Efnahagsleg steinöld og siðferðileg skálmöld

Vinstri stjórnin veit á efnahagslega steinöld þar sem atvinnuvegir eru þjóðnýttir og þjóðin skattlögð til andskotans. Í stað verðlausra útrásarpappíra fáum við innihaldslausa stjórnmálapappíra þar sem loforð gefin í dag eru svikin á morgun.

Til að fela málefnaeyðimörk ríkisstjórnarinnar er almannatengslaglassúr sprautað yfir í formi eiturgrænna fornbíla undir ráðherra og ríkisstjórnarfunda á landsbyggðinni. Auglýsingabrellur kaupa ekki stuðning við steinaldarpólitík en staðfesta siðferðilegt gjaldþrot stjórnmálaflokka sem búa til leiktjöld á fyrstu starfsdögum sínum. Erindisleysa stjórnarinnar í íslenskan samtíma er jafnvel ráðherrum svo augljós að þeir verða að fela sig.

Þjóðin verðskuldar ekki vinstristjórn og ríkisstjórnin verðskuldar ekki stuðning okkar. Í haust þrýtur glassúrinn og ríkisstjórnin mun leysast upp í frumeindir sínar. Áður verður stjórnin búin að útdeila bitlingum, efna til innanlandsófriðar með aðildarumsókn að ESB og leggja drög að gjaldþroti atvinnuveganna.

Ísland hefur ekki efni á vinstristjórn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Er það reynslan af hreinum vinstri stjórnum síðustu átján ára sem rekur þig að þessari gagnmerku niðurstöðu? 

Árni Rúnar Þorvaldsson , 13.5.2009 kl. 12:29

2 identicon

Var eitthvað minnst á rannsókn á bankahruninu í málefnasamningi vinstri flokkanna?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Gaman að þessu. þá sérstaklega þar sem þú færir engin dæmi né fylgir þeim eftir síðan með rökum. Skást er að velja sér eina baráttu skýra því næst hvernig stjórnvöld fara að og færa síðan rök fyrir því afhverju það gengur ekki. Því ef maður skrifar í fyrirsögnum sem ala á óskilgreindri hræðslu þá gæti lesandi allt eins hlustað á söng Árna Johnsen. Og það vill enginn.

kveðja.

Andrés Kristjánsson, 13.5.2009 kl. 12:35

4 identicon

Hvað líður rannsókninni? Ég finn til með Steingrími. Á hann að keyra í gegn rannsókn sem m.a. beinist að börnum og tengdabörnum samflokksmanna hans? Mér finnst eiturgræni bíllinn lýsa ákveðinni örvæntingu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 13:21

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Briljant færsla. Jesaja hefði ekki orðað þetta betur.

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 14:48

6 identicon

,,Efnahagsleg Steinöld ,og Siðferðileg Skálmöld,,Þetta er heiti á þessum pistli hjá Páli. Þá spyr ég þig Páll,hverjir sprengdu okkur tuga tuga árum aftur í tíman.Getur það hafa verið Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarmafían,skyldi það vera.?

Númi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:08

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, annað útilokar ekki hitt - né heldur er það svo að annað réttlæti hitt. Pólitísk ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er ekki umdeild, en hún réttlætir ekki svefndrunga þessarar ríkisstjórnar.

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 15:11

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hér fellir Páll þunga dóma yfir glænýrri ríkisstjórninni. Tekur hana eiginlega af lífi. Er ekki hefð fyrir því að dæma um menn og málefni eftir á? Fyrirfram felldir dómar, fullir af fyrirlitningu, eru í besta falli hlægilegir.

Björn Birgisson, 13.5.2009 kl. 16:36

9 identicon

Hingað til hefur samstarf þessara flokka einkennst af endalausu og afskaplega kauðsku lýðskrumi og virðist ekki ætla að verða nokkuð lát á.  Almannatenglar og spunatrúðar þeirra þurfa ekki óttast framtíðarinnar hvað atvinnuskort varðar.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:38

10 identicon

Björn.  Sennilega hefur það farið fram hjá þér að þessir flokkar hafa verið við stjórn í ágætan tíma sem auðvelt er að meta vanhæfni þeirra til starfans.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:43

11 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, það hefur sennilega farið fram hjá þér að þjóðin valdi þessa flokka til forustu þann 25. apríl. Það er víst kallað lýðræði. Kostirnir til stjórnarmyndunar voru ekki margir eftir að Sjálfstæðisflokkurinn var sendur í endurhæfingu.

"Hingað til hefur samstarf þessara flokka einkennst af endalausu og afskaplega kauðsku lýðskrumi " segir þú.

Ég sé nákvæmlega ekkert málefnalegt í þessum tveimur færslum þínum hér að ofan. Óttalegt lýðskrum. Ekkert annað.

Björn Birgisson, 13.5.2009 kl. 16:59

12 identicon

Björn.  Satt að segja eftir að hafa séð nokkur þinna innleggja í gegnum tíðina, þakka ég almættinu fyrir að þér þyki ekkert til minna komið. 

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:20

13 identicon

Alveg vissi ég það að þú hefðir ekki verið að segja satt þegar þú sagðist hafa kosið VG í Silfri Egils á sunnudaginn. Þetta var bara fyrirsl´ttur til að geta komi' inn einhverju erindi á fundinn sem var haldinn á sunnudaginn hjá VG.

Valsól (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:41

14 identicon

Það er furðulegt að segjast hafa kosið VG og vilja svo ekki vinstri stjórn, hvað er að marka svona fólk?

Valsól (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:41

15 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Já, til þess að koma í veg fyrir efnahagslega steinöld og siðferðilega skálmöld af völdum vinstri flokkanna er það auðvitað hin rökrétta niðurstaða að kjósa þann flokk sem er lengst til vinstri. Það segir sig sjálft.

Árni Rúnar Þorvaldsson , 13.5.2009 kl. 18:04

16 Smámynd: Björn Birgisson

......................... hm!

Björn Birgisson, 13.5.2009 kl. 18:06

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andsk***** Farisear getið þið verið. Loksins þegar birtist hér í bloggheimi einn maður sem þarf ekki flokkshækju til að hugsa, þá gangið þið af göflunum og fretið yfir hann lágkúrinni.

Baldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 23:39

18 Smámynd: Björn Birgisson

Ekkert veit maður í sinn haus. Sá sem kýs VG og drullar síðan yfir vinstri stjórn, hvers konar kóni er það? Er ekki betra að hægri höndin viti hvað sú vinstri gerir?

Björn Birgisson, 14.5.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband