Stjórnmál undirferla

Framtíð Íslands á að ákveða á bakvið luktar dyr. Samfylking með undir þriðjungsfylgi meðal þjóðarinnar kemst upp með að þagga umræðuna um hvernig og á hvaða forsendum flokkurinn ætlar að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í lýðræðisríki er fáheyrt að baktjaldamakk sé stundað með þjóðarhagsmuni sem engin leynd ætti að vera yfir. Subbuskapur sem aðrir stjórnmálaflokkar líða Samfylkingunni er ótrúlegur. 


mbl.is Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þagga niður umræðuna um hvernig...?  Fólk getur nú víst haft uppi umræðu um þetta þó það sjái ekki akkúrat í dag hvað stendur í plagginu.

Margrét Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:09

2 identicon

Það var alveg ótrúlegt að heyra tilsvör Jóhönnu í kvöld varðandi Maastricht skilyrðin. hún sér enga ástæðu til þess að færa rök fyrir máli sínu og það er óhugnanleg þróun.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:41

3 identicon

Kratarnir hafa sko ekki þaggað niður umræðuna.  Trúboðarnir þeirra í útvörpum og sjónvörpum hafa staðið sig giska vel.

Leyfum þeim að lesa plaggið áður en við fáum að vita innihaldið.  Þetta eru tveir dagar enn eða svo. 

Drögum andann og róum okkur niður.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:43

4 identicon

Það er of mikil hætta að ef að fólkið í landinu veit of mikið þá getur það farið að skipta sér af og haft áhrif á þetta allt saman. Hugtakið ríkisleyndarmál á að vera jafn fjarstæðukennt og ríkissamsæri.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:54

5 identicon

....svo fær þjóðin að eiga síðasta orðið þegar búið verður að matreiða þetta dót rétt ofan í hana og spurt verður um eitthvað með einum svarmöguleika.

Eini maðurinn á Íslandi sem hefur opinbert leyfi til að svara sömu spurningunni á marga vegu er fyrrverandi iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson, hann skipti um skoðun amk þrisvar ef ekki fjórum sinnum í sambandi við virkjunarmál á sínum stutta ferli sem iðnaðarráðherra.

Enn er Samfó með iðanaðarráðuneytið, og enn er ekki hægt að koma með ákveðið svar hvort eigi að virkja eða ekki. Katrínu Júl. vantar "rammaáætlun"!!!!!! Af hverju var forveri hennar og flokksbróðir ekki löngu búinn að búa þetta til?

Össur á eftir að klúðra þessu ESB máli eins og öllu öðru sem hann kemur nálægt.

joi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:38

6 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Samfylkingin er ekki hæf til þess að vera í ríkisstjórn, jóhanna er ekki hæf sem forsætisráðherra, Ísland hefur ekkert að gera í ESB, valdníðslustjórn Jóhönnu hefur tekið völdin, og hún hefur algert hreðjatak á Steingrím J sem hefur svikið kjósendur sína út í eitt, margir kusu VG út af andstöðunni á ESB, alveg mögnuð vitleysa.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.5.2009 kl. 23:39

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

O, við höfum einhver ráð  ef SF ætlar að valta yfir okkur.  And-ESB sinnar eru þverpólitískir og hafa því ekki beitt sér hingað til.  En ef við sameinum krafta okkar mun búsáhaldabyltingin blikna í samanburði.

Kolbrún Hilmars, 13.5.2009 kl. 23:47

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Enn eitt gott dæmi um gagnsæi, allt upp á borðið og lýðræðishjalið hennar Jóhönnu. 

Konan er valdasjúk, sem kemur berlega í ljós í því hvernig hún starfar.  Hún veit best, hún kann þetta allt saman en aðrir hafa ekkert vit á málunum, tómir vitleysingar.  Þetta er það sem lesa má út úr orðum hennar og athöfnum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.5.2009 kl. 23:59

9 identicon

Pukur og leynd hvað?

Þetta eru drög að þingsályktunartillögu sem ekki hafa verið lögð fram og ríkisstjórnin er að sýna stjórnarandstöðunni þann trúnað að hafa hana með í ráðum til að hafa bein áhrif áður en tillagan er kynnt opinberlega.

Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að hafa stjórnarandstöðuna EKKI með í ráðum heldur vinna þetta í samræmi við hefðir á Íslandi væri enginn að kvarta enda enginn samráðsfundur farið fram og tillagan í vinnslu inni í einhverju ráðuneyti og birtist svo fyrst þegar hún er lögð fram á þingi.

Hvað munið þið eftir mörgum dæmum þess að fjölmiðlar flytji almenningi fréttir af vinnugögnum eða drögum að þingmálum sem ekki er búið að leggja fram?

Arnar (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband