Vond stjórnmál og málskot

Stjórnmál á Íslandi eitruðust við hrunið. Í aðdraganda hrunsins voru stjórnmálamenn og heilir stjórnmálaflokkar falir auðmanninum með hæsta boð. Eftir hrun skolaðist út sumt af spillta liðinu, minnst þó hjá þeim flokki sem duglegastur var að selja sig.

Valdaflokkar eftir hrun, Vinstri grænir og Samfylking, tölu ranglega að bylting hefði skilað þeim stjórnarráðinu. Ekkert er fjarri sanni. Kosningasigur vinstriflokkanna 2009 var niðurstaða lýðræðislegra kosninga. Múgæsing á Austurvelli er ekki bylting, hvort heldur múgurinn sé innan eða utan dyra þinghússins.

Ranghugmynd vinstrimanna að um byltingu leiddi þá út í gerræðisstjórnmál þar sem hnefaréttur meirihlutans skyldi ráða. Og það var eins við manninn mælt; um mitt kjörtímabil var vinstristjórnin ekki lengur með meirirhluta á alþingi. Viljinn til byltingar risti ekki dýpra.

Það er ekki tilviljun að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. missti meirihlutann um sama leyti og Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslur fóru fram. Neyðarréttur þjóðarinnar var virkjaður af forseta Íslands til að stemma stigu við gerræði ríkisvaldsins. Ríkisstjórnin varð að gjalti og gerði ósköp fátt seinni hluta kjörtímabilsins annað en að bíða örlaga sinna.

Málskot, hvort heldur hjá tilteknu hlutfalli þjóðar eða þings, mun ekki verja okkur fyrir vondum stjórnmálum.

Umræðan um málskot er hluti af byltingarhugarfarinu eftir hrun. Við erum með stjórnarskrá sem virkar og fyrirkomulag á neyðarrétti forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar er staðfest með reynslu.

Breytum ekki því sem virkar. Höldum stjórnarskránni óbreyttri.


mbl.is Málskotsréttur sé hjá alþingismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það hefur dregið úr spangóli Esb,sinna á opnum svæðum.Almenningi gafst tækifæri til að heyra og sjá kórinn í útsendingum frá Alþingi fram á sumar.- Samfylking vill auðvitað veikja varnir Íslands með því að breyta Stjórnarskránni.En það verður ekki með sanni sagt að aðilar í Vg. styðji það.Já höldum Stjórnarskránni óbreyttri. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2015 kl. 07:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Best væri auðvitað ef þjóðin gæti sjálf kippt í þennan neyðarhemil fremur en að þurfa að fara með það bónleið til sitjandi forseta hverju sinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2015 kl. 08:02

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Páll Vilhjálmsson!

Svo mæli ég með að menn fari aðeins varlegar í að nota hugtakið "þjóðin". Þetta fer að nálgast pornó þessi ofnotkun á hugtakinu "þjóðin". Ekkert af okkur er íslenska þjóðin. Við erum öll bara minnsti minnihluti hennar, einn einstaklingur, og er það bara gott, því annars væru ekki þingkosningar hér á fjögurra ára fresti.

Þeir sem geta ekki beðið eftir dómi okkar allra þá, ættu allra síst að taka sér hugtakið "þjóðin" í munn. Hér hafa verið gerðar ömurlegar tilraunir til að ýta henni "þjóðinni" til hliðar, með sovéskum ráðum og nefndum. Sem er algert óráð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2015 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband