Þriðjudagur, 2. mars 2021
Engin kreppa, aðeins leiðrétting
Vöxtur ferðaþjónustunnar árin fyrir kófið var ósjálfbær. Hvorki vinnumarkaðurinn né innviðir landsins þoldu álagið frá tveim milljónum ferðamanna.
Verkefni stjórnvalda næstu misseri er að sjá til þess að þessi geiri efnahagslífsins ná sér á strik á hóflegri forsendum en voru fyrir kófið.
Lúxusvandamálin geta verið snúin en þau þarf engu að síður að leysa.
![]() |
Kórónukreppan minni en spáð var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1. mars 2021
3 RÚV-fréttamenn sitja um Áslaugu Örnu
Síðustu 4 daga hafa þrír fréttamenn RÚV séð um að halda lífi í símtals-máli Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra. Vaninn er sá að fréttamenn RÚV ganga að einhverju marki sjálfala og eru með ,,sín mál" en í þessu tilfelli unnið eftir miðstýrðri aðgerðaáætlun með tilheyrandi verkskiptingu.
RÚV-arinn Ingvar Þór Björnsson var með símtalsfrétt á föstudag. Í dag skiptu með sér vaktinni fréttamennirnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Anna Lilja Þórisdóttir, hvor með sína símtalsfréttina.
Raðfréttir RÚV þjóna því markmiði að telja almenningi trú um að hér sé stórt og alvarlegt mál á ferðinni. Oft og einatt er stofnað til raðfrétta í pólitískum tilgangi og fréttaefninu haldið lifandi í samvinnu pólitísk öfl - þingnefnd í þessu tilviki. Úlfaldi er gerður úr mýflugu og látinn suða í hlustum áheyrenda. Í krafti stöðu sinnar á fjölmiðlamarkaði getur RÚV ráðist í aðgerðir af þessu tagi.
Einhver á fréttastofunni á Efstaleiti sér um að samræma aðgerðir gegn dómsmálaráðherra. Hvaðan skyldi viðkomandi hafa umboð sitt?
![]() |
Eðlilegra að fá embættismann í verkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. mars 2021
Leiði, frelsi og tveir kostir
Íbúar Óslóar sæta ströngum sóttvarnarreglum á næstunni vegna nýsmits Kínaveirunnar. Þeir fá leyfi yfirvalda að vera leiðir þegar búðir loka, nema nauðsynjaverslanir, og hitta ekki mann og annan.
Hér á Fróni ber minna á mæðu, líklega skildu forfeður okkar hana eftir í Vík Haraldar lúfu. Aftur er meiri umræða um frelsisskerðingu hér vestra en í átthögunum.
Hér í skjálftalandi þykir sumum það skerða frelsið að bera grímu og hafa ekki leyfi að vera meira ofan í næsta manni en nemur einum til tveim metrum. En trauðla getur það verið spurning um frelsi að stunda persónulegar sóttvarnir.
Frelsi til að stunda ferðir til og frá landinu er aftur hægt að ræða. Þar eru valkostir skýrir. Annað tveggja sættumst við á að setja takmarkanir á ferðafrelsi til og frá útlöndum eða búum við stórfellda skerðingu á athafnafrelsi innanlands með tilheyrandi lokunum á samfélagsstarfsemi.
Valið er einboðið. Við hljótum alltaf að taka frelsið heima fram yfir útlendan veiruskratta. Og erum hvorki mædd né leið yfir þeim kosti.
![]() |
Í dag má vera mæðulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. febrúar 2021
Þjóðverjar öfunda Breta,- sem komast til Íslands
,,Elsku Bretar, við öfundum ykkur," segir á forsíðu útbreiddasta blaðs Þýskalands, Bild. Ástæða þýskrar öfundar er að Bretar klára sig betur, miklu betur, en Þjóðverjar í baráttunni gegn Kínaveirunni.
Munurinn er sá að Bretar standa utan Evrópusambandsins, kusu Brexit, en Þjóðverjar eru tjóðraðir við bákn sem lamar sjálfsbjörg og eyðir sjálfstæði. Bretar munu í vor og sumar aflétta farsóttarhömlum en Þjóðverjar verða veirusamfélag fram á haust.
Samfylkingarmaður í Bretlandi, sem líkt og sálufélagar hans á Íslandi þrífst á að formæla eigin þjóð, er með böggum hildar yfir ástandinu. ,,Ég þoli ekki að segja það en Bretlandi gengur vel," skrifar Ed Cumming í málgagn ESB-sinna, Guardian.
Breskir ferðamenn koma til Íslands í sumar. Eitthvað færra verður um þýska. Eins og segir í Heimssýnarbloggi: Fullveldi auðveldar viðskipti, skrifræði torveldar.
![]() |
Íslandsstofa sækir fram í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 27. febrúar 2021
RÚV: nauðgun er í lagi, símtal er glæpur
Trúnaðarmaður Pírata, útlendingar, var dæmdur fyrir nauðgun í vikunni. Nauðgun er alvarlegur glæpur og skyldi ætla að RÚV velti hverjum steini til að upplýsa hvernig og á hvaða forsendum útlenski nauðgarinn fékk landvist á Íslandi. Hver eru tengsl nauðgarans við þingflokk Pírata?
Þá er nauðgunardómurinn tilefni til frétta um afbrotahneigð útlendinga á vesturlöndum, einkum þeirra útlendinga sem koma frá framandi menningarheinum. Tölfræði glæpa á Íslandi væri hægt að rýna í og kanna hlut útlendinga. Einnig er hægt að spyrja um ábyrgð lögfræðinga og þingflokka sem tryggja landvist misindismanna.
Nauðgunardómurinn, með öðrum orðum, gefur tilefni til raðfrétta á RÚV um nauðgunarmenningu.
En það er ekkert að frétta á Efstaleiti þegar kemur að ómenningu nauðgara.
Aftur býður RÚV upp á raðfréttir af símtali dómsmálaráðherra við lögreglustjóra og gerir sitt ítrasta að tortryggja símtalið.
Fréttaskilaboðin frá RÚV eru þau að nauðgun sé léttvæg en símtal glæpur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 26. febrúar 2021
Talsmenn glæpahópa á alþingi
Um leið og lögreglan fær styrk til að verja landið ásókn erlendra glæpagengja þarf almenningur að hafa auga með talsmönnum glæpahópa á alþingi.
Málpípur glæpavæðingar kynna sig ekki sem slíka. Þeir fara fjallabaksleið, tortryggja störf lögreglunnar annars vegar og hins vegar krefjast opinna landamæra til að misindismenn geti vaðið inn í landið á skítugum skónum.
Það stendur upp á alþingi að samþykkja lög með ótvíræðri heimild yfirvalda að vísa úr landi útlendingum sem setjast hér að til að stunda glæpi. Hvers vegna skyldi það ekki hafa verið gert?
![]() |
Skera upp herör gegn glæpahópum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Glæpir, útlendingar og Píratar
Nú liggur fyrir dómur um að útlendingur á forræði Pírata nauðgaði konu og skal sitja í þrjú ár í fangelsi.
Reebar Abdi Mohammed 34 ára frá Kúrdistan er í tvennum skilningi á ábyrgð Pírata. Hann var virkur í flokksstarfi og Píratar öðrum flokkum fremur vill opin landamæri og taka á móti hverjum sem hingað kemur.
Reynsla nágrannaríkja okkar er að útlendingar fremja hlutfallslega fleiri glæpi en heimaaldir. Augljóst er að útlendingur er ekki skólaður og siðaður að háttum og siðvenjum nýrra heimkynna. Ef landamærin eru öllum opin er hætt við að misjafn sauður leynist í mörgu fé.
Píratanauðgarinn ætti að vera okkur áminning um að opin landamæri eru ávísun á aukna glæpi.
![]() |
Þrjú ár fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 25. febrúar 2021
RÚV, Efling og sósíalisminn
Efling fékk RÚV í lið með sér að hanna leiktjöld fyrir frásögn um að á Íslandi tíðkaðist nútímaþrælahald. Aukaleikarar voru rúmenskir farandverkamenn en leikstjóri og aðalleikari Anna Sólveig formaður Eflingar.
RÚV lagði til ,,rannsóknablaðamennskuna" og auglýsti meint þrælahald á rúmensku aukaleikurunum á besta útsendingartíma. Hugmyndin var að Sólaveig Anna yrði ljóshærði sigurvegarinn í lok frásagnarinnar og steytti sósíalískan hnefann framan í íslensku borgarastéttina.
Málið fór fyrir héraðsdóm sem úrskurðaði að leikþáttur RÚV og Eflingar væri ekki í neinum tengslum við veruleikann. Líkt og sósíalisminn.
![]() |
Segja Eflingu hafa farið sneypuför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
Óreiða á alþingi - fækkum flokkum
Óreiða er á alþingi þar sem flokkarnir eru of margir. Engin þörf er á átta stjórnmálaflokkum, þrír til fjórir eru kappnóg.
Við ættum að nota tækifærið í haust og fækka flokkum á alþingi.
Ertu ekki sammála Björn Leví?
![]() |
Segir menningu óskipulags á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
Íslensk menning, góðan daginn
Íslenska stendur höllum fæti í alþjóðaþorpinu þar sem flestir tala einhverja útlensku. Til skamms tíma hafði landinn litar sem engar áhyggjur af útreið tungumálsins í heimsþorpinu.
Opingáttarstefnu var fylgt í menningarmálum. Ekkert mátti skerða blessað frelsið sem átti að færa okkur hamingju, velsæld og gott ef ekki langlífi líka.
En nú ber svo við að fréttamiðlar sameinast í andófi gegn erlendum félagsmiðlum og sjónvarpsstöðvar gegn útlendum streymisveitum undir þeim formerkjum að frelsið sé allt íslenskt lifandi að drepa.
Erum við að tala um endurreisn íslenskrar menningar?
![]() |
Undirverðlagning og ójafn leikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)