Mánudagur, 15. nóvember 2021
RÚV-Heiđar: ţađ er ljótt ađ stela
Heiđar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri RÚV sagđi fyrr á ţessu ári ađ ţađ vćri ,,ljótt ađ stela." Tilefniđ var ađ Samherji hafđi án heimildar notađ myndefni frá RÚV til ađ bera af sér upplognar sakir Efstaleitis.
Heiđar Örn tekur viđ starfi fréttastjóra um áramótin. Sitjandi fréttastjóri, Rakel Ţorbergsdóttir, hćttir til ađ geta betur sinnt vinkonum sínum norđan heiđa og sunnan.
Lögreglurannsókn stendur yfir á símastuldi í ţágu RÚV og fréttamenn yfirheyrđir.
Ef Heiđari Erni finnst ljótt ađ nota útsent efni í heimildarleysi vakar spurning hvađa orđ hann noti um ţann gjörning ađ stela síma frá manni í öndunarvél.
Grafarţögn er á Efstaleiti um símastuldinn frá Páli skipstjóra. Samt eru ađalheimildarmenn um stuldinn innanbúđar og hafa gefiđ skýrslu til lögreglu, annađ tveggja sem vitni eđa grunađir.
Heiđar er sennilega í kjallaranum á Efstaleiti međ orđabók á hnjánum. Hann leitar ađ samheitum lýsingarorđs sem byrjar á l.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. nóvember 2021
Gréta og Kylie Jenner
Gréta Thunberg er međ 13 milljónir fylgjendur á samfélagsmiđlinum Instagram. Gréta fóđrar fylgjendur sína međ hamfaratrú og fordćmir neysluhyggju.
Annar ungur áhrifavaldur, Kylie Jenner, er međ 279 milljónir fylgjendur á Instagram. Kylie kennir ungmennum neyslu, munađ og bruđl.
Sjónvarpsmađurinn Bill Maher gerđi samanburđ á Grétu og Kylie sem er upplýsandi um ungmennin sem fylgja ţeim.
![]() |
Hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. nóvember 2021
Heiđur RÚV og glćpurinn gegn Páli skipstjóra
Ađalsteinn Kjartansson hćtti fyrirvaralaust á RÚV föstudaginn 30. apríl síđast liđinn. Ađalsteinn var hćgri hönd Helga Seljan í Namibíumálinu gegn Samherja sem hófst međ Kveiks-ţćtti ţeirra félaga fyrir tveim árum.
Ţegar Ađalsteinn hćtti var RÚV, fréttaskýringaţátturinn Kveikur sérstaklega, í sárum. Tveim vikum áđur hafđi Helga Seljan veriđ synjađ um endurupptöku á úrskurđi siđanefndar RÚV um ađ Helgi hefđi brotiđ alvarlega gegn siđareglum. Ađalsteinn sýndi ekki mikla hollustu ađ yfirgefa sökkvandi skip. En annađ bjó ađ baki. RÚV hafđi fundiđ leiđ til ađ rétta hlut sinn eftir niđurlćgingu siđadómsins. Ađgerđin fól í sér lögbrot.
Ađalsteinn gefur lođin svör í viđtali daginn sem hann hćttir, talar um ,,persónulegar ástćđur" og segist á leiđinni í frí. En strax síđdegis sama dag er Ađalsteinn sagđur kominn á ritstjórn Stundarinnar sem gefur út sérstaka tilkynningu. Bráđnauđsynlegt ţótti ađ vistaskiptin yrđu gerđ opinber fyrir helgina.
Á Stundinni vinnur Ađalsteinn međ stolin gögn úr síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja. Tveim vikum síđar fellur sprengjan: Stundin afhjúpar skćruliđadeild Samherja.
Grein Ađalsteins, og framhaldsfréttir í Kjarnanum og RÚV, tryggđu Helga Seljan, Ađalsteini og RÚV fjölmiđlasigur í Samherjamálinu. Norđlenska útgerđin lyppađist niđur og bađst afsökunar.
En ţađ er einn hćngur á. Fjölmiđlasigurinn fékkst međ glćpsamlegu athćfi, gagnaţjófnađi. RÚV sýndi ásetning og einbeittan brotavilja í ţjófnađi sem var fyrirfram skipulagđur og beindist ađ sjúklingi er enga björg gat sér veitt.
Síma Páls skipstjóra var stoliđ ađfaranótt 4. maí, fjórum dögum eftir ađ Ađalsteinn skipti skyndilega um starfsstöđ, af RÚV yfir á Stundina. RÚV vissi um glćpinn áđur en hann var framinn. Ađalsteinn varđ ađ hćtta á föstudegi ţví eftir helgina átti ađ stela síma Páls skipstjóra á međan hann lá ósjálfbjarga á sjúkrahúsi. Ţađ hefđi vakiđ grunsemdir ef Ađalsteinn hefđi vistaskipti til ađ vinna međ gögnin eftir fullframinn glćp. RÚV-arar héldu sig hafa leikiđ snilldarleik međ ţví ađ selflytja Ađalstein yfir á Stundina kortéri fyrir skipulagđan símaţjófnađ. Skyndiflutningur á fréttamanni ađ vinna međ gögn sem enn er ekki búiđ ađ stela stađfestir á hinn bóginn ađild RÚV ađ ţjófnađi. Dýr er ćran á Efstaleiti.
RÚV var međ siđadóm á bakinu, gat sig illa hrćrt. Helgi Seljan var í veikindaleyfi ađ leika fórnarlamb. Ađalsteinn er gerđur út af örkinni á Efstaleiti, fer yfir á Stundina ţar sem Ingibjörg Dögg systir hans og Jón Trausti mágur eru fyrir á fleti, sem eigendur og ritstjórar. Lokađur hópur örfárra einstaklinga vélađi um í kyrrţey. Ekkert mátti fréttast fyrr en afhjúpun byggđ á ţjófnađi yrđi tilbúin til birtingar. Uppreist ćru RÚV fékkst ađeins međ niđurlćgingu Samherja.
RÚV vissi ađ til stćđi ađ fremja glćp og Stundin er međsek. Opin spurning er hvort starfsmenn RÚV skipulögđu sjálfir glćpinn eđa létu ađra um verknađinn. Lögreglurannsókn sem stendur yfir gćti varpađ ljósi á málsatvik.
Einu sinni afhjúpuđu fjölmiđlar afbrot. Á Efstaleiti stunda menn glćpi og kalla ţađ fjölmiđlun.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. nóvember 2021
Herđa, slaka og útskúfa - veirupólitík
Hćgrimenn eru heldur á ţví ađ slaka á sóttvörnum, en vinstrimenn krefjast yfirleitt harđari ađgerđa gegn farsótt. Frá vinstri hljóma raddir um ađ útskúfa óbólusetta frá samfélaginu. Til hćgri er fremur ţađ sjónarmiđ ađ bólusetning skuli valkvćđ.
Svo er ţađ fagleg nálgun sem Ţórólfur sótti stendur fyrir. Ţar sem ríkisvaldiđ eitt, en ekki fyrirtćki eđa einstaklingar, getur kveđiđ farsóttina í kútinn er faglega ráđgjöfin yfirleitt ađ beita stjórntćkjum ríkisvaldsins og setja hömlur til ađ hindra útbreiđslu.
Ţórólfur sótti reynir hverju sinni ađ fara mildustu leiđina ađ hefta veirusmit og samfélagiđ í leiđinni.
Sóttvarnir eru líkt og lýđrćđiđ ekki spurning um bestu lausnina heldur skástu. Í pólitískri umrćđu, bćđi til hćgri og vinstri, er aftur uppi krafan bestu lausnina. Hún er bara ekki til. Ekki frekar en í mannlífinu almennt.
![]() |
Svandís komin međ minnisblađ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. nóvember 2021
Skáldskapur í Afganistan og Glasgow
Vestrćn ríki vildu trúa blekkingunni um ađ leppstjórn ţeirra í Afganistan réđi yfir margfalt fleiri hersveitum en raun var á. Ógrynni fjár var veitt í draugaherinn.
Leiđtogar vestrćnna ríkja vilja trúa ađ loftslag sé manngert. Haldin er stór alţjóđleg ráđstefna i Glasgow ađ ákveđa hvert hitastig jarđar eigi ađ vera 2050. Milljörđum ofan á milljarđa er eytt í draugafrćđin.
500 vísindamenn birta yfirlýsingu um ađ ekkert tilefni sé til ađ óttast manngerđa hamfarahlýnun. En skáldskapur selur betur en rauntölur og veruleikinn. Bćđi í Afganistan og Glasgow.
![]() |
Skálduđu upp fjölda hermanna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Miđvikudagur, 10. nóvember 2021
Lögreglurannsókn á RÚV
Starfsmenn fréttadeildar RÚV hafa veriđ kallađir i yfirheyrslu lögreglu vegna rannsóknar á einum anga Namibíumálsins. Skyndileg ákvörđun um ađ Rakel Ţorbergsdóttir hćtti sem fréttastjóri er tekin ţegar stutt er í ađ niđurstađa lögreglu verđi heyrinkunn.
Lögreglurannsóknin á RÚV beinist ađ mögulegri ađild starfsmanna fréttadeildar ađ stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja. Gögn úr síma Páls notađi RÚV óspart til ađ ófrćgja Samherja. Lögmađur Samherja kćrđi stuldinn til lögreglu í sumar. Rannsókn hófst ađ loknum sumarleyfum.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var áđur lögreglustjóri og ţekkir til glćparannsókna. Hann undirbýr RÚV ađ svara til saka fyrir tapađ Namibíumál, sem fréttadeildin segir ekkert frá, og niđurstöđu úr lögreglurannsókn á símaţjófnađinum.
![]() |
Rakel hćttir hjá RÚV |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Ţriđjudagur, 9. nóvember 2021
Play er EES og alţjóđvćđingin
Alţjóđavćđing Íslands hefst međ EES-samningnum 1994. Međ ţeim samningi gáfu Íslendingar frá sér drjúgan skerf af fullveldinu, til góđs og ills.
Margir vinstrimenn og kratískir hćgrimenn, Samfylking og Viđreisn, vildu ganga lengra og afhenda Brussel algjört forrćđi yfir íslenskum málum, međ inngöngu í Evrópusambandiđ.
Flugfélagiđ Play er skilgetiđ afkvćmi EES-samningsins. Forseti ASÍ segir félagiđ ,,hćttulegt íslensku launafólki."
Einu sinni studdi ASÍ ađild Íslands ađ ESB.
Hver er stefnan núna?
![]() |
Play er stórhćttulegt fyrirtćki segir Drífa |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Ţriđjudagur, 9. nóvember 2021
Múslímar kljúfa ESB - Pútín hjálpar
Múslímar frá Írak eru í ţúsundavís á landamćrum Póllands, Lettlands og Litháen annars vegar og hins vegar Hvíta-Rússlands. Ţeir vilja komast til Vestur-Evrópu i betri lífsgćđi.
Pólland kćrir sig ekki um múslíma og hefur lent upp á kant viđ Evrópusambandiđ, sem vill ađ Pólverjar og önnur ađildarríki í Austur-Evrópu taki sinn skerf ađ múslímum.
Ágangur múslíma á ESB-ríki í austri eykur klofninginn í Brussel-bandalaginu.
En hvađ eru múslímar frá Írak ađ ţvćlast í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland á leiđ sinni til Vestur-Evrópu?
Jú, segir Telegraph, hér er Pútín Rússlandsforseti ađ verki og bandamađur hans, Alexander Lukashenko í Hvíta-Rússlandi.
ESB seilist til áhrifa í bakgarđi Rússa, Úkraínu, og ybbir sig viđ Hvít-Rússa. Pútín notar á móti múslíma sem mennsk vopn á ţandar taugar Brussel-bandalagsins.
Kaldrifjađ? Já, en kallast öđru nafni stórveldapólitík.
![]() |
Pólverjar stöđva fjölda flóttamanna viđ landamćri |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. nóvember 2021
Öfgaréttvísi
Opinbera ákćru á ekki ađ gefa út nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Í máli Jóns Baldvins, s.k. ,,rassstrokumáli", eru meiri líkur en minni á misbeitingu ákćruvaldsins. Sem, vel ađ merkja, er stjórnađ af konu.
Saksóknari í málinu, Dröfn Kćrnested, segir ,,óvanalegt ađ sýknađ sé í kynferđisbrotamálum ţar sem sjónarvottur er til stađar."
Eina óhlutdrćga vitniđ í málinu, Hugrún Auđur Jónsdóttir, sá ekkert kynferđisbrot. Ef ekkert brot ber ekki ađ ákćra. Einfaldara getur ţađ ekki veriđ.
Nema, auđvitađ, í heimi öfgaréttvísinnar. Ţar jafngildir ásökun sekt samkvćmt ákćruvaldinu.
Ríkissaksóknari, Sigríđur J. Friđjónsdóttir, skuldar ţjóđinni skýringu á ţeirri afskrćmingu réttvísinnar sem er ,,rassstrokumáliđ."
![]() |
Jón Baldvin sýknađur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. nóvember 2021
Hagsćld, óánćgja og fjöldi stjórnmálaflokka
Hagsćldartíminn eftir hrun hófst 2011/2012. Viđ fórum ađ tala um svokallađ hrun. Međ hagsćld vex óánćgja. Sumir óttast ađ verđa eftirbátar ţegar ađrir grćđa á daginn og grilla á kvöldin.
Stjórnmálaflokkar stofnađir á veltiárunum eftir hrun eru m.a. Dögun, Píratar, Viđreisn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn. (Miđflokkurinn ekki talinn međ enda klofningur úr Framsókn.)
Nú ţegar Dögun hćttir starfsemi má hafa ţađ til marks um ađ hagsćldinni sé brátt lokiđ og óánćgjan dvíni.
![]() |
Dögun formlega slitiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)