Ögmundareymd

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður hér í þrjú til fimm ár að ráðskast með efnahagsstjórnun íslenskra stjórnvalda. Hvorki sjóðurinn né fulltrúar hans hafa nokkurn metnað til að gera Ísland að varanlegri hjálendu útlends valds. Peningakallar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins pæla í hagstærðum næstu missera og fara síðan heim. Í dyragættinni eru aftur annars konar kallar, þeir sem eru að byggja stórríki Evrópu. Þeir láta sér í léttu rúmi liggja hvernig stundarhagur blasir við. Evrópusambandskallarnir hugsa í áratugum og þeir ætla sér Ísland, eins og þráfaldlega hefur komið fram.

Ögmundur Jónasson ráðherra og einn höfundur núverandi ríkisstjórnarsamstarfs skrifar grein í Morgunblaðið í dag og kvartar undan valdsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í framhjáhlaupi getur Ögmundur þess að hann ætli að greiða atkvæði sitt tillögu um að við sækjum um aðild að Evrópusambandinu.

Heldur Ögmundur að Íslendingar séu fífl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Krosstré hefur brugðist. Ég hef löngum haft mikið álit á Ögmundi. Þetta er ótrúlegra en flest sem er að gerast hjá VG þessa dagana. Uppdráttarsýkin virðist óumflýjanleg sem er mörgum okkar sem kusum VG með öllu óskiljanlegt.

Sigurður Sveinsson, 22.6.2009 kl. 12:07

2 identicon

Ég er búinn að lesa þessa grein þrisvar,og ég skil ekki Páll hvernig þú ferð að skilja þetta svona.Að mínu áliti er Ögmundur mjög hreinn og beinn,og ekki gat ég lesið það út úr viðtalinu að hann ætlaði að samþykkja okkur inní þetta bölvaða ESB,,,en ef svo verður hjá Ögmundi þá er hans stjórmálaferill liðin undir lok.

Númi (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband