Hringalaga þríhyrningur ESB-sinna

Veikir stjórnmálaflokkar leita að stórum hugmyndum til að breiða yfir lítið innihald. Samfylkingin var stofnuð sem lægsti samnefnari þriggja flokka. Framsóknarflokkurinn gafst upp á sögulegu erindi sínu sem málsvari landsbyggðar og náði aldrei fótfestu sem þéttbýlisflokkur. Báðir þessir flokkar fela sig á bakvið stærstu hugmyndina í samtímastjórnmálum: Evrópusambandsaðild.

Stórar hugmyndir eru hættulegar og því hættulegri sem þær fá veigameira hlutverk. Kommúnisminn lék íslenska vinstrimenn grátt upp úr miðri síðustu öld og frjálshyggjan stútaði orðspori margra hægrimanna haustdagana 2008 þegar bankarnir hrundu.

Margir þeir sem í orði kveðnu aðhyllast aðild Íslands að Evrópusambandinu vita að aðild hentar okkur engan veginn. Söguleg rök og fjárhagsleg, félagsleg rök og staðreyndir um fullveldisframsal mæla gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Í hljóði hefur Samfylkingin viðurkennt að innganga í Evrópusambandið er ekki á dagskrá með því að setja ekki fram samningsmarkmið okkar þrátt fyrir flokkssamþykktir sem kveða á um skilgreiningu markmiða. Framsóknarflokkurinn ákvað í gær að ganga skrefinu lengra og setja það sem skilyrði að Ísland yrði undanþegið sjávarútvegsstefnu ESB.

Sjávarútvegsstefna ESB var ákveðin rétt fyrir upphaf aðildarviðræðna við Noreg, Danmörku, Írland og Bretland í byrjun áttunda áratugarins. Sjávarútvegsstefnan er með sömu markmið og landbúnaðarstefna ESB. Stefnan hefur verið áréttuð í sáttmálum sem sambandið hefur samþykkt síðar, nú síðast Lissabon-sáttmálanum.

Að biðja ESB um að undanskilja sjávarútvegsstefnuna í aðildarviðræðum við Ísland er að biðja um hringlaga þríhyrning. Samþykkt Framsóknarflokksins frá í gær undirstrikar að greindasta fólkið í íslenskum stjórnmálum býr á öðrum bæjum.

ESB-sinnar eru eins og þjófur sem í undirmeðvitund sinni vill vera staðinn að verki til að geta játað syndir sínar og hafið nýtt líf.

Við næstu kosningar mun þjóðin standa Samfylkinguna og Framsókn að verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Enginn sem að hefur í alvörunni kynnt sér ESB trúir fagurgala Samfylkingar um hvað Íslendingar verði stórir og áhrifamiklir innan ESB, eins og að öll Evrópa muni falla að fótum okkar bara af því að við hinir miklu Íslendingar viljum ganga inn. Mér finnst frekar sérstakt að nú kýs Framsóknarflokkurinn að setja ESB aðild á dagskrá með undanþágum sem að vitað er að munu ekki fást. Það er innan við mánuður síðan að sjávarútvegsstjóri ESB fullyrti að meiriháttar tilslakanir frá því meginmarkmiði ESB um sameiginlega nýtingu fiskistofna fengjust ekki, ef að Ísland sækti um ESB.

Hvað varðar frjálshyggjuna þá hefur hún orðið fyrir skakkaföllum vegna fámenns hóps auðmanna sem að gekk of langt. Þeir fóru að reyna að gera hluti sem að þeir einfaldlega réðu ekki við. En mundu að lengst af gekk frjálshyggjan mjög vel og hafði í för með sér mjög langt hagvaxtarskeið sem að bæði fyrirtækin og fólkið í landinu naut góðs af. Ekki dæma frjálshyggjuna bara eftir endinum sem á að hluta til rætur sínar að rekja til kreppu sem að nær langt út fyrir landsteinanna og hefur nákvæmlega ekkert með frjálshyggju að gera. Það er eins og að dæma alla bókina bara eftir endinum. Þó svo að bók endi illa þarf ekki að vera að allt sem að er skrifað í bókina sé alslæmt.

Jóhann Pétur Pétursson, 17.1.2009 kl. 13:35

2 identicon

Norskir blaða menn eru óvanir því að ráðamenn vilji ekki svara spurningum þeirra.  Þessu kynntust þeir hér á landi á dögunum. 

Það alsiða hér að blaðamenn spyrji ekki spurninga. 

Þeir taka við uppskriftum frá stjórmálamönnum einkum og sér í lagi ef þeir eru inni á ESB línunni. Það kalla þeir lýðræðislega umræðu. Sé aftur á móri eitthvað í textanum um neikvæðar hliðar ESB kalla þeir það áróður og birta ekki.

Umræðan hér um ESB er spurning um stemming en ekki staðreyndir.

- Mer stemning enn realiteter på Island.

- Men vi uttrykte en viss forståelse for Haardes tilnærming her, hvor situasjonen er så ulik den i Norge, sier Haga.

- I Norge hadde vi tatt folkeopplysningen på alvor. Her på Island er det et tempo i prosessen som gjør at man kan bli tatt mer av en stemningsbølge, enn av realiteter. Haarde mener en søknad kan gi en pustepause.

101 (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband