Vinstriöfgamenn

Um 500 lögreglumenn eru sárir og slasaðir eftir árásir vinstriöfgamanna í Hamborg í tilefni af leiðtogafundi G20-ríkjanna. Eignatjón almennra borgara hleypur á milljörðum króna.

Þýskir fjölmiðlar greina frá ítarlegum undirbúningi vinstrimanna að hleypa upp fundi leiðtoganna. Öfgahópar fengu m.a. aðstöðu í þýskum háskólum til undirbúningsins.

Guardian segir kröfur uppi um að sérstökum gagnabanka verði komið upp um evrópska vinstriöfgamenn enda nutu þýskir aðstoðar lagsbræðra og systra til óeirðanna. Slagorð öfgamannanna var ,,velkomin til helvítis."

Einhverra hluta vegna hafa fréttir af uppgangi vinstriöfgamanna lítt komist í fréttir á Íslandi. Kannski vegna þess að þeir eru ekki hægrimenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sagt er að Merkel hafi valið fundarstaðinn svo mótmælendur kæmust nær Trump og hann kæmist ekki hjá því að sjá þá og heyra. Það mun þó málum blandið því staðar ákvörðunin var tekin löngu fyrir kjör hans. Obama, sem lofað hafði snurðulausum stjórnarskiptum, hafði þó tíma til að breyta fundarstaðnum í ljósi þeirra óvinsælla sém mögnuð hafa verið upp í Evrópu gegn Trump. Það gerði hann ekki. En hann hefur lagt hvern steininn af öðrum í götu Trump og gott ef hann og hans fólk er ekki á bak við drjúgan hluta þeirra leiðinda sem komið hafa upp frá innsetningu karlsins.

Ragnhildur Kolka, 11.7.2017 kl. 13:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

 Furðulegt að lögreglan skuli ekki hafa beitt meiri hörku á þennan skipulagða glæpalýð sem þarna óð uppi, grímuklæddir sumir. Táragas, hestar og kylfur og skotvopn.

Halldór Jónsson, 13.7.2017 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband