Vantraust á ESB eykst meðal þjóðarinnar

Vantraust Íslendinga á Evrópusambandinu eykst um tíu prósentustig frá desember í fyrra samkvæmt könnun MMR. Alls sögðust 32,4 prósent vantreysta ESB í fyrra en nýja mælingin segir að 42,4 prósent þjóðarinnar vantreystir Evrópusambandinu. Að sama skapi fellur hlutfall þeirra sem treysta ESB úr liðlega 25 prósentum í 20 prósent.

Reynsla allra Evrópuþjóða er að eftir því sem umræðan um Evrópusambandið vex minnkar stuðningurinn við Sambandið. Þessi mæling MMR staðfestir að sama lögmálið gildir á Íslandi.

Krafan er að við greiðum um það þjóðaratkvæði hvort við eigum að sækja um áður en alþingi leyfir sér að álykta að um umsókn. Á morgun er á dagskrá þingsályktunartillagan um umsókn og réttast væri að meirihluti þingsins vísaði tillögunni frá.


mbl.is Fáir treysta fjármálakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Það er hægt að segja með einu orði, hvers vegna ESB aðild kemur ekki til með að laga eitt né neitt hér á landi, eða verða til þess að við lendum ekki í svona ástandi aftur:

ÍRLAND

Jón Lárusson, 27.5.2009 kl. 15:50

2 identicon

Ég treysti Evrópusambandinu lítið vegna þess að ég þekki það lítið. Ég vil samt að við sækjum um aðild, til að geta kosið um eitthvað sem hönd á festir. Þó maður beri lítið traust til einhvers þá þýðir það ekki að maður vantreysti því.

Vantreystu augum þínum ef það sem þú sérð er sniðið að raunveruleikanum sem hentar þér best.

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Nú er rúm vika í að kosningar til Evrópuþingsins hefjist. Það verður spennandi að fylgjast með gengi Íhaldsmanna í Bretlandi, en stóra kosningaloforð þeirra er að Bretar fái að greiða atkvæði um Lissabon samninginn í þjóðaratkvæði.

Hafi þeir sigur verður bið á að Blair fái nýja forsetastólinn sinn.

Haraldur Hansson, 27.5.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nafni, ennþá betri ástæða til að ganga ekki þetta tröllabandalag er:

ÍSLAND

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 16:18

5 identicon

??????

Þessi frétt er ekkert um traust til ESB!  Hún er um að fáir treysta lykilstofnunum íslenska ríkisins.

Hvernig er hægt að lesa ESB útúr öllu?

Jódís (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög merkileg frétt frá Haraldi hér á undan, nokkuð sem mér hafði sézt yfir. En það kallast líka á við grein Frosta Sigurjónssonar, Mikil óánægja með ESB í Bretlandi, þar sem fram kemur, að ný skoðanakönnun um viðhorf til Evrópubandalagsins, sem gerð var á vegum The TaxPayers Alliance í Bretlandi, "leiðir í ljós mikla andstöðu við Lissabon sáttmálann (62% á móti, 28% með). Svarendur eru jafnframt andsnúnir upptöku evru (75% á móti, 23% með) en andstaðan við evru hefur ekki mælst svo mikil áður." (Sjá nánar þessa grein Frosta, fleiri gleðifréttir þar fyrir EB-dindlana!)

Einhver myndi nú orða þetta svo, að Brussel-klíkan sé "in deep shit."

En varast skulum við eitt, Íslendingar: að kommissaraveldið er líklegt til að freista þess að kaupa Breta til þægðar við sig um Lissabon-sáttmálann með því að heita að gjalda þeim í staðinn stóran skammt af íslenzku fiskimiðunum, þ.e.a.s. ef þeim tekst (með Breta hjálp) að narra okkur sakleysingjana inn í þetta ofurbandalag.

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 16:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo gleymdi ég alveg að þakka honum Páli fyrir greinina! Geri það hér og nú. Og sá viðbótarþanki má fylgja með, að fari svo hörmulega, að Íslendingar samþykki yfir sig EB-innlimun, þá er alveg ljóst af þessari skoðanakönnun meðal þjóðarnnar, þar sem einungis 20% Íslendinga treysta Evrópubandalaginu (EB, ESB), en 42,4 vantreysta bandalaginu, að við værum að gera það gegn okkar betri vitund að ganga þar inn – eða beinlínis þvinguð til þess, skv. þessum viðhorfum þjóðarinnar.

PS. Jódís virðist alveg úti á þekju. Ég vona að þetta sé ekki hún Jódís frænka mín.

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 16:38

8 Smámynd: Jón Lárusson

Írland er þegar inni í sambandinu og fyrst þetta kom fyrir hjá þeim og þeir geta ekki lagað þetta vegna ESB aðildar, þá erum við ekkert betur komin þar inni heldur en fyrir utan. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að við séum betur stödd utan þar sem við höfum þó alltaf möguleika á að bregðast við.

Svo er náttúrulega alltaf hægt að deila um það hvort íslenskir stjórnmálamenn hafi þroska til að sinna okkar málum, en það er ekki eitthvað sem lagast við ESB aðild því báknið í Brussel mun ekki sinna okkur neitt betur.

Jón Lárusson, 27.5.2009 kl. 16:38

9 identicon

Jú Jón Valur - ég er einmitt náfrænka þín!

Elsku frændi, viltu sýna mér hvar ESB kemur fyrir í þessari frétt sem Páll bloggar um:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/27/fair_treysta_fjarmalakerfinu_2/ 

Jódís (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 18:02

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæl, mín kæra Jódís. Ég heyrði einmitt þessa frétt í útvarpi í dag. Páll skrifaði þetta ekki út í loftið, hann fer alveg rétt með. En þú ert sjálf að beina hér athyglinni að undarlegri vöntun í þessari Mbl.is-frétt. Ef þar verður ekki sagt frá þessum mjög svo athyglisverða þætti könnunarinnar, verður það að teljast undarleg ekkifréttamennska.

Með kærri kveðju til þín og þinna, og varaðu þig á EB-hugmyndaáhrifunum frá Bifröst í Borgarfirði, þar sem hún Bryndís systir þín hefur náð miklum frama og eflaust að verðleikum, en hefur sennilega smitazt af EB-tízkunni.

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 18:30

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tölurnar um vantraut á ESB eru á bls. 3 í pfd-skjali sem fylgir fréttinni.

Páll Vilhjálmsson, 27.5.2009 kl. 19:40

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þarna er þetta allt svart á hvítu, Páll. Þakka þér!

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 20:05

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Valur: Ég var kannski ekki nógu skýr en átti við gengi íhaldsmann í Bretlandi. Það er aukinn þrýstingur á Brown að boða til kosninga þó ár sé eftir af kjörtímabilinu. Líkur á kosningum í sumar voru taldar 50/50 í apríl en hafa aukist nokkuð síðan.

Financial Times segir um David Cameron: "If the Conservatives won, he stated, they would hold a national referendum on the Treaty of Lisbon by October, and lead a “no” campaign against it."

Haraldur Hansson, 28.5.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband