Trump, Macron og vinsældir óvinsælda

Macron var krýndur And-Trump fyrir þrem mánuðum, þegar hann náði kjöri í forsetaembætti Frakklands. Macron átti að vera allt það sem Trump Bandaríkjaforseti er ekki: yfirvegaður, raunsær, sáttfús, orðvar og ekki síst vinsæll.

En nú ber svo við að Trump og Macron njóta álíka vinsælda, hvor í sínu heimalandi, eða um 40 prósent. Macron er við það að klúðra Evrópustefnu sinni sem átti að vera nýtt upphaf ESB.

Á vesturlöndum eru óvinsældir sterkasta pólitíska aflið. Valdstjórn, hvaða nafni sem hún nefnist, Trump eða Macron, er óvinsæl nánast samkvæmt skilgreiningu.

Ástæðan fyrir óvinsældum valdhafa er að kjarnavandinn sem vesturlönd standa frammi fyrir er sjálfsmyndin. Vesturlönd almennt og einstök ríki innan þeirra eru í óvissu um grunngildi og hlutverk í alþjóðasamfélaginu. Það er á vettvangi stjórnmálanna sem grunngildum er telft fram og stefna mótuð. Þegar undirstaðan er ótraust verða stefnumálin fálmkennd. Óánæga vex og óvinsæl stjórnvöld verða regla en ekki undantekning.


mbl.is Meirihluti Frakka óánægður með forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Franska KOSNINGAKERFIÐ  er skömminni skárra

(Þar sem að allir geta boðið sig fram til forseta en kjarninn er greindur frá hisminu með teimur umferðum)

en það Bandaríska þar sme að fólk hefur bara tvennt að velja um;                 asnann eða fílinn.

Jón Þórhallsson, 27.8.2017 kl. 15:16

2 Smámynd: Hörður Þormar

Íhaldsflokkurinn í Bretlandi jók fylgi sitt h.u.b. um 5%

Samt tapaði hann í kosningunum.

Hörður Þormar, 27.8.2017 kl. 15:43

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki gleyma því að Triump nýtur stuðnings 80% republikana og 38 % þjóðarinnar. Macron er kominn undir fimmtungs stuðning þjóðarinnar

Halldór Jónsson, 27.8.2017 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband