Púðurtunna við Eystrasalt

Hagkerfi Eystrasaltsríkjanna eru púðurtunna sem gæti sprengt í sundur vonir um að kreppunni fari að ljúka í Evrópu, skrifar dálkahöfundur Financial Times Gideon Rachman. Allsherjarsamdráttur er í hagkerfi þessara þriggja smáþjóða sem binda vonir við að komast inn í samfélag Vestur-Evrópuþjóða eftir langa dvöl í forsælu Sovétríkjanna heitinna.

Til að bjarga sér þyrftu þessar þjóðir að gjaldfella myntina sína. En þar stendur hnífurinn í kúnni.

One way to ease the pressure might be to devalue local currencies and so boost exports. But the Baltic states are all grimly hanging on to their "pegs" - fixed exchange rates with the euro. In Latvia about two-thirds of private loans have been taken out in euros. The government fears that devaluation would bankrupt many citizens. But wage cuts could simply provide an alternative route to bankruptcy.

Latvia's paymasters - the EU and the IMF - seem divided. The IMF has been open to the idea of scrapping the peg. Brussels is firmly against, fearing that it would trigger currency instability, bank failures and competitive devaluations across the EU.

Og svo eru til Íslendingar sem vilja endilega gera landið að Eystrasaltsríki á miðju Atlantshafi.

Hér er greinin í heild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Vakti athygli hjá mér setningin Brussels is firmly against, fearing that it would trigger currency instability, bank failures and competitive devaluations across the EU. Hér er mjög áhugaverð staðhæfing. ESB verður, eins og gefur að skilja, að hugsa um heildina fyrst og fremst. Það er því augljóst að stundum verður að fórna peðum heildinni til hagsbóta og þá spyr maður sig, hversu stór hluti af heildinni er 320.000 manns. Hagsmunir smærri þjóða hljóta alltaf að líða fyrir hagsmuni þeirra stærri. Nú standa mörg hinna smærri aðildarlanda frammi fyrir erfðileikum og áhugavert að sjá hvernig þeim ferst og hvaða aðkomu Brussel hafði að því hvernig ástandið þróast.

Jón Lárusson, 4.8.2009 kl. 14:17

2 identicon

Bara kutta á allt þetta og síst að láta sér detta í hug eitthvert Eistrasaltskjaftæði. Þvílíkt rugl. Getum við ekki skoðað þann kost að fá að vera fylki í bandaríkjunum?

spritti (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:50

3 identicon

Hér mun krónan koma okkur til bjargar, sama króna og var dæmd ónýt af mörgum ESB sinnanum nýverið. Leiðrétting gengisins mun gera það að verkum að við getum selt vörurnar okkar á meðan ESB ríki munu eiga í sífellt meiri vandræðum því vörur þeirra geta ekki keppt á alþjóðamarkaði. Ísland mun þess vegna eiga auðveldara með og komast hraðar út úr kreppunni en ella. Ég er alfarið á móti upptöku Evrunnar af þessum sökum og held við höfum ekkert að gera með að spyrða okkur við sveiflur í efnahag stærri landa enda eigum við fátt sameiginlegt efnahagslega við þau.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:00

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Hér er meira um Lettland, grein eftir F. William Engdahl

Hann segir mikil átök bak við tjöldin milli IMF og EU um hvort halda skuli bindingunni við evruna. En aðalatriðið er að hvorki IMF, né EU hafa neina útgönguleið fyrir Lettland. 

Ólafur Eiríksson, 4.8.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband