Kosningar sem drepa lýðræði: 10% þátttaka í netlýðræði

Lýðræði batnar ekki með netkosningum, það versnar. Reykjavíkurborg tilkynnir metþátttöku í hverfakosningum: heil 10 prósent atkvæðisbærra tóku þátt. Sem þýðir að 90 prósent sögðu pass, við nennum þessu ekki.

Talsmenn netlýðræðis og auknum fjölda kosninga um stórt og smátt gera þau reginmistök að halda að kosningar jafngildi lýðræði. Svo er ekki.

Lýðræði er ferli þar sem kosningar eru oft, en ekki alltaf, hluti af umræðu. Fjöldi kosninga er ekki mælikvarði á aukið lýðræði. Þvert á móti. Aukinn fjöldi kosninga er merki um óreiðu og upplausn. Eins og Þýskaland á fjórða áratugnum og Ísland eftir hrun bera vitni um. 

Á árdögum lýðræðis, meðal Aþenumanna til forna, kom umræðan fyrst en kosningarnar síðar. Lýðræði án umræðu er eins og þorskur á þurru landi, á sér ekki lífs von.     


mbl.is 76 verkefni valin í íbúakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Held það væri verðugra verkefni að greina hvers vegna svona lítil þátttaka er í þessum kosningum heldur en að túlka niðurstöðurnar sem áfellisdóm yfir aðferðafræðinni. Mín kenning er sú að fólk upplifir þessar kosningar ekki sem eitthvað íbúalýðræði þar sem fólkið hafi einhver völd. Þessi handvöldu verkefni á borgin að sjá um hvort sem íbúar raði þeim í framkvæmdaröð eða ekki.

Íbúalýðræði snýst um miklu stærri ákvarðanir en þetta sýndarlýðræði Dags B Eggertssonar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.11.2017 kl. 12:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef nota skal kosningar sem mælistiku á lýðræði, er það sannarlega ekki fjöldi þeirra sem mælir, heldur þátttaka í hverri kosningu fyrir sig. 10% þátttaka er merki um lítið eða nær ekkert lýðræði.

Þá kemur einnig inní þessa mynd um hvað kosið er. Kosning um mikilvæg málefni vigta meira en kosning um eitthvað sem litlu skiptir. Það er t.d. mikill munur á hvort kosið er um fjárhaldsskuldbindingar ríkissjóðs, sem myndu skerða verulega lífsgæði þjóðarinnar, eða hvort einhver setubekkur skuli vera rauður eða blár og hvort hann skuli snúa í austur eða vestur.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2017 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband