Vitlaust-gefið-sósíalismi og full bílastæði í Keflavík

Vinstrimenn ætla að stofna enn einn stjórnmálaflokkinn vegna þess að ,,það er vitlaust gefið." Á sama tíma eru öll langtímastæði við Keflavíkurflugvöll full enda tugþúsundir Íslendinga í útlöndum.

Það er ekki elítan sem er í útlöndum heldur almenningur. Vitlaust-gefið-sósíalismi er stofnaður til að jafna kjörin niður á við. Ótækt er að almenningur leyfi sér þann munað ferðast. Við eigum að sitja heima með sultardropa í nefinu og velta okkur upp úr ímyndaðri eymd.

Um síðustu aldamót stofnuðu vinstrimenn tvo flokka, Samfylkingu og Vinstri græna. Borgarahreyfingin var stofnuð fyrir átta árum; hún klofnaði og varð Hreyfingin og síðar Píratar en sumir urðu að Dögun. Björt framtíð var stofnuð sem klofningur úr Samfylkingu.

Núna er það Sósíalistaflokkurinn sem mætir til leiks undir óopinberu slagorði vinstrimanna: Ónýta Ísland, hvenær kemur þú?


mbl.is Taki rútu eða láti aka sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Undir forystu fyrrum kapítalista Gunnar Sm´+ara Egilssonar sem á að baki eitt stærsta gjaldþrot sögunnar og svo fleiri á eftir því . Þá var hann ekki kommúnisti aldeilis þegar hann var innanbúðar hjá Jóni Ásgeiri. Nú kemur hann fram og heimtar réttlæti fyrir sig eftir að hafa jarmað til alþýðu um að gefa sér pening til að tapa.

Halldór Jónsson, 16.4.2017 kl. 10:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnars Smára Egilssonar ætlaði ég að skrifa 

Halldór Jónsson, 16.4.2017 kl. 10:25

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ánægjulegt að tugþúsundir Íslendinga hafi efni á utanlandsferð um páskana en það breytir ekki þeirri staðreynd að það eru aðrir tugþúsundir Íslendinga sem hafa ekki efni á slíkum munaði og munu aldrei hafa. Þeir eiga varla til hnífs og skeiðar og eiga ekki fyrir mat í lok mánaðar. Þetta fólk þarf sterka málsvara á þingi sem þeir hafa ekki í dag enda núverandi stjórnarflokkar að vinna fyrir aðra en þann hóp. Reyndar eru flestar aðgerðir núverandi rikisstjórnar að vinna gegn þeirra hagmunum þar með talið breytingar á skattkerfinu sem allar miða í þá átt að lækka skatta á þá efnameiri en hækka skatta á þá efnaminni samhliða því að lækka barnabætur og húsnæðisbætur þeirra tekjulægstu. Það hefur því sjáldan verið meiri þörf fyrir öfluga málsvara fyrir fátækt fólk á Íslandi.

Sigurður M Grétarsson, 16.4.2017 kl. 10:29

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað hefur þessi Gunnar Smári forsvarsmaður sosíalista á móti VG?

Jón Þórhallsson, 16.4.2017 kl. 10:48

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigurður M, lágtekjufólk borgar ekki tekjuskatt og vinstriflokkarnir berjast gegn því að gólfið sé afnumið á útsvarinu. Skattahækkunin sem nú er í pípunum beinist að ferðamönnum en vask lækkunin sem fylgir í kjölfarið lækkar útgjöld þeirra lægst launuðu. 

Það er launafólk sem er að nýta sér Páskafríið til að ferðast.

Ragnhildur Kolka, 16.4.2017 kl. 18:32

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei Ragnhildur. Hugmyndir stjórnvalda um skattalækkun gagnast fyrst og fremst þeim hæst launuðu en sennilega mun skattbyrði þeirra lægst launuðu hækka vegna þess að skattleysismörkin munu lækka að raungildi. 

Hvað varðar gólf í útsvari þá kemur það einmitt í veg fyrir að sveitafélög geti laðað til sín hátekjufólk með lágri skattprósentu sem leiðir til þess að húsnæðisverð þar hækki og lágtekjufólkið hrekst til sveitafélaga með hærri skattprósetnu og lakari þjónustu því þau fá ekki skatttekjurnar af hátekjkufólkinu. Að afnema gólf á ústvar leiðir því til skattaskjóla meðal sveitafélaga á kostnað annarra sveitafélaga og það bitnar fyrst og fremst á lágtekjufólki.

Sigurður M Grétarsson, 18.4.2017 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband