Samfarasamningur Viðreisnar

Sérstakur samfarasamningur verður forsenda löglegs kynlífs, gangi áform Viðreisnar eftir um breytingar á hegningarlögum.

Í stöðluðum samningi verða væntanlega ákvæði um upphaf kynlífs (fyrsta augnatillit, fyrsta snerting); hvaða athafnir skuli koma við sögu og auðvitað hverjir þátttakendur eru. Sólarlagsákvæði um hvenær kynlífi lýkur eru sjálfsögð. Ef aðilar hyggjast stunda kynlíf oftar en einu sinni verður það að koma fram og þá hve oft og hve lengi. Standi hugur til að kynlífið beri ávöxt, hvort heldur tilfinningalegan eða hlutlægan, verður að tilgreina hvernig skuli með ávöxtinn farið.

Tveir vottar hljóta að vera að hverjum samningi, til staðfestu að samningsaðilar séu með ráði og rænu og gangi til verka af fúsum og frjálsum vilja.

Samfarasamningur Viðreisnar smellpassar í tilveruna, - ef við skiljum lífið sem leikhús fáránleikans.


mbl.is Breyta skilgreiningunni á nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Verður ekki öll frigðin flogin og dyggðin login, í leit að penna pappír og vitnum; Ég skil..... 

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2017 kl. 10:56

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Allir bíleigendur eru með tjónaeyðublað í hanskahólfinu svona til vonar og vara. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir fólk að hafa samfarasamning í símanum sínum. Má örugglega búa til app (Samfóappið, því hugmyndin er svo samfóísk) og skrifa undir á staðnum. Engin bið bara sími.

Ragnhildur Kolka, 22.5.2017 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband