Hvort kemur á undan, morðið eða samsærið?

Guðni Elísson skrifar grein í Lesbók Morgunblaðsins í dag og leggur út af brottrekstri tveggja blaðamanna Morgunblaðsins, Þresti Helgasyni og Höllu Gunnarsdóttur. Á Guðna er að skilja að Þröstur og Halla misstu vinnuna að kröfu forystu Sjálfstæðisflokksins. Málflutningur Guðna er langsóttur.

Morgunblaðið berst fyrir lífi sínu. Útgáfufélagið er komið í eigu Íslandsbanka sem leitar að kaupendum. Niðurskurður er á öllum deildum blaðsins og margir hafa misst vinnuna síðustu vikur og mánuði.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði þau tök á Morgunblaðinu sem Guðni vill vera að láta er ólíklegt að núverandi ritstjóri, Ólafur Þ. Stephensen, hefði fengið starfið. Ólafur er ákafur Evrópusambandssinni og málflutningur hans ekki beint í anda forystu flokksins.

Fyrirsögn á pistli Guðna, Andrúmsloft morðsins, er sótt í ummæli ættuð úr kalda stríðinu. Stjórnmálabarátta þess tíma var að sönnu óvægin. Enginn var þó myrtur, svo vitað sé. Guðni líkir stöðu opinberrar umræðu í dag við kaldastríðstímann en það er óravegur á milli. Stjórnmálaflokkarnir höfðu heljartök samfélaginu á tímum kalda stríðsins. Í dag eru aðstæður allar aðrar og fleiri sem um véla. Ótti og atvinnumissir eru ekki nægilegar forsendur fyrir samlíkingunni. Ótti er stundum annað orð yfir hugleysi og atvinnumissir verður þegar ekki eru til peningar að borga laun.

Samsærið kemur á undan morðinu. Ekki öfugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir ekki í Færeyingasögu: "Þeir drápu hann fyrst og myrtu síðan"?

Þar var drápið á undan samsærinu - svo sögulega fordæmið er til...

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:29

2 identicon

Athyglisvert hver ver alltaf forystu Sjálfstæðisflokksins - sama hvað. - Páll  ahverju gerist þú ekki nógu heiðarlegur til að ganga hreint og beint opinberlega í Sjálfstæðisflokkinn og þá sérstaklega aðdáendaklúbb Davíðs og hugmyndafræðings hans Hannesar Hólmsteins?

Gunnar (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vona svo sannarlega að Mogginn lifi af. Hann er gamall og gróinn fjölmiðill sem landsmenn lesa hvar sem þeir eru í stjórnmálum.

Ég er félagi í Samfylkingunni og alls ekki sammála öllu sem Mogginn hefur fram aðfæra, en það er bara allt annað mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við brotthvarf Þrastar missir Guðni spón úr ask. Hann eins og margir aðrir "post-módernistar" (skortur á betra orði) hafa átt greiðan aðgang að Lesbók Moggans eftir að Þröstur tók við henni. Þeir hafa markvisst breytt Lesbókinni í pólitískt áróðursrit skreytt með umfjöllun um dægurmenningu.

Þessi breyting hefur ekki orðið Morgunblaðinu til framdráttar. Lesendurnir sem reynt var að höfða til borga ekki fyrir dagblöð. Í hugum þeirra eiga dagblöð að vera ókeypis og fréttir eiga að vera grunnar og hraðlesnar, því þá er svo miklu auðveldara að spinna utan á þær. 

Ritstjórn Þrastar hentar betur inní akademísku umhverfi en á dagblaði. Kannski hann taki bara að sér að ritstýra Stúdentablaðinu og koma því upp úr þeirri holu sem það er nú í.

Ragnhildur Kolka, 22.2.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband