Tilbođ Rússa: Nató-ríki fái hluta Úkraínu

Rússar gerđu Nató óformlegt tilbođ í víkunni um skiptingu Úkraínu. Nató-ríkin Pólland, Rúmenina og Ungverjaland fái stór landssvćđi í vestri og suđri, Rússland alla Austur-Úkraínu og allt land viđ Svartahaf, Odessu-borg međtalin. Garđaríki hiđ forna yrđi endurreist međ Kćnugarđ sem höfuđborg nćrsveita; héti Úkraína en vćri í raun smáríki á borđ viđ Lúxemborg.

Medvedev fyrrum Rússlandsforseti og einn af ćđstu Kremlarherrum á eftir Pútín forseta kynnti óformlega tilbođiđ og birti landakort af nýrri skipan mála.

Tilbođiđ fćr litla sem enga umfjöllun á vesturlöndum. Vestrćnir fjölmiđlar gera enn ráđ fyrir ađ Selenskí forseti marséri til Moskvu og leggi Pútín ađ velli. Ţeir sem fylgjast međ vígvellinum vita aftur ađ klukkan glymur Kćnugarđi en ekki Kreml.

Rússar hafa í austurhéruđum Úkraínu brotist í gegnum ađalvarnir Úkraínuhers. Á nćstunni má búast viđ ađ ć stćrri landsvćđi falli Rússum í skaut. Fyrir skemmstu bjuggust flestir viđ ađ Rússar létu af sókn sinni er ţeir kćmu ađ Dnípró-ánni sem sker Úkraínu í tvennt. Kort Medvedev gefur aftur til kynna ađ matarlyst Rússa hafi aukist. Velgengni á vígvelli býr til kröfur um meira herfang.

Pólverjar, Rúmenar og Ungverjar eiga landakröfur á Úkraínu, byggđar á ađstćđum fyrir fyrra stríđ. Sígilt er ađ breyta landamćrum međ friđarsamningum. Danir, svo dćmi sé tekiđ, töpuđu syđsta hluta Jótlands til Ţjóđverja eftir Slésvíkurstríđiđ 1864. Í friđarsamningum íhuguđu ţeir ađ bjóđa Ţjóđverjum Ísland og halda meira af landi byggđu Dönum. Ekkert varđ úr ţeim makaskiptum, góđu heilli. Danir fengu tilbaka stóran hluta af töpuđu landi í Versalasamningunum eftir fyrra stríđ.

Í Nató ráđa ekki ferđinni nágrannar Úkraínu. Ţrjú ríki taka helstu ákvarđanir. Bandaríkin annars vegar og hins vegar Frakkland og Ţýskaland. Macron Frakklandsforseti viđrađi tillögur um ađ senda Nató-hermenn á vígvöllinn en fékk afsvar frá Ţjóđverjum. Bandaríkin ljá ekki máls á beinni ađild. Sérhćfđir Nató-hermenn starfa í Úkraínu en ţeir eru flokkađir sem málaliđar. Opinber stefna Nató er ađ slavnesku blóđi skuli úthellt í austri.

Stađa Úkraínu er enn ekki ţađ slćm ađ vilji sé til ađ semja viđ Rússa. Litlar líkur eru á ađ Úkraínuher stöđvi framrás Rússa. Spurningin er hve lengi er hćgt ađ tefja. Bandaríkin taka líklega enga stóra ákvörđun um Úkraínu fyrr en ađ afloknum forsetakosningum í nóvember. Nái Trump kjöri gćti Nató veriđ úr sögunni, segir í Telegraph. Án Bandaríkjanna og Nató er stjórnin í Kćnugarđi dauđadćmd. 

Rússneska kortiđ sem sýnir skiptingu Úkraínu ađ stríđi loknu er diplómatískt herbragđ. Í einn stađ auglýsir ţađ sigurvissu Rússa. Í annan stađ er ţrem Nató-ríkjum bođiđ land í Úkraínu. Kalt stríđ er milli Póllands og Úkraínu, ţótt ekki fari ţađ hátt. Pólverjar vilja ekki landbúnađarafurđir ađ austan sem keppa viđ heimaframleiđslu. Allir vöruflutningar yfir landamćrin eru torsóttir. Pólverjar vilja gjarnan ,,heim" austurhéruđin gömlu sem Stalín tók af ţeim og lagđi undir Úkraínu eftir seinna stríđ.

Ráđandi öfl í Nató, ţ.e. Bandaríkin, Ţýskalad og Frakkland (međ Bretland í aukahlutverki) taka ekki stórar ákvarđanir ađ sinni, heldur bíđa og sjá hverju fram vindur, á vígvellinum annars vegar og hins vegar alţjóđastjórnmálum. Sum ríki, t.d. Tyrkland og Kína, hvetja til friđarsamninga. Ekki er lengur rćtt um ađ einangra Rússland í alţjóđasamfélaginu. Sú tilraun mistókst.

Mulningsstríđiđ heldur áfram og býr til harđar stađreyndir ţar sem landi er skipt fyrir blóđ. Ţegar friđur kemst á vonum seinna blasir viđ mesta tilfćrsla á landamćrum evrópskra ţjóđríkja frá lokum seinna stríđs. Reginmunur verđur ţó á. Enginn spurđi eftir ţýska uppgjöf voriđ 1945 til hvers stríđiđ var háđ. Seinna stríđ var nánast barátta góđs og ills. Úkraínustríđiđ er ţađ ekki, ţótt sumir láti ţannig. Auđveldlega hefđi mátt koma í veg fyrir ófriđinn. Úkraína sem hlutlaust ríki utan hernađarbandalaga vćri í dag kannski ekki gróđurvin friđsćldar og lýđrćđis en svo sannarlega ekki vígvöllur milljón manna herja.

Til hvers? verđur spurt eftir Úkraínustríđiđ. Sama spurning brann á vörum margra veturinn 1918 er fyrra stríđi lauk. Fyrir hundrađ árum kunnu menn engin svör. Óreiđuöfl fengu byr undir báđa vćngi. Stríđiđ 1939-1945 varđ framhald fyrra stríđs. Ófriđ er auđvelt ađ kveikja, erfiđara ađ slökkva.     

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér ţykir Medvedev rausnarlegur fyrir hönd Pólverja. Úthlutar ţeim mun meira landsvćđi en ţeir höfđu fyrir heimstyrjöldina. Ţetta mun ennfremur ýta á Ţjóđverja sem misstu land til Pólverja eftir síđari heimstyrjöldina. Hver veit nema nćsta stríđ verđi háđ milli Pólverja og Ţjóđverja.

Ragnhildur Kolka, 10.3.2024 kl. 12:01

2 Smámynd: Guđmundur Böđvarsson

Og ekki má gleyma ađ Krúsjoff gaf samlöndum sínum í Úkraínu Krímskagann blindfullur á 10 ára sigurafmćlinu 1954..

Guđmundur Böđvarsson, 10.3.2024 kl. 16:41

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ţađ er löngu kominn tími á ađ Nató blandi sér í stríđiđ međ afgerandi hćtti og sendi herliđ til höfuđs ţessum brjálćđingi í Kreml. Annars mun Pútín valta yfir Eystrasaltslöndin og Finnland.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.3.2024 kl. 21:43

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jósef, Eystrasaltslöndin og Finnland eru í NATO. Ef Pútín rćđst á ţau er hann kominn í stríđ viđ NATO. 

Wilhelm Emilsson, 10.3.2024 kl. 23:29

5 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Ég efast um ađ hvorki Nató né Rússland hafi slíka sjálfseyđingarhvöt ađ byrja 3. heimsstyrjöldina sem gćti auđveldlega fariđ útí kjarnorkustyrjöld - heimsendi.

Gunnar Rögnvaldsson, sem hefur veriđ glöggur skýrandi um árabil heldur ţó ađ klikkunin sé meiri NATÓ megin ađ byrja á slíkri vitleysu.

Ţađ sem er rétt í ţví sem Jósef Smári gefur sér, er ađ Rússland virđist búiđ ađ styrkjast á ţessum stríđsrekstri. Allt sem ESB og NATÓ hafa gert hefur virkađ öfugt, veikt ţau meira en Rússland, ţó almenningur í Rússlandi líđi einnig fyrir og jafnvel elítan í Rússlandi. Hann telur ađ Pútín valti yfir Eystrasaltslöndin og Finnland ef ţau ráđast ekki á hann ađ fyrra bragđi. Ja, víst er ađ viđ fáum gereyđingarstyrjöld ef Nató rćđst á Rússland. Ţađ vćri kannski ágćtt ađ ţurrka mannlífiđ út af ţessari jörđ, hvílíkur helvítis sori, međ Metoo, og wokerugli. Slíkt er andstćtt öllum trúarbrögđum, nema satanískum femínisma.

En ef af ókunnum ástćđum heimsendir yrđi ekki ţrátt fyrir slíka árás á Rússland, ţá eru margir vinir hans sem bíđa í röđum, í Kína, Norđur Kóreu, jafnvel víđar.

BRICS löndin eru fjölmennari ađ mannfólki en Vestriđ, og ţar verđur brátt mun meiri velmegun. Vesturlönd eru búin ađ vera.

"Góđa fólkiđ" sem vildi friđ um 1980, sem kom á jafnađarstefnunni í Svíţjóđ, sem nú er martröđ og helvíti, ţađ vill núna stríđ. 

Í stađ ţess ađ lćra af eigin mistökum ţá er ţađ hrokinn sem á ađ ráđa.

Ingólfur Sigurđsson, 10.3.2024 kl. 23:47

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt Wilhelm og ţess verđur ekki langt ađ bíđa ađ Úkraína verđi ţađ líka. En ég held ađ ţađ stoppi Pútín ekki. Ţessvegna er betra ađ vera á undan. Međan Natoríkin halda ađ sér höndum er ţetta ekkert nema fjáraustur til Úkraínu.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.3.2024 kl. 06:54

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ţessi tillaga Rússa ćtti ađ gleđja marga nágrana Úkraínu og hefja hiđ forna Garđaríki til vegs og virđingar sem spennandi ferđamáls, ţó hlutur Hvíta-Rúslands mćtti vera meiri ađ mínu mati í ţessari nýju tillögu.

Jónatan Karlsson, 11.3.2024 kl. 07:05

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil ţín sjónarmiđ, Jósef. Ég held samt ađ yfirstjórn NATO sé ekki tilbúin ađ taka áhćttuna ađ ţriđja heimsstyrjöldin brjótist út vegna Úkraínu.

Wilhelm Emilsson, 11.3.2024 kl. 21:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband