RÚV segir frétt af síma, þó ekki byrlunarsímanum

Frétt á RÚV í fyrradag segir af lögreglu sem fær ekki að rannsaka síma. Landsréttur hafnar kröfu lögreglu, segir ekkert liggja fyrir um að síminn geymi upplýsingar er varði meint afbrot mannsins. Höfundur fréttarinnar er Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður.

Áhugi Brynjólfs Þórs á símum er valkvæður. Frægasti sími landsins er sími Páls skipstjóra Steingrímssonar. Næst frægasti síminn er Samsung-síminn í eigu RÚV sem notaður var til að afrita síma skipstjórans:

Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV keypti Samsung síma í apríl 2021 og skráði á hann númerið 680 2140 í sama mánuði. Síminn er sömu gerðar og sími Páls skipstjóra sem hefur númerið 680 214X. Aðeins munar síðasta tölustaf á númerunum tveim. Til afritunar var nauðsynlegt að hafa síma sömu gerðar og skipstjórans, Samsung. Símarnir eru lagðir saman og afritunarforrit er ræst. Aðgerðin tekur nokkrar mínútur.  

Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlað 3. maí 2021, stuttu eftir símakaup Þóru. Nýr ónotaður sími með símanúmer líkt númeri skipstjórans beið á Efstaleiti. Ráðabruggið lá fyrir. Aðeins átti eftir að byrla og stela.

Brynjólfur Þór fréttamaður hefur skrifað fréttir um byrlunar- og símamálið en aldrei spurst fyrir um RÚV-símann sem Þóra keypti í apríl 2021 til að afrita síma skipstjórans. Enn síður að fréttamaðurinn velti upp þeirri spurningu hvort starfsfélögum hans hafi siðferðilega og lagalega verði heimilt að afrita síma skipstjórans. Upplýsingar um símann og meðferð hans eru þó á vinnustað Brynjólfs Þórs. Núverandi og fyrrverandi samstarfsmenn Brynjólfs Þórs, t.d. Helgi Seljan og Þóra, gætu líka verið fréttamanninum innan handar að upplýsa málsatvik.

Í vetur gerði Brynjólfur Þór fréttaskýringu um byrlunar og símamálið. Tilfallandi bloggaði undir fyrirsögninni RÚV þegir um hlut Þóru í skæruliðafréttinni:

Fréttin um skæruliðadeild Samherja frumbirtist samtímis í Stundinni og Kjarnanum, að morgni dags 21. maí 2021. Fréttin, efnislega samhljóða í báðum miðlum, vísaði í gögn úr síma Páls skipstjóra Steingrímssonar, einkum samtöl við samstarfsmenn. Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV fékk síma skipstjórans til afritunar 4. maí 2021.

Kveikur er fréttaskýringaþáttur. Hvers vegna notaði Þóra ekki efni úr síma skipstjórans í fréttaskýringu um skæruliðadeild Samherja? Hvers vegna var fréttin send á Stundina og Kjarnann til birtingar? Fjölmiðlar vinna aldrei þannig að einn fjölmiðill aflar heimilda, vinnur fréttina og sendir hana á aðra fjölmiðla til birtingar. Allir blaðamenn vita að svona vinnubrögð eru aldrei stunduð á fjölmiðlum.

Lifibrauð fjölmiðla er fréttir. Fjölmiðill sem situr einn að frétt en gefur hana frá sér til annarra fjölmiðla er augljóslega ekki að stunda fréttamennsku. Eitthvað annað en að upplýsa almenning býr að baki.

Af öllum fjölmiðlum á Íslandi ber RÚV mesta ábyrgð að upplýsa þjóðina, eiganda ríkisfjölmiðilsins, hvers vegna starfsmenn RÚV tóku við síma, sem fékkst með byrlun, afrituðu efni símans, unnu frétt og sendu tvær útgáfur hennar á Stundina og Kjarnann.

Í gærkvöld [24. jan. 2025] birti RÚV fréttaskýringu um staðfestingu ríkissaksóknara að lögreglurannsókn er hætt á hlut blaðamanna í byrlunar- og símamálinu. RÚV birtir mynd af Þóru ásamt öðrum sakborningum en fjallar ekkert um hlut hennar að málinu.

Brynjólfur Þór og RÚV telja síma og sakamálarannsóknir fréttaefni. En ekki tvo frægustu síma landsins, báða af Samsung-gerð, og annar þeirra í eigu RÚV.

Hvar er afritunarsíminn með númerið 680 2140 niðurkominn? 

 


Gasa, Úkraína og sjálfstortíming ESB-Evrópu

Dræpu hryðjuverkamenn 15 þúsund Breta myndi breska ríkisstjórnin verðlauna hryðjuverkin með sjálfstæðu ríki ódæðismanna í nágrenni London? Þannig spyr Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og vísar til 7. október 2023 er Hamas-liðar stóðu fyrir fjöldamorðum í Ísrael. Átökin í Gasa eru lóðbeint framhald af íslamskri villimennsku fyrir tveim árum.

Starmer forsætisráðherra Bretland og Macron forseti Frakklands verðlauna Hamas-hryðjuverkin með viðurkenningu á sjálfstæðu Hamas-ríki.

Uppgjöf ESB-Evrópu og Bretlands gagnvart Hamas er í fullkominni andstöðu við herskáa stefnu þeirra í Úkraínu. Þar vilja Starmer, Macron og Evrópuleiðtogar meira stríð, að Úkraínumenn berjist til síðasta manns. ESB-Evrópa og Bretland senda enga hermenn til Úkraínu en veita vopn og fjárhagsaðstoð. Til Gasa sendir ESB-Evrópa peninga til vopnakaupa Hamas og gröft neðanjarðarganga til hryðjuverka.

ESB-Evrópa og Bretland fylgja utanríkisstefnu sem kenna má við eftir-kaldastríðstímabilið, 1989-2022. Upphaf tímabilsins er fall Berlínarmúrsins, endalokin miðast við innrás Rússa í Úkraínu fyrir rúmum þrem árum. Ef einhver ein bók fangar hugmyndafræði tímabilsins er það Endalok sögunnar eftir Francis Fukuyama frá 1992.

Vestrænt forræði heimsbyggðarinnar var ráðandi viðhorf eftir kalda stríðið. Bandalagið milli Bandaríkjanna og ESB-Evrópu, með stuðningi alþjóðastofnana, skyldi lóðsa heiminn inn í bjarta nýja framtíð vestrænna gilda og stjórnarhátta. Borgaralegt lýðræði, kapítalismi með ríkisábyrgð og alþjóðahyggja var þríeinn guð hugmyndafræði sem um tíma virtist ósigrandi.

Vestrænir leiðtogar beggja vegna Atlantsála unnu kappsamlega að stofnun heimsþorpsins. Eitt stærsta verkefnið var viðskipta- og tollasamningur milli Bandaríkjanna og ESB-Evrópu, TTIP.

Þrjár meginástæður eru fyrir að heimsþorpið breyttist úr draumsýn í martröð. Í fyrsta lagi uppreisn almennings í tveim vestrænum meginríkjum sama árið, 2016. Um sumarið kusu Bretar útgöngu úr ESB-Evrópu, Brexit. Sama haust fékk Trump fyrst kjör sem forseti Bandaríkjanna. Í báðum tilvikum hafnað almenningur hornsteini heimsþorpsins, alþjóðahyggjunni. Engilsaxnesku þjóðirnar áttuðu sig á að heimsþorpið var verkefni sem þjónaði elítunni, rótlausum heimsborgunum, en ekki almenningi. TTIP dó drottni sínum.

Í öðru lagi reyndist vestræn stjórnmálamenning ekki sú útflutningsvara sem menn héldu. Tilraunir til að þvinga ofan á kokið á múslímaríkjum vestrænum gildum mistókst herfilega, í Írak, Afganistan og Sýrlandi. Í Austur-Evrópu gekk nokkru betur, ekki síst af þeirri ástæðu að kommúnisminn skildi þar eftir sig sviðna jörð. Austur-Evrópuríki hrúguðust inn í ESB og Nató árin eftir fall Berlínarmúrsins. ESB-Evrópa bauð ekki Rússlandi í félagsskapinn. Opin spurning er hvort Rússar hefðu þekkst slíkt tilboð. Vestræna hagfræðitilraunin, strax eftir fall Sovétríkjanna, gerði fáeina olígarka ofurríka en almenningur lapti dauðann úr skel. Hér er kominn lítt kunnur samnefnari Trump og Pútín. Báðir ná eyrum kjósendahópa í heimalöndum sínum sem hafa ímugust á valdaelítum.  Vestræna alþjóðahyggjan er tekin með fyrirvara í Austur-Evrópu. Pólland og Ungverjaland vilja sem minnst vita af stefnu ESB-Evrópu í málefnum hælisleitenda sem streyma frá múslímaríkjum.

Þriðja ástæðan að heimsþorpið er núna eins og tjaldbúðir indíána eftir heimsókn Custer er að vestrið missti tökin á frásögninni. Á öðrum áratug aldarinnar hnignaði máttur ráðandi fjölmiðla að útlista heimsmálin. Dreifræði samfélagsmiðla jók tortryggni á heilindi valdastétta sem hefðbundnir fjölmiðlar voru hallir undir. Brexit, Trump og uppgangur AfD í Þýskalandi, svo dæmi séu tekin, hefðu ekki raungerst án samfélagsmiðla enda í berhögg við meginstraumsmiðla. 

Í Úkraínustríðinu er tekist á um hvort Úkraína verði Nató-ríki eða ekki. Rússar segja nei en ESB-Evrópa já. Bandaríkin studdu ESB-Evrópu í nafni alþjóðahyggju en Trump afturkallaði þann stuðning. Eins og mál standa berst Úkraína fyrir lífi sínu sem sjálfstætt þjóðríki. ESB-Evrópa hefur hvorki styrk né pólitískan vilja til að taka við Bandaríkjunum sem helsti bakhjarl stjórnarinnar í Kænugarði. Rússneskur sigur í Úkraínu gerbreytir valdahlutföllum í Evrópu. Forræði Vestur-Evrópu, þar sem kjarnaríki ESB-Evrópu liggja, yfir austurhluta álfunnar verður hnekkt. Sú litla alþjóðahyggja sem var í Austur-Evrópu fjarar út.

Hvað gera leiðtogar ESB-Evrópu og Bretlands þegar heimsþorpið er í rúst og vestræn alþjóðahyggja heyrir sögunni til? Jú, þeir tileinka sér íslamska alþjóðhyggju, pan-arabisma, sem gengur út á tortímingu Ísraelsríkis. Múslímar eru stórir kjósendahópar í Vestur-Evrópu og fá æ meira vægi. Vinstrimenn, gömlu marxistarnir, eru við það heygarðshorn að vestræn menning  sé til að skammast sín fyrir. Þeir viljandi drepa frjómagnið sem fyrir margt löngu gerði vestrið máttugt. Vinstrihugtök eins fjölmenning eru Trójuhestur múslíma inn í evrópskar borgir. Starmer, Macron en í minna mæli Merz í Þýskalandi, af sögulegum ástæðum, tala í þágu yfirráðastefnu múslíma, er þeir stuðla að falli Ísraelsríkis.

Innan fárra áratuga heita ráðamenn Vestur-Evrópu Muhammed, Abdulla, Ali og Salman. Múslímsk Vestur-Evrópa mun standa andspænis kristinni Austur-Evrópu. Sjálfstortíming ESB-Evrópu er í vinnslu án þess að margir gefi henni gaum. 


mbl.is Telur hertöku leiða til frekari hörmunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtökin 78 búa til glæpi og ala á hatri

RÚV, auðvitað, flutti frétt í gærkvöldi fyrir Samtökin 78. Fréttamaður sagði fjölgun á ,,hugsanlegum hatursglæpum", úr fimm í sextán á milli ára. Talsmaður Samtakanna 78 fékk við sig viðtal til að krefjast að ,,hugsanlegir hatursglæpir" verði tilefni lagabreytinga til að hægt sé að refsa þeim sem andæfa trúarsetningum lífsskoðunarfélagsins um að sumir fæðist í röngu kyni og kynin séu ekki tvö heldur óteljandi. 

Tilfallandi þekkir á eigin skinni hvernig Samtökin 78 misbeita, í samvinnu við ákæruvald, löggjöfinni eins og hún stendur í dag. Tilfallandi var stefnt fyrir dóm er hann gagnrýndi aðkomu Samtakanna 78 að leik- og grunnskólum. Strangari löggjöf í þágu lífsskoðunarfélagsins stóreykur líkurnar á dómsmorðum. Gagnrýni verður heft ef ekki bönnuð. Lögregla í verktöku hjá Samtökunum 78 hundeltir mann og annan fyrir að tjá heilbrigða skynsemi, að kynin séu tvö og ekki er hægt að fæðast í röngum líkama.

Samtökin 78 leika þann leik, iðulega í samvinnu við RÚV og Vísi, að setja á svið glæpi til að fá samúð - og strangari löggjöf. Tilfallandi fjallaði um sviðsetningu fyrir tveim árum:

Samtökin 78 tilkynntu um hatursglæp 26. september síðast liðinn [2023]. Útlendur maður á ráðstefnu samtakanna varð fyrir líkamsárás í miðborginni, að sögn. Í frétt RÚV er haft eftir Daníel E. Arnarssyni framkvæmdastjóra Samtakanna að maðurinn hafi borið merki hinsegin fólks og samtökin ,,geri ráð fyrir að árásin hafi verið hatursglæpur." 

Strax var grunsamleg áherslan á hatursglæp. Hvernig gátu Samtökin 78 vitað um hugarfar að baki meintu afbroti? Hitt er augljóst að Samtökin 78 notuðu tilefnið til allsherjarútkalls í fjöl- og samfélagsmiðlum um að Ísland væri lífshættulegt hinsegin fólki. Tilfallandi bloggaði:

Á alþingi voru öryggismál félagsmanna Samtakanna 78 rædd og fordæmt að þeir geti ekki um frjálst höfuð strokið í íslenska haturssamfélaginu. Ráðherra kvaðst ,,svolítið hræddur" um líf og limi. Allt þetta vegna atviks sem enn er á huldu hvernig bar að og með hvaða afleiðingum. Enginn er grunaður;  málið er á frumstigi rannsóknar. En ekki skortir stórkarlalegar yfirlýsingar, m.a. frá forsætisráðherra, sem gerir sér far um að ala á ótta og öryggisleysi og ásaka almenning um ofstæki.

Rannsókn lögreglu hófst þegar eftir tilkynninguna. Meintur brotaþoli fór úr landi hálfum öðrum sólarhring eftir atvikið, að sögn með tannskemmdir, og hefur ekkert til hans spurst. Eftir stendur tilkynning um alvarlegan glæp.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði rúmum tveim vikum eftir meintan atburð að ,,mjög óvanalegt" væri að líkamsárás af þessum toga væri ekki upplýst. Í viðtengdri frétt mbl.is, rúmum tveim mánuðum eftir atvikið, er málið enn óupplýst.

Líkur standa til þess að meintur hatursglæpur verði aldrei upplýstur. Einfaldlega af þeirri ástæðu að engin líkamsárás átti sér stað. Tilfallandi tilgáta er að útlendi ráðstefnugesturinn hafi orðið fyrir slysi, e.t.v. vegna rafhjóls, og það hafi í meðförum Samtakanna 78 orðið að hatursglæp.

Eftir að ofanritað var skrifað átti tilfallandi samtal við rannsóknalögreglumann sem tengist kæru Samtakanna 78 á hatursglæpnum. Mýgrútur er af myndavélum í miðborginni. Lögreglumaðurinn tjáði tilfallandi að í rannsókninni hefði verið sett saman myndskeið að meintu fórnarlambi, sem var sænskur maður. Aðeins í tæpa hálfa mínútu hefði sá sænski ekki verið í mynd, á ferð sinni frá samkomu Samtakanna 78 og inn á hótelið sem hann dvaldi. Engin árás var gerð á manninn. Sagan, og þar með kæran, er uppspuni frá rótum. Samtökin 78 stóðu að lygaherferð um hatur í Reykjavík.

RÚV-fréttin í gær er sennilega upptaktur af nýrri herferð Samtakanna 78 um að sértrúarsöfnuðurinn sæti ofsóknum og þurfi aukna lagavernd. Samtökin búa til glæpi í samfélaginu og ala á hatri. Það gefur svo vel í kassann. Samtökin 78 græddu 60 milljónir króna á glæpasögunni um sænska hinseginmanninn og ekki-hatursglæpinn í miðborginni fyrir tveim árum.

Áhugamenn um flökkusögur og samsæriskenningar bíða spenntir eftir næsta leikþætti frá alræmdasta lífsskoðunarfélagi samtímans.


Rektor á flótta undan menntamorði

Menntamorð var framið í Háskóla Íslands þegar gyðingi var meina að flytja fyrirlestur um gervigreind. Fyrirlesarinn var ekki af ,,réttu" þjóðerni og kom ekki frá ,,réttum" háskóla. Silja Bára rektor Háskóla Íslands svarar ekki blaðamanni sem vill spyrja hana um menntamorð, akademískt frelsi og hugmyndafræðilegt ofbeldi.

Í innsetningarræðu sinni í sumar skilgreindi Silja Bára menntamorð og akademískt frelsi:

Meðvituð eyðilegging menntainnviða verður ekki kölluð annað en „menntamorð“. Það er alvarlegt og þarf að fordæma. En önnur og lævísari birtingarmynd þess er hugmyndafræðilegt ofbeldi sem felst í því að brjóta niður tjáningarfrelsi og akademískt frelsi með því að refsa og ógna fræðafólki um allan heim. Það þarf hins vegar ekki alltaf að beita ofbeldi heldur er fræðasamfélaginu gert ljóst að betra sé að þegja en að stíga fram. Það er á ábyrgð okkar allra að verja akademískt frelsi. [...]

Þannig getum við styrkt vissu okkar um að háskólasamfélagið standi með gagnrýnum röddum, standi með rétti fræðafólks til að leita sannleika og þekkingar án óeðlilegra afskipta og ræða hugmyndir frjálst og án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir, eins og kemur fram í nýlegri yfirlýsingu íslenskra háskólarektora um akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla.

Gil S. Ep­stein, pró­fess­or við Bar-Ilan-há­skól­ann í Ísra­el, fékk boð að halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um gervigreind miðvikudaginn 6. ágúst. Er Epstein hóf fyrirlesturinn gerðu háskólakennarar og nemendur aðsúg að honum og varð Epstein að hætta vegna ,,hugmyndafræðilegs ofbeldis" sem Silja Bára gerði að umtalsefni mánuði áður en Epstein hélt fyrirlesturinn.

En viti menn, Silja Bára lætur gott heita að menntamorð sé framið í Háskóla Íslands þar sem hún er rektor og ber ábyrgð á akademísku frelsi, sannleiksleit og þekkingu. Hún lætur hugmyndafræðilegt ofbeldi og gyðingaandúð grassera í skólanum án þess að segja orð. Rektor svarar ekki fyrirspurnum frá fjölmiðlum, grefur sig í neðanjarðarbyrgi vestur á Melum eins og Hamas-félagsbræðurnir á Gasa. Hamas myrðir og tekur gísla; Silja Bára hylmir yfir menntamorð og tekur tungumálið í gíslingu.

Hvernig í veröldinn gat það gerst að Silja Bára fékk kjör rektors þjóðarskóla Íslendinga? Andverðleikar tröllríða húsum hér á landi - einkum opinberum byggingum.


mbl.is Silja Bára lætur ekki ná í sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-Evrópa betlar Trump um meira stríð

ESB-Evrópa og Bretland vilja halda áfram stríðinu í Úkraínu. Leiðtogar Evrópu mega ekki til þess hugsa að friður verði á milli Úkraínu og Rússlands. Evrópuleiðtogar hyggjast fylkja liði með Selenskí Úkraínuforseta á fund með Trump og biðja um meira stríð.

Í upphafi átaka við Rússland, sem má tímasetja við Búkarestfund leiðtoga Nató árið 2008 (já, þú last rétt, fyrir 17 árum) var hugmyndin að nota Úkraínu til að knésetja Rússland. Markmiðið var að Rússland yrði forðabúr ESB-Evrópu, skaffaði olíu og gas og aðra hrávöru. Fyrir miðja síðustu öld töluðu Þjóðverjar um lebensraum, lífsrými, í austri. Að breyttu breytanda keyrði ESB-Evrópa sömu stefnu og austurríski liðþjálfinn með frímerkjaskeggið. Helsti munurinn er sá að þýska hernum blæddi út á austurvígstöðvunum; nú eru það Úkraínumenn einir sem færa mannfórnir fyrir vestrænt hagrými í austri.

Þangað til Trump kom til skjalanna hafði ESB-Evrópa stuðning Bandaríkjanna í Úkraínu-verkefninu. Viðskiptin voru þau að vestrið útvegaði fjármagn og vopn en Úkraína mannskap. Vestrið bjóst við snöggum sigri, að Rússar myndu annað tveggja gefast upp eða bylting yrði gerð líkt og í fyrra stríði.

Alaskafundur Trump og Pútín á föstudag var myndbirting á umpólun Washington gagnvart ESB-Evrópu almennt og Úkraínustríðinu sérstaklega. Bandaríkin vilja eðlileg samskipti við Rússland. Forsenda er að Úkraínustríðinu linni. ESB-Evrópa vill aftur fresta fram í rauðan dauðann afleiðingum af misheppnuðum austurvíkingi. Tilhugsunin um sterkt Rússland fær Brussel til að skjálfa á beinunum. Til að bæta gráu ofan á svart bendir flest til að Bandaríkin hverfi frá meginlandi Evrópu með herlið sitt. Nató-samstarfið er í uppnámi en þar borga Bandaríkin brúsann og standa undir mesta varnarviðbúnaðinum.

Verði samskiptin við Rússland vinsamlegri er enn minni ástæða fyrir Bandaríkin að ábyrgjast ytri landamæri ESB-Evrópu. Það veldur hryllingi á meginlandinu sem býr enn að minningunni um seinna þrjátíu ára stríðið 1914-1945. Í sögubókum er tímabilinu skipt í fyrra og seinna stríð. Í báðum tilvikum komu Bandaríkjamenn Evrópu til bjargar, stöðvuðu blóðbaðið - með dyggu stuðningi Rauða hersins í seinna stríði.

Trump á það til að vera sammála síðasta ræðumanni. Ef Selenskí og leiðtogum Bretlands og ESB-Evrópu tekst vel upp er ekki að vita nema friðarferlið taki að hökta og skrölta.

Það yrði skammgóður vermir. Rússar hafa yfirhöndina á vígvellinum. Tíminn vinnur með þeim, ekki Úkraínu og ESB-Evrópu. Vestrænir fjölmiðlar hlynntir Úkraínu vekja athygli á þverrandi baráttuþreki úkraínska hersins, að ekki sé talað um skort á mannskap. Eftir því sem Rússar leggja undir sig meira úkraínskt land versnar samningurinn sem Selenskí og ESB-félögum býðst.

Eftir Alaskafund Trump og Pútin er búið að blása af vopnahlé sem undanfara friðarsamninga. Á diplómatísku þýðir það að endanlegur friðarsamningur þarf að liggja fyrir áður en vopnin þagna. Valið stendur á milli friðarsamnings núna eða uppgjafar síðar. Hvort heldur sem verður munu stríðslok í Úkraínustríðinu valda straumhvörfum í Evrópu. Líkt og uppgjöf Þjóðverja vorið 1945. 

Meginkröfur Rússa eru að Úkraína verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga með takmarkaðan herstyrk og að austurhéruð landsins verði hluti af Rússlandi ásamt Krímskaga. Hingað til hefur ekki verið tekið í mál að svo mikið sem nálgast sjónarið Rússa. Á fundi Trump og Pútín á föstudag voru útfærslur ræddar en þær ekki gerðar heyrinkunnar. Í dag, er Selenskí og evrópskir leiðtogar hitta Trump, spyrst út hvaða drög að samkomulagi Trump og Pútín urðu ásáttir um.

Herská ESB-Evrópa stendur andspænis friðarboðskap Trump. Sjaldan eða aldrei í valdapólitík á alþjóðavísu er stærri gjá staðfest á milli pólitísks vilja og vanmáttar. ESB-Evrópa vill stríð í álfunni en krefur Bandaríkin um herstyrk í hildarleikinn.


mbl.is Leiðtogar Evrópu sitja fund Selenskís og Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskóli Íslands fyrir hunda, ketti og páfagauka

Ég ,,vil að Háskóli Íslands verði fyrir öll" segir Silja Bára rektor. Á íslensku segir maður ,,öll dýrin" en við tölum um ,,alla menn." Málnotkun rektors felur í sér að Háskóli Íslands sé dýraskóli.

Öll dýrin í skóginum fá skráningu í menntastofnun sem sett var á fót fyrir rúmri öld og nefnd þjóðarskóli Íslendinga. Ekki hvarflaði að nokkrum manni að búfé ætti í framtíðinni aðgang að æðsta menntasetri landsins. Málleysingjar eiga vitanlega sín réttindi á guðs grænni jörð - en nýmæli er akademísk menntun handa kvikfé. 

Ekki eru tveir mánuðir síðan Silja Bára fékk innsetningu í embætti rektors. Á stuttum tíma hefur Silju Báru tekist að myrða menntun og skepnuvæða háskólann. Margur fengi sparkið fyrir minni yfirsjónir.

Hvað er á milli eyrna þeirra er studdu Silju Báru til rektors? Höfðu ferfætlingar og fiðurfé atkvæðisrétt í rektorskjöri?


Trump og Pútín ráða örlögum Evrópu

Úkraínustríðið var leyst á Alaskafundi Pútín og Trump. Forsetarnir ákváðu að láta ekkert uppi um niðurstöðuna. Úkraínustríðið skiptir sköpum um framtíð Evrópu. En leiðtogar Evrópu þurfa að giska á niðurstöðuna. 

Alaskafundur Trump og Pútín tekur af allan vafa um stöðu Evrópu í alþjóðastjórnmálum. Hvorki fulltrúum Evrópusambandsins né Úkraínu var boðið að sitja fundinn. ESB-Evrópa er upp á náð og miskunn Bandaríkjanna og Rússlands. Það er meginniðurstaða fundar Trump og Pútín.

Fjarvera ESB og Úkraínu á Alaskafundinum opinberar hve veik og áhrifalaus Evrópa í raun er, skrifar Jacques Schuster ritstjóri Die Welt. Hann telur einsýnt að eftir þvingaðan og niðurlægjandi frið, kallaður Karþagó-friður á þýsku, verði Úkraína ósjálfbært ruslríki. Engu að síður segir ritstjórinn að ríkjanefnan sem eftir stendur er til framtíðar útvörður ESB-Evrópu gegn Rússlandi. Tillaga Schuster er að Úkraínu verði boðin hraðferð inn í ESB annars vegar og hins vegar að ESB-ríkin margfaldi herstyrk sinn á næstu árum til að fæla Rússa frá frekari landvinningum í vestri. 

Ritstjóri Die Welt, sem er ábyrg þýsk útgáfa, lætur sér ekki detta í hug að friðmælast við Rússa og finna lausn á ágreiningsmálum. Í erfðamengi ESB-sinna er krafa um óvin, eða óvinaímynd, sem þéttir raðirnar. Schuster ritstjóri endurómar ráðandi viðhorf í Brussel, að Rússar stefni á yfirráð yfir allri Evrópu. Dálítið kjánalegt sé tekið mið af íbúafjöldanum einum saman. Rússar telja um 140 milljónir en ESB-Evrópa um 500 milljónir.

Trump og Pútín ætla sér ekki þá dul að ráðskast með ESB-Evrópu. Þeirra hugur beinist að tvennu. Í fyrsta lagi að ljúka Úkraínustríðinu. Í öðru lagi að koma samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands í sæmilegt horf. Gangi það fram, að samskipt stórveldanna tveggja taki stakkaskiptum til hins betra leiðir það sjálfkrafa til gengislækkunar Evrópu. Fyrirsögn í Telegraph segir að breskir hermenn séu tilbúnir innan viku í friðargæslu semjist um vopnahlé. En það eru Trump og Pútin sem gefa heimildina og harla ólíklegt að sá rússneski samþykki Nató-hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu. Forsetarnir tveir ákveða, Evrópa hlýðir eins og barinn rakki.

Fyrir Pútin er Alaskafundurinn einn og sér risasigur. Ekki er nema rúmur áratugur síðan að áhrifamikill bandarískur öldungadeildarþingmaður, John McCain, sagði Rússland stóra bensínstöð í líki þjóðríkis og spáði falli Rússlands innan tíðar. Orðin féllu við vatnaskilin er Rússar tóku Krímskaga er vestrið beitti sér fyrir stjórnarbyltingu í Kænugarði. Nú ræður örlögum Evrópu verkstjóri á plani bensínstöðvar í félagi við fyrrum fasteignasala í New York. Á ýmsu gengur í veraldarvolkinu. 

ESB-Evrópa elur með sér þá von að Alaskafundurinn fari út um þúfur, leiðtogarnir tveir hverfi til síns heima að brugga hvor öðrum launráð. Trump komi aftur í opinn evrópskan faðm og heljarslóðaorustan á gresjum Garðaríkis standi enn um stund. Það segir nokkra sögu um menningarlegt og pólitískt ástand Evrópusambandsins að stríð slavneskra bræðraþjóða sé helsta bjargráð gömlu nýlenduveldanna. Inn í ESB-svartholið vilja viðreisnar- og samfylkingarmenn troða Íslandi. Svei þeim. 

 


mbl.is Tala um mikinn árangur á fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður Katrín og vinslitin við Bandaríkin

Þorgerður Katrín utanríkisráðherra gengur erinda Evrópusambandsins á Norður-Atlantshafi. Bandaríkjamönnum mislíkar og setja Ísland undir hatt varhugaverðra þjóða sem þarf að hafa gætur á. Þorgerður Katrín gengur í berhögg við bandaríska öryggis- og varnarhagsmuni á mikilvægu hafsvæði sem kallast GIUK-hliðið. Hástafirnir vísa í Grænland, Ísland og Bretland.

Í viðtengdri frétt kemur fram að Ísland fær ískalda þögn frá Washington í viðleitni til að semja um tollamál. Í milliríkjasamskiptum er það skýrt merki um vanþóknun. 

Evrópusambandið er í leiftursókn á Norður-Atlantshafi og ætlar sér Grænland, Ísland og Noreg inn í sambandið. Ísland er auðveldasta bráðin enda Viðreisn og Þorgerður Katrín smurðir Brusselagentar og Kristrún forsætis grænjaxl er lætur glepjast.

Þorgerður Katrín vílar ekki fyrir sér að fórna samskiptum við Bandaríkjunum, þar á meðal varnarsamningunum frá 1951, til að þóknast Evrópusambandinu.

Engin umræða er um yfirvofandi vinslit Íslands og Bandaríkjanna vegna ESB-stefnu ríkisstjórnarinnar. Vandræðin geta skollið á af fullum þunga næstu vikurnar þegar samstarf Íslands við Evrópusambandið um öryggis- og varnarmál verður keyrt í gegn. Upplýsingarnar liggja fyrir, menn fljóta sofandi að feigðarósi. Þegar Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB heimsótti Ísland fyrir mánuði, í boði Þorgerðar Katrínar og Kristrúnar, sagði hún skýrt og ákveðið hvað stæði til. Í texta á heimasíðu ESB, sem unninn er af sendinefnd ESB á Íslandi, er haft eftir von der Leyen:

Ísland fer með lykilhlutverk í viðbúnaði Nató á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Ísland er sterkur og áreiðanlegur bandamaður. [...] Ég er ánægð með að viðræður eru hafnar um aðild Ísland að öryggis- og varnarsamvinnu ESB. Ég er viss um að viðræðum verði lokið innan fárra vikna eða mánaða. Þær munu skila Íslandi inn í öryggis- og varnarsamstarf Evrópusambandsins. (feitletrun pv)

Takið eftir hvernig von der Leyen byrjar að tala um Nató en fer síðan yfir í öryggis- og varnarsamvinnu ESB. Þetta er ekki sami hluturinn. Bandaríkin eru í Nató en taka ekki þátt í öryggis- og varnarsamstarfi ESB, sem er hreint ESB-verkefni. Ástæðan fyrir öryggis- og varnarsamstarfi ESB er sá ótti að Bandaríkin yfirgefi Nató. Bandaríkin hafa stórlega dregið úr viðbúnaði sínum í Evrópu á síðustu árum.

Í stað þess að ytri öryggis- og varnarlína bandaríska meginlandsins liggi í Evrópu, líkt og í kalda stríðinu, mun hún liggja um GIUK-hliðið á Norður-Atlantshafi, Grænland-Ísland-Bretland, með snertiflöt við Noreg/Svalbarða.

Stöðutaka Evrópusambandsins á Norður-Atlantshafi mun fyrr heldur en seinna leiða til árekstra við Bandaríkin. Ísland verður þar leiksoppur stórveldahagsmuna. Norðurslóðastefna Evrópusambandsins var birt í sumar af hugveitunni Heinrich Böll Stiftung undir heitinu Stækkun ESB í norður í sjónmáli? Frumkvæði á óvissutímum. Tilfallandi fjallaði um skýrsluna, sem kom í framhaldi af stefnuræðu von der Leyen, og skrifaði:

Ísland er talið lykilríki til að fá Grænland og Noreg inn í sambandið. Vísað er til þess að sitjandi ríkisstjórn Íslands sé áhugasöm um ESB-aðild. Lagt er til að ESB geri Íslandi tilboð í sjávarútvegsmálum ,,sem ekki er hægt að hafna." Orðalagið er beint upp úr mafíubókmenntum - þýðir að dauðasök sé að neita tilboði guðföðurins. ESB hefur ýmsar leiðir til að herja á íslenska hagsmuni, ekki síst í gegnum EES-samninginn.

Heimsókn von der Leyen til Íslands í síðustu viku sýnir að Evrópusambandinu er dauðans alvara að hrinda í framkvæmd áætluninni um innlimun tveggja örþjóða, Grænlendinga og Íslendinga. Í framhaldi er á matseðlinum smáríkið Noregur. Þar með kemst ESB til áhrifa á Norður-Atlantshafi, verður þar stórveldi.

Fyrr heldur en seinna vakna Bandaríkjamenn upp við vondan draum. Evrópusambandið hyggst með leiftursókn sölsa undir sig Grænlandi og Íslandi - sem er óaðskiljanleg tvenna í varnar- og öryggismálum á Norður-Atlantshafi. Washington mun ekki líta það vinsamlegum augum að Ísland veiti Evrópusambandinu brautargengi inn á bandarískt öryggis- og varnarsvæði.

Í sumar hefur sama og engin umræða farið fram um hvert stefnir með stórháskalega utanríkispólitík Þorgerðar Katrínar og Kristrúnar. Menn ættu að ná áttum með hraði. Það stefnir í pólitíska vargöld á tvennum vígstöðum, innanlands og í samskiptum við erlend stórveldi. Átökin um Nató og varnarliðið rétt eftir lýðveldisstofnun voru sama marki brennd, klofin þjóð og utanríkispólitík í uppnámi. Lengra aftur í sögunni liggur öld Sturlunga. Vítin eru til að varast.

 


mbl.is Bandaríkin forgangsraða öðrum ríkjum en Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silja Bára styður menntamorð

Ísaelskur gestafyrirlesari í Háskóla Íslands varð fyrir aðkasti og öskrum svo að hætta varð fyrirlestri í miðjum klíðum. Hamas-vinir vestur á Melum kalla þöggunina ,,sniðgöngusigur." Silja Bára rektor HÍ lætur gott heita enda sjálf afsprengi öskrandi vinstritjáningar.

Silja Bára hefur velþóknun á ofbeldi er þaggar skoðanir sem henni eru ekki að skapi. Rektur þykist hlynntur tjáningarfrelsi en það er yfirvarp. Í setningarræðu sinni sem rektor HÍ sagði Silja Bára:

 Meðvituð eyðilegging menntainnviða verður ekki kölluð annað en „menntamorð“. Það er alvarlegt og þarf að fordæma. En önnur og lævísari birtingarmynd þess er hugmyndafræðilegt ofbeldi sem felst í því að brjóta niður tjáningarfrelsi og akademískt frelsi með því að refsa og ógna fræðafólki um allan heim. Það þarf hins vegar ekki alltaf að beita ofbeldi heldur er fræðasamfélaginu gert ljóst að betra sé að þegja en að stíga fram. Það er á ábyrgð okkar allra að verja akademískt frelsi.

Í Dýrabæ Örwells eru sum dýrin jafnari en önnur. Í hugarheimi Silju Báru er öskrandi vinstritjáning rétthærri en háttvís orðræða. Menntamorð, samkvæmt skilgreiningunni sem rektor notað sjálfur við innsetningu í embætti.

Silju Báru er hjartanlega sama um tjáningarfrelsið. Hún og háskólamenn henni líkir eru aðgerðasinnar sem rökræða ekki heldur öskra. Málstaðurinn er ýmist manngert veður, kynjarugl eða að Hamas séu mannvinir en ekki fjöldamorðingjar. Imbafræði stunduð af þorpsfíflum í bergmálshelli.

Akademískt frelsi til að öskra á fyrirlesara er einskins virði. Háskólar aðgerðasinna eru einskins virði. Fyrrum voru háskólar miðstöðvar þekkingar og frjálsrar orðræðu. Nú sitjum við uppi með heimska dygðaflaggara á ríkislaunum í þægilegri innivinnu.

 


mbl.is Þögn rektors áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólar kenna bágindi

Grunn- og leikskólar stjórnast af meðvirkni með bágindum. Slagorðið ,,B er best" endurspeglar skólastefnu þrotafólks. Undir fölskum formerkjum fjölbreytileika er náttúrulegur breytileiki barna afnuminn, öllum skal þröngvað undir bókstafinn B. Enginn fær A og fáir C. Nær allir með B - fyrir bágindi.

Ástæðurnar fyrir meðvirkni með bágindum eru margvíslegar og ekki við kennara eina að sakast, þótt þeir og samtök þeirra beri drjúga ábyrgð. Sú hugsun varð ráðandi á síðasta fjórðungi liðinnar aldar að allir ættu að fara í framhaldsnám. Á þessari öld er sannfæringin að allir eigi að ljúka háskólanámi, jafnvel þeir ólæsu. Menntastefna fyrir alla verður á endanum menntastefna fyrir enga - nema bágindin.

Upp úr aldamótum verður vellíðan nemenda forgangsmál í skólastarfi. Barn sem ekki býr við sæmilegt atlæti heima hjá sér er ekki líklegt að þrífast í skóla. Vandinn sem fylgir að heiman verður ekki lagfærður nema að takmörkuðu leyti í skólanum. Vinstrimenn halda annað en það er rangt. Skólinn getur aldrei borið ábyrgð á misheppnuðum foreldrum. Illu heilli eru vinstrimenn nær allsráðandi í skólastarfi.

Kvenvæðing kennarastéttarinnar er ein skýringin. Um og yfir 90 prósent kennara í leik- og grunnskólum eru konur. Mæðrahyggja er góðra gjalda verð en aðeins í bland við feðragildi. Eins og nærri má geta er engin umræða um stórkostlegan kynjahalla skólanna.

Skólastarf í ógöngum verður ekki leiðrétt nema ástæðurnar séu greindar. Af sjálfu leiðir að þegar margvíslegar orsakir liggja að baki er ekki heiglum hent að ráða bót á. Engin allsherjarredding er í boði. Ásamt greiningu á vandanum verður að hafa einhverja hugmynd um að hverju skal stefnt.

Ágætis byrjun á endurreisn skólastarfs er að spyrja um tilganginn með leik- og grunnskólum og forgangsraða. Leikskólar eru til að annast börn frá því þau eru ómálga og verða stautfær. Leikir, föndur, ærsl og umhyggjusamur agi stuðla að alhliða þroska. Í grunnskólum hlýtur forgangurinn að vera lestur og reikningur og námsgreinar er stuðla að skilningi á náttúru og mannlífi. Ekkert flókið og margreynt fyrirkomulag við kennslu barna.

Meðvirkni með bágindum birtist hvað skýrast í afneitun á grunnstaðreyndum mannlífsins. Lífsskoðunarfélagið Samtökin 78 fær aðgang að skólum með þá bágindasérvisku að sum börn séu fædd í röngum líkama. Fávísi er milt orð um kenninguna. Sami félagsskapur boðar að kynin séu ekki tvö heldur óteljandi. Kynjaruglið í leik- og grunnskólum þarf að afskaffa með hraði. Sértrúarsöfnuðir fullorðinna eiga ekkert erindi í skólastarf barna og ungmenna.     

Í skólastarfi þarf menntun að koma í stað meðvirkni með bágindum. Einfalt.

 

 

 

 

 


mbl.is Reiknar í laumi einkunnir eftir gamla kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband