Samfylkingin hótar - Ólafur Ragnar er vörnin

Samfylkingin og vinstrimenn hótuðu þjóðinni ESB-aðild, sömu aðilar hótuðu okkur Icesave-fjötrum. Núna hótar Samfylkingin og vinstraliðið að ganga i skrokk á stjórnarskránni með það fyrir augum að útvatna hana og setja stjórnskipun lýðveldisins í uppnám.

Linkuleg viðhorf sumra stjórnarþingmanna til hótana vinstriflokkanna vekja ugg um að ekki reynist hald í meirihluta þingsins í vörn gegn atlögu að stjórnarskránni.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti er traust vörn gegn upplausnarliðinu. Tryggjum endurkjör hans á næsta ári.


mbl.is Stjórnmálaflokkar á síðasta séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Liðleskjurnar sem við eyddum atkvæðum á. Hver tilbiður svikula stjórnmálaflokka. Þeir eru hvort sem er til einskis nýtir  fullvalda íslandi,eftir genaskiptin.Tíminn er naumur!  

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2015 kl. 02:43

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Samfylkingin hlustar"? Hvenær gerðist það? Oft hefur þessi sjálfseinsatkvæðisformaður einsmálsflokksins orðið sér til minnkunar, vegna fáránlegs málflutnings og merkingarlauss blaðurs. Gildir einu hvort þing er sett, eður ei. Bjálfahátturinn alger og þörfin fyrir að mála sig sem skörung, drukknar að öllu jöfnu í þvílíku dauðans bulli, að engu tali tekur. Efast um að hann skilji sálfur þvæluna sem vellur upp úr honum, á stunduum. Annað eins dusilmenni á stjórnmálasviðinu hefur aldrei verið formaður nokkurs flokks, eða samtaka, sem vilja láta taka sig alvarlega. Sá sem rís ofar öllum í atgangi stjórnmála og efnahagsumræðu undanfarinna ára og hefur varið land og þjóð með sóma, er Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir fáein feilspor, er ekki nokkur einasta sála innan Alþingis, sem kemst með tærnar, þar sem Ólafur Ragnar hefur hælana. Vonandi treystir hann sér fram, eitt kjörtímabil enn. Aldrei á hans ferli hefur það verið meira áríðandi. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.9.2015 kl. 11:11

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Svo rétt, svo rétt.  Ég styð Hr. Olaf Ragnar Grímsson forseta lýðveldislins Íslands til að vera áfrmhaldandi forseta íslensku þjóðarinnar.

Sigurbjörn Friðriksson, 10.9.2015 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband