Milljón króna menn skildu eftir sig sviðna jörð

Frétt brá fyrir í svipinn um að laun lægri en milljón krónur á mánuði myndu auka atgervisflótta frá Íslandi. Gott að það var ekki þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem ýjaði að þeim vandræðum sem hlytust ef það gengi fram að þeir launahæstu í samfélaginu væru í nágrenni við laun forsætisráðherra.

Þeir sem halda því fram að samhengi sé milli launa og atgervis, að ekki sé talað um nytsemi þeirrar iðju sem stunduð er fyrir milljón eða meira á mánuði, þeir hafa ekkert lært af hruninu. Ef eitthvað er virðist öfugt samband milli launa og gildi vinnuframlagsins; þeir sem báru mest úr býtum í útrásinni voru verstu skaðræðismennirnir.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur að þjóðin kaupi þvætting um há laun vegna svokallaðra ábyrgðarstarfa þá er flokknum ekki við bjargandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Audvitad er verid ad mjólka almenning...en sjálfstaedismenn hafa ávalt verid hlidhollir slíkri mjólkun...sbr. kvótakerfid.

Kvóti og bankar voru afhentir bröskurum á silfurfati án endurgjalds og their eftirlitslaust látnir gambla med audin og mergsjúa sín glaefrafyrirtaeki á medan Halldór Ásgrímsson, Davíd Oddsson & co horfdu med velthóknun á.

Hvernig gátu íslendingar kosid thessa flokka sem svo eindregid studdu kvótakerfid og stydja reyndar enn!?  Bjuggust íslendingar virkilega vid ad their mundu njóta góds af stefnu thessara flokka? 

Nú kannski átta íslendingar sig á thví thegar verdmaeti theirra eru ad verda ad engu ad thad hafi ekki verid klókt ad kjósa thessa sérhagsmunaflokka. 

Hlustid á hvad Michael Hudson hefur ad segja hér:

Goggi (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 05:45

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Nú er ég alveg sammála þér Páll.

Þórir Kjartansson, 18.8.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Alvarleiki hrunsins er meiri en ég hélt!! -Áskil mér rétt til að vera sámmála pallvill í þessu máli!

Þorsteinn Egilson, 18.8.2009 kl. 12:00

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þorsteinn, ég held að alvarleiki hrunsins hafi ekki birst okkur að neinu ráði ennþá. Hrunið er eins og borgarísjaki. Við sjáum bara 10%. 90% bíða þess að komast upp á yfirborðið.

Björn Birgisson, 18.8.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband