Bjarna og Hönnu Birnu og segja þeim að hvorugt hlutverkið, kjána eða fasista, fari þeim ýkja vel.   

 


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Dásamlegur hrár þvættingur.

Wilhelm Emilsson, 10.9.2015 kl. 07:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hélt að kosningar á Íslandi og hið dásamaða fulltrúalýðræði hefðu alla tíð átt að fala í sér "pólitíska verktöku í þágu þjóðarvilja, sem væri skilgreindur úti í bæ," - lýðræði, - þar sem lýðurinn ræður samkvæmt orðanna hljóðan og kjörnir fulltrúar framkvæma vilja hans. 

Hér má hins vegar lesa að siendurteknar yfirlýsingar stjórnmálamanna hafi bara verið og eigi að vera yfirskin, - þeir eigi að vera verktakar fyrir sjálfa sig eina þegar þeim eru falin völdin.   

Ómar Ragnarsson, 10.9.2015 kl. 09:01

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

 Er þessi færsla í boði SFS(LÍÚ).

Jónas Ómar Snorrason, 10.9.2015 kl. 09:12

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað er borgað í dag fyrir svona þvælu?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2015 kl. 09:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kærar þakkir Páll.

Skrif eins og þessi hjálpa okkur að lækka fylgi fjórflokksins.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2015 kl. 10:36

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Að líkja pírötum við nasista er eitt það heimskulegsta sem ég hef lesið

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.9.2015 kl. 12:27

7 Smámynd: Gissur Örn

Þakka þér fyrir Páll. Ég held að þú verðir örugglega einn af þeim sem við munum minnast á í þakkaræðu okkar eftir næstu kosningar með hlýhug fyrir hjálp þína við að auka fylgi okkar. Það virðist vera að í hvert sinn sem þú skrifar grein um okkur þá eykst fylgið við okkur. Takk fyrir það. Við gleymum þér ekki. 

Gissur Örn, 10.9.2015 kl. 12:49

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Blessaður karllinn

Níels A. Ársælsson., 10.9.2015 kl. 13:32

9 Smámynd: Björn Birgisson

Hér svo sannarlega skotið á skakkan lunda! Þetta er ógeðsleg færsla.

Björn Birgisson, 10.9.2015 kl. 14:37

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gissur Örn,hverjir eruð þið? Ég get mér þess til að þú meinir Pírata.

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2015 kl. 14:56

11 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nú hefur blogghöfundur toppað sjálfan sig - aftur og enn - og svo um munar í þetta skiptið. KLAPPKLAPPKLAPP...meira svona, meira svona. Ætli hann taki að sér uppistand...?

Haraldur Rafn Ingvason, 10.9.2015 kl. 15:31

12 Smámynd: Gissur Örn

Já. Afsakið. Ég hélt að það væri augljóst. 

Gissur Örn, 10.9.2015 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband