Vondir fjölmiðlar, verri blaðamenn - 2 tillögur

Almennt er lélegt ástand á íslenskum fjölmiðlum. Þeir eru flestir hverjir hlutdrægir og óvandaðir í vinnubrögðum. Blaðamenn líkjast æ meira almannatenglum og hanna atburðarás fremur en að segja fréttir.

Aiden White á Ethical Journalism Network dregur saman 5 kjarnaatriði blaðamennsku. Atriðin fimm eru samþjöppun á um 400 siðareglum blaðamanna á alþjóðavísu.

1. Nákvæmni, byggja fréttir á staðreyndum og fara rétt með.
2. Sjálfstæði, vera ekki málpípa.
3. Óhlutdrægni, segja frá báðum (öllum) hliðum máls.
4. Mannúð, upplýsa en ekki meiða.
5. Ábyrgð, leiðrétta og viðurkenna mistök.

Íslenskir blaðamenn kolfalla reglulega á öllum 5 kjaraatriðunum og gera ekkert til að bæta sig. Fagleg umræða blaðamanna er í skötulíki.

Lélegu fjölmiðlarnir íslensku vilja ríkisframlag til að auka framboðið af vondri blaðamennsku. Það yrði bjarnargreiði við þjóðina að rétta fjölmiðlum fjármuni til að villa og trylla umræðuna.

En tvær tillögur má ræða.

Í fyrsta lagi að kippa RÚV af auglýsingamarkaði. Auglýsingafé leitaði þar með til annarra miðla sem bættu þar með afkomu sína. Að vísu færi drjúgt til Facebook og Google en við búum ekki í fullkomnum heimi.

Í öðru lagi að fjármagna samkeppnissjóð þangað sem fjölmiðlar/blaðamenn gætu sótt um til að vinna að tilteknum afmörkuðum verkefnum. Fagráð færi yfir umsóknir og veitti fé til verðugra. Fagleg vitund ykist við þetta fyrirkomulag og veitir ekki af. 


mbl.is Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Þetta er ekkert flókið. Eina sem gera þarf er að breyta lögunum um nauðungarsköttunina til handa DDRUV. Breytingin er þessi: afnema nauðungarsköttunina og setja í þá grein nýjan texta sem segi fyrir um það að þessi ríkisstofnun skuli reka sig á eigin verðleikum allt eins og allir aðrir fjölmiðlar landsins. Þá sé óheimilt að veita fé til stofnunarinnar úr vasa skattgreiðenda/ríkissjóði sama hvað tautar og raular. Hun skal haga rekstri sínum á þann veg að reksturinn beri sig. Takist það ekki þá finna stjórnendur DDRUV leiðir til þess að snúa blaðinu við, að öðrum kosti selja eigur sínar eða leggja reksturinn niður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2017 kl. 17:50

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæl

 Mbl.is er sérstakt málgagn samtaka Semu Erlu Serdar á Íslandi. Skv. því sem segir í fullri alvöru í netmiðlinum þá blasir þetta við litlum írönskum dreng (Leo kallar mbl.is hann til að hræra í tilfinningum lesenda): „Ef við förum aftur til Írans teljum við líklegt að hann verði grýttur til dauða. Þau munu segja að hann sé trúlaus eða kristinn og eigi enga framtíð í Íran, eins og foreldrar hans,“ - Eru þess virkilega dæmi að börn hafi verið grýtt til bana í menningarríkinu Íran? Ef svo er þarf að birta þá frétt ekki seinna en nún svo að heimurinn geti gripið til viðeigandi ráðstafana gegn Persíu.

Mbl.is er sem sé sýnu verra en RÚV.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 21.11.2017 kl. 17:59

3 Smámynd: Aztec

Einar. Allt slæmt er mögulegt í ómenningarríkinu Íran. Reglulega eru menn sem hafa verið sakaðir um samkynhneigð hengdir frá kranabómum, konur grýttar til bana fyrir engar sakir, svo að ekki sé talað um öll "heiðurs"morðin á stúlkum og konum sem eru lögleg skv. sharia-lögum. Svo að hvers vegna ættu islamistarnir ekki að grýta "trúlaus" börn (arab.: "kuffar") til bana? Islam 101.

Aztec, 23.11.2017 kl. 01:52

4 Smámynd: Aztec

Ég veit vel að farsi er talað í Iran, en allir Íranir eru skyldaðir til að læra kóraninn á arabísku. 

Aztec, 23.11.2017 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband