Mannát sem helgisiður

Forfeður okkar stunduðu mannát, það er vitað. Nýjar fornleifarannsóknir gefa til kynna að mannátið hafi ekki endilega verið til að metta hungur heldur hluti af helgisiðum.

Mannslíkaminn er heldur rýr af kjöti, svona miðað við aðra algenga dýraskrokka, segir Guardian, og vitnar í fornleifafræðinga sem setja fram tilgátu um helgan tilgang mannáts.

Kristni helgisiðurinn að dreypa á blóði Krists og snæða líkama hans gæti verið arfur frá elstu tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"að dreypa á blóði Krists og snæða líkama hans gæti verið arfur frá elstu tíð".

Ég legg til að hætt verði að nota þessa setningu í Krsitnu helgihaldi.

Jón Þórhallsson, 8.4.2017 kl. 15:31

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Páll, ég les oft pistlana þína, sem eru oft áhugaverðir og þú hefur skarpa sýn á mörg málefni. Þess vegna skil ég ekki hvernig þú getur látið svona þvælu frá þér.

Fyrirmyndina að brauðsbrotningunni, eða sakramenti kvöldmáltíðarinnar, er að finna í guðspjöllunum, þar sem Kristur braut brauðið og bauð lærisveinunum að neyta þess og vínsins, sem trúarviðurkenningu á fórn Krists.

Kvöldmáltíðin er bara útfærsla á þessu boði og hvernig getur hún þá verið einhver arfur frá mannátssiðum í fornöld? Sérstaklega þegar haft er í huga að mannát og önnur villimennska, er eins andstæð kristinni trú og hægt er og þekkt er að ættbálkar Afríku frelsuðust einmitt undan þannig villimennsku við að taka kristna trú.

http://kver.kirkjanokkar.is/kver/kvoldmaltid

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 00:19

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Theódór, ég er líka dyggur lesandi Páls, og gagnrýni hann stundum, en hér er hann einfaldlega að benda á það sem kemur fram í trúarbragðafræðum. Á ensku kallast hugtakið theophagy, sem þýða má sem „guðát". Sir James George Frazer fjallar um fyrirbærið í bók sinni The Golden Bough, sem kom upprunalega út 1890. 

Wilhelm Emilsson, 9.4.2017 kl. 04:47

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það sem að mætti bæta inn í KRISTIÐ helgihald; t.d. í staðinn fyrir þessa setningu sem að Páll vísar í er:

"HVER ER BRÝNASTA SPURNINGIN SEM ÞARFNAST SVARA TENGT LÍFSGÁTUNNI?".

Síðan mættu prestarnir bjóða upp á skoðanaskipti inni í kirkjunum. 

Að virkja mannauð fólksins í hverjum söfnuði án auka-kostnaðar.

Þannig var það t.d. í Húsinu á Sléttunni.

Þar var kirkjan notuð til að leysa öll vandamál.

Jón Þórhallsson, 9.4.2017 kl. 08:15

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Að dreypa á blóði hans og eta líkama hans" er örugglega arfur frá fyrri tíð.Hvaðan ætti Kristur annars að fá þessa hugmynd. Í bíblíunni er ákvæði þar sem allir frumburðir, karlkyns, skulu færðir guði viku eftir burð( móðirin skal hafa barnið í vikutíma). Hvernig þessi fórn fór fram, hvort þetta var brennifórn eða annað er ekki getið, en það hlýtur að vera öllum ljóst að villimennskan réð ríkjum í guðdóminum á þessum dögum.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 08:43

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Wilhelm, ég get ekki tekið ábyrgð á því sem einhverjir fræðingar frá 19. öld skrifuðu. Ég ætla ekki að fara að lesa heila bók, af því þú vísar í eldgamlar bækur, í staðinn fyrir að koma með þín eigin rök. Þó eitthvað standi í bók eftir einhvern "Sir" þá er ekki þar með sagt að það sé satt.

Jón Þórhallsson, kvöldmáltíðin er það síðasta sem ætti að taka úr kristinni trú. Ef þú tekur hana út, getum við ekki kallað fyrirbærið lengur kristna trú.

Jósef, þetta eru þvílíkar rangtúlkanir hjá þér, að ég veit varla hvar ég á að byrja. Lestu 2. Mósebók, 13. kafla. Þar kemur greinilega fram að það voru aðeins dýr sem átti að fórna, þ.e. taka af lífi.

Ef þetta er rétt sem þú segir, að öllum frumburðum hafi verið fórnað, þ.e. teknir af lífi, hvernig gat Ammon, frumburður Davíðs konungs lifað fram á fullorðinsaldur? Davíð konungur fór eftir lögmálinu.

Þannig að þetta er augljóslega lygi, sem þú ert að halda fram. Kvöldmáltíðin á sér vissulega eldri fyrirmynd, páskana eins og þeim er lýst í Mósebókunum. Gyðingarnir áttu að slátra lambi sem þakkargjörð fyrir frelsunina úr Egyptalandi. Það er tilvísun til lambs Guðs sem kom til að bera syndir heimsins.

Kristur fékk enga hugmynd frá einhverjum fornum siðum og þurfti engar hugmyndir, þar sem Hann var til áður en allt var skapað.

15Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. 16Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. 17Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. 18Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu. 19Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa 20og láta hann koma öllu í sátt við sig, öllu bæði á jörðu og himnum, með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi. - Kólossubréf 1:15-20

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 09:34

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En þú vísar í ennþá eldri bók, Theódór :)

En án gríns, þá ætlast ég nú ekki til þess að þú lesir þessa bók. Hún er bara frægt dæmi úr trúarbragðafræðiheiminum. Það sem ég meinti er að hugmyndin er þekkt og að Páll er ekki úti að aka í þessu máli, frá fræðilegu sjónarmiði séð.

En ég virði það að sjálfsögðu að þú álítur kristni hina einu sönnu trú.

Wilhelm Emilsson, 9.4.2017 kl. 10:06

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

2Úr annarri Mósebók"Þú skalt helga mér alla frumburði. Hvað eina sem opnar móðurlíf meðal Ísraelsmanna, hvort heldur er menn eða fénaður, það er mitt"Og seinna ".Frumgetning sona þinna skalt þú mér gefa. 30Hið sama skalt þú gjöra af nautum þínum og sauðum. Sjö daga skal frumburðurinn vera hjá móður sinni, en hinn áttunda dag skalt þú færa mér hann".

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 10:42

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Þegar faraó forhertist gegn því að sleppa okkur deyddi Drottinn alla frumburði í Egyptalandi, bæði frumburði manna og skepna," stendur í Mósebók, 13. kafla.

Guð Gamla testamenntins er grimmur. Hvað höfðu börnin sér til saka unnið?

Wilhelm Emilsson, 9.4.2017 kl. 11:03

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jósef Smári, en frumburði Ísraela eru "leystir," þ.e.a.s. þeim er ekki fórnað.

Wilhelm Emilsson, 9.4.2017 kl. 11:06

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt Wilhelm. En þetta ákvæði sem þú nefnir kemur seinna. Ég er einungis að benda á að í eld,eldgamladaga var þetta við lýði.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 11:32

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn,svo að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur eignist eilíft líf.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2017 kl. 11:33

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Wilhelm, þú átt heiður skilinn fyrir að lesa þennan texta í 13. kafla 2. Mósebókar í samhengi. Eitthvað sem Jósef á erfitt með, nema hann sé viljandi að segja ósatt. Samt kemur þetta sem þú segir fram í næstu versum á eftir því sem Jósef vitnar til. Ég veit ekki hvort hann nennti ekki að lesa lengra eða var viljandi að klippa þessi vers úr samhengi.

Fyrir utan dæmið um frumburð Davíðs konungs sem ég nefndi, þá má nefna Samúel spámann. Hann var fyrsti sonur og fyrsta barn Hönnu. Hún færði hann Drottni samkvæmt lögmálinu. Samt lifði hann fram á gamals aldur.

Jú Wilhelm, Páll er úti að aka í þessu máli. Hann er að taka gagnrýnislaust undir einhverja útúrsnúninga fræðimanna sem hafa horn í síðu kristinnar trúar. Ég tel mig hafa sýnt fram á að þessar kenningar eiga ekki við nein rök að styðjast.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 11:34

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eldklárir mælskir blaðamenn er á fallandi fæti! Þ.e.sífellt erfiðara að halda úti dagblöðum,en stjórnmál og dapurlegar reynslusögur eru orðnar leiðigjarnar.- venjulegir bloggarar vita að þeim verður ekki hegnt fyrir útúrsnúninga í ritningum eða hæðni um kristnina,jafnvel miklu frekar klappað lof,öfugt ef um Islam er að ræða,af hverju ætli það sé?    

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2017 kl. 12:10

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jósef, þetta er líka rangt hjá þér. Ákvæðin um að leysa eru í sama kaflanum og þú vitnar til, aðeins örfáum versum síðar. Þetta eru orð sem Drottinn mælti til Móse og hann talaði þau öll í sömu ræðunni. Fullyrðingar um að "þetta hafi komið seinna" eru úr lausu lofti gripnar.

Helga, þótt það sé margt í Gamla testamentinu sem er erfitt fyrir okkur að kyngja, þá er Kóraninn, sem var skrifaður 600 árum eftir að Nýja testamentið var skrifað, tíu sinnum villimannslegri en GT. Samt fær GT alla gagnrýnina frá trúleysingjum og oftast er sú gagnrýni byggð á rangtúlkunum og jafnvel útúrsnúningum.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 12:20

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Theódór. Er ég að segja ósatt ? En ég er einungis að afrita texta úr gamlatestamentinu. Er nú ekki óþarfi að hengja sendiboðann? Geturðu kannski sagt mér hvers vegna er verið að setja þetta ákvæði um frumburðinn í lagabókstafinn. Hefði ekki verið einfaldara að tala eingöngu um skepnurnar( annað en mannskepnuna) í þessum texta í stað þess að koma með undanþágu seinna? Ég kann alls ekki við að vera gerður að lygara að ósekju. Er þetta eitthvað sem þú ert vanur að gera í rökræðum við fólk?

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 12:24

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er enginn sérfræðingur í trúarbrögðum, en þó hef ég skilið svo að tilgangur Krists hafi einmitt verið að hnekkja gamaldags siðum þjóðar sinnar (sem lesa má um í Gamla testamentinu) - byrjaði hann ekki einmitt með því að velta um borðum víxlaranna?  Kristin trú varð til þar og þá - ekki fyrr.

Kolbrún Hilmars, 9.4.2017 kl. 12:41

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

R+ett hjá þér, Theódór. P+áll er með þessu skrifi sínu með bæði hneykslanlegar fullyrðingar og sýnir hér dýpstu vanþekkingu veraldarmannsins á sögu Ísraelsþjóðarinnar, Hebrea og forfeðra þeirra. Það er sama hvernig hann myndi reyna að fínkemba Biblíuna í öllum sínum bókum (72 skv. kaþólskri talningu), þá fyndi hann ekki eitt einasta dæmi um mannát á meðal þeirra -- ekkert sem jafnvel "hintar" að því. 

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 13:41

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég biðst afsökunar á að hafa sagt þig ljúga og tek það hér með til baka.

Eftir stendur að þú kemst að röngum niðurstöðum að mínu mati og skoðar ekki allar hliðar á málinu.

Ég get ekki skýrt af hverju frumburðarákvæðið var sett inn. Mér dettur í hug að það sé vegna þess að Guð skapaði allt undir himninum og á allt undir himninum og þetta ákvæði er ein af mörgum leiðum til að láta mannskepnuna vita að hún á allt sitt undir náð Guðs.

Þetta er fyrst og fremst táknræn aðgerð og líklega tengist þetta umskurninni líka, sem átti að vera merki þess að Gyðingar væru eignarlýður Guðs.

Kolbrún já, en reyndar voru margir siðir Faríseanna mannasiðir, eitthvað sem Guð fyrirskipaði aldrei og það kemur skýrt fram í guðspjöllunum að hann gagnrýndi trúarleiðtogana harðlega fyrir það. Kallaði þá m.a. nöðrukyn, ætli hann yrði ekki kallaður rasisti, ef hann hefði komið fram á okkar tímum?

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 13:48

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jósef Smári fer sömuleiðis með argasta fleipur, þegar hann heldur því fram, að frumburði Ísraelsmanna (og Gyðinga) hafi átt að fórna Guði á 8. degi, í merkingu dauða-fórnar, en fyrir þessu getur hann engin fordæmi fundið í ísrealskri trúarsögu, enda eru barnafórnir fordæmdar hlífðarlaust í Gamla testamentinu og talin einhver hryllilegustu dæmin um villukenningu og grimmd heiðinna trúarbragða nágrannaþjóða Ísraels. Kanaanítar þókknuðust sínum falsguði Mólok með því að fórna honum, í formi stórrar bronsstyttu með opinni gátt að neðan, börnum sem brennd voru þar til dauða. Þetta gerðu einnig Karþagómenn (skyldir Fönikíumönnum), og þetta þekkist í fleiri heiðnum trúarbrögðum, vestan hafs sem austan. Annar viðbjóðurnn var hof-vændið eða kynlífssvall í hofum heiðinna.

Enn á dögum Jóhannesar skírara er hann, frumburður foreldra sinna, umskorinn á 8. degi (Lúk.1.59 o.áfr.). Það sama átti sér stað um Jesúm (Lúk.2.21), og takið svo eftir framhaldinu: 

"En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögmáli Móse fóru þau með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni, en svo er ritað í lögmáli Drottins: „Allt karlkyns, er fyrst fæðist af móðurlífi, skal helgað Drottni,“ og til að bera fram fórn, eins og segir í lögmáli Drottins, „tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur“.

Þá var í Jerúsalem maður er Símeon hét. Hann var réttlátur og guðrækinn og vænti þess að Guð frelsaði Ísrael. Heilagur andi var yfir honum, og hafði hann vitrað honum að hann skyldi ekki deyja fyrr en hann hefði séð Krist Drottins. Að leiðsögn andans kom hann í helgidóminn. Og er foreldrarnir færðu þangað sveininn Jesú til að fara með hann eftir venju lögmálsins tók Símeon hann í fangið, lofaði Guð og sagði:

Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði

fara eins og þú hefur heitið mér

því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt,

sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða,

ljós til opinberunar heiðingjum

og til vegsemdar lýð þínum Ísrael ..." (2.22-32)

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 14:10

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Theódór, einmitt, en slíkir "mannasiðir" urðu svo síðar líka til þess að koma óorði á kristnina.  

Kolbrún Hilmars, 9.4.2017 kl. 14:16

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Wilhelm, Guð Gamla testamenntins er ekki grimmur, heldur miskunnsamur og mjög náðarríkur. Og hann er sá sem getur endurreist líf allra í annarri og betri veröld, líka þeirra barna af heiðnu foreldri, sem hann gerir að fórn vegna hjálpræðis Ísraels. Án uppgjafar faraós hefðu Ísraelsmenn aldrei fengið lausn sína úr "þrælahúsinu" Egyptalandi.

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 14:23

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

 

... Gamla testamentsins ... !

 

 

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 14:25

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Jón Þórhallsson var líka augljóslega á villugötum hér, eins og Theódór Norðkvist, sá ágæti trúvarnarmaður, benti á.

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 14:28

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kolbrún, ég sagði óvart mannasiðir, ætlaði að segja mannaboðorð, því mannasiðir er venjulega notað í annarri merkingu og jákvæðari.

Jón Valur, takk fyrir frábær innlegg, var einmitt að vonast eftir að þú kæmir hingað mér til stuðnings í úlfagryfjunni. coolÞín þekking á þessu sviði er gríðarlega mikil.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 14:39

26 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rangt hjá þér Jón Valur. Ég fer ekki með neitt fleipur. Ég bendi einungis á það sem stendur í bíblíunni. Ef ykkur bókstafstrúarmönnum blöskrar það svo óskaplega, viljiði þá ekki bara henda þessum orðum burt úr " hinni helgu bók". Annað eins hefur nú verið gert.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 16:37

27 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Theodór. Ertu að fást við úlfa?cool

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 16:39

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jósef, vertu ekki með þennan bægslagang. Þú situr hér uppi sem nemandinn sem trassaði að læra fyrir próf. Orðin, sem þú þykist grípa á lofti, sanna EKKI þinn málflutning!

Theódór, sjálfsagt að koma hér að málum, var því miður of upptekinn í gær.

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 17:07

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Von að Jósef Smári spyrji.  Ég hef sjálf aldrei skilið af hverju hin kristna kirkja gefur út biblíuna sem eina bók; Gamla testament gyðinga og Nýja testament kristinna - og hið síðarnefnda sem einhvers konar "codicil" við hið fyrra. 

Kolbrún Hilmars, 9.4.2017 kl. 17:10

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Held að Jósef skilji alveg hvað úlfagryfja er og hafi verið að grínast. Þetta er þekkt hugtak úr handbolta og fótbolta, notað í hverri einustu útsendingu, þegar eitthvað lið er að fara á erfiðan útivöll.

Kolbrún, þetta er djúp spurning. Stutta skýringin - Gamla testamentið fjallar um að Kristur væri að koma og menn þyrftu að undirbúa sig fyrir komu Hans. Nýja testamentið fjallar um það sem gerðist þegar Hann kom og hvað þýðir.

Heilagur Ágústínus sagði að Nýja testamentið væri falið í Gamla testamentinu og GT væri aftur á móti staðfest í NT. Jón Valur getur skýrt þetta betur.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 17:20

31 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Theódór, ég hafði nú eiginlega ætlað að hætta þessu en má til að bæta aðeins við, því ég hef meiri áhuga á sögu en trú.  Þannig lagað séð er fínt að hafa GT með, en sem trúarboðun samkvæmt NT afleirt.  :)

Kolbrún Hilmars, 9.4.2017 kl. 17:47

32 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef að þessi orð í bíblíunni hafa enga merkingu Jón Valur þá hlýtur að mega álykta sem svo að bíblían í heild sinni hafi heldur ekki neina merkingu. Er ekki svo? Eða ertu svo mikill tækifærissinni  að þú tekur mark á því einu sem sem þér hugnast í textanum? Að sjálfsögðu var ég bara að grínast, Theódór, með úlfagryfjuna. Sástu ekki merkið á eftir textanum. En til gamans má geta þess að þessi líking kemur upphaflega úr bíblíunni. En við erum engir úlfar, svo það er engin hætta á ferðuminnocent

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 18:01

33 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Jósef, vertu ekki með þennan bægslagang. Þú situr hér uppi sem nemandinn sem trassaði að læra fyrir próf." Jón Valur. Ég skynja svolítinn hroka í þessum orðum. Er það svo að þú lítir á sjálfan þig sem einhvern ofurgáfaðan kennara sem hefur leyfi til að hæðast að þeim sem hafa ekki gengið gegn um guðfræðideildina. Og líturðu á þekkinguna á bókstafnum sem mælikvarða á guðdóminn. Sælir eru einfaldir , stendur einhvers staðar, og gott ef ekki-þeir munu himnaríki erfa, í framhaldinu. Þú hefur ekki unnið neinn virðingarsess hjá mér vegna þess hroka sem þú sýnir öllum og ég efast um að ég sé einn um það.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2017 kl. 18:33

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig dettur þér í hug, Jósef, að það sé afstaða mín, að "orð í bíblíunni haf[i] enga merkingu"? Þú ferð bara ekki rétt með merkingu þeirra.

Það er enginn "hroki" í því fólginn að benda á augljóslega rangar ályktanir manns, sem tekur sér bessaleyfi til að túlka Ritninguna á ská og skjön við það sem blasir við af henni og gert hefur verið frá upphafi. Ég get ekki að því gert, að ég er bæði lærður og taminn í þessum fræðum við það, sem rétt er.

Þyki þér þetta stuttaralegt, kemur það til af því, að ég er hér við eldamennsku.

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 19:53

35 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Valur, ég er ekkert að skálda. Ég vitnaði beint í Bíblíuna. Finnst þér það ekki grimmd að myrða alla frumburði Egyptalands vegna þess sem faraóinn gerði?

Wilhelm Emilsson, 9.4.2017 kl. 20:47

36 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og hér er kaþólska sjónarmiðið á blóð og líkama Krists, sem Jón Valur getur kvittað fyrir: oblátan og vínið breytist bókstaflega í líkama og blóð Krists. Fyrir okkur sem erum alin upp lúterskum sið er svolítið erfitt að kyngja þessu.

 

Also from the Catechism of the Catholic Church:

CCC 1376. "The Council of Trent summarizes the Catholic faith by declaring: 

"Because Christ our Redeemer said that it was truly his body that he was offering under the species of bread, it has always been the conviction of the Church of God, and this holy Council now declares again, that by the consecration of the bread and wine there takes place a change of the whole substance of the bread into the substance of the body of Christ our Lord and of the whole substance of the wine into the substance of his blood. This change the holy Catholic Church has fittingly and properly called:

Transubstantiation."

Wilhelm Emilsson, 9.4.2017 kl. 21:25

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lúther kenndi, að Kristur væri "í, með og undir" efnunum í sakramentinu. Það er kallað latneska fræðiheitinu consubstantiatio (con = cum, með).

Ég samsinni kaþólskri (og grísk-orþódoxri) kenningu í þessu efni og hef gert í meira en fjóra áratugi.

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 21:57

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Myndi gjarnan vilja ræða við Wilhelm, þann góða dreng, um dauða frumburðanna í Egyptalandi. Held bara að vefsíða Páls sé ekki rétti vettvangurinn. Líklega væri besta lausnin að ég semdi bloggfærslu á minni eigin síðu í þeim tilgangi. Veit ekki alveg hvenær ég hef tíma til þess, en eflaust í vikunni sem er að byrja.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 22:21

39 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög viðeigandi reyndar, í ljósi hryðjuverksins í Egyptalandi, þar sem fórust 9 sinnum fleiri en í Stokkhólmi.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 22:21

40 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir spennandi spjall, öll sömul. Theódór, góð hugmynd að færa umræðuna á síðuna þína.

Wilhelm Emilsson, 9.4.2017 kl. 22:29

41 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka sömuleiðis, Wilhelm. Alltaf ánægjulegt að eiga samræður við þig.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 23:11

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Wilhelm, Guð "myrðir" engan, þú ættir að gera þér grein fyrir því, að orðalag þitt er ekki bara óviðeigandi, heldur út í hött. Að myrða er auvirðilegt, og upphaflega merkingin í norræna orðinu er: að gera það á dulinn hátt eða að fela verknaðinn eftir á. En Guð á okkur öll með húð og hári, á sjálft líf okkar og heldur því við allan tímann, hvert sekúndubrot, eins og allri sköpuninni. Guð hefur hið algera fullveldi, og hann er hinn algeri kærleikur. Þókknist honum að taka líf okkar, er það honum frjálst og leyfilegt, en hann tekur ekki líf saklausra nema til að gefa þeim það aftur.

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 23:59

43 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þú gerir þér grein fyrir þvî, Jón Valur, að þú ert að réttlæta dráp á börnum. Finnst þér það viðeigandi? 

Wilhelm Emilsson, 10.4.2017 kl. 01:41

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dauðinn getur orðið mönnum leið til betra lífs en lífið sem þeir (myndu ella) lifa. Um það er enginn maður dómbær, aðeins Guð einn. Og lífið, sem hann býður, er eilíft líf í gnægtum og í fyllingu sinni.

Jón Valur Jensson, 10.4.2017 kl. 08:20

45 Smámynd: Linda

 Svo það sé á hreinu, þegar er talað um að færa frumburðin til fórna á 8unda degi er verið að tala um umskurð sem allir viku gamlir drengir hjá gyðingum fóru og fara í gegnum, fórnin er umskurður það er ekki verið að drepa barnið.  Þetta er ekki flókið.

Linda, 10.4.2017 kl. 10:34

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Hættu að ljúga upp á Gyðinga, Þorsteinn.

En rétt var að minna hér á hin grimmilegu helgisiðamorð Azteka í Nýja heiminum -- um 25.000 á ári hverju!

Jón Valur Jensson, 11.4.2017 kl. 11:37

47 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það eru nægar bækur til eftir Gyðingahatara,sem fullkomna hatrið með viðbjóðslegum útrýmingar-tilraunum.

Og þó sagði þjóðhöfðingi þeirra Golda Meir: Við gætum fyrirgefið þeim að drepa syni okkar,en ekki að neyða okkur til að  drepa þeirra" Stórkostlegur leiðtogi Golda Meir.

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2017 kl. 14:53

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er að sjálfsögðu alls ekki ætlan mín né hjátrú, að "Zíonista[r séu] algjörlega óaðfinnanlegir og fullkomnir eins og Jesús Kristur," þótt Þorsteinn haldi því fram, jafnmikið út í bláinn og ýmislegt annað sem hann (kannski með góðum ásetningi) heldur fram.

En Þorsteinn er að verða einn helzti árásarmaður Gyðinga í Nútíma-Íslandi.

Það er ekkert að grunnstefnu zíonista: að vilja endurreisa ísraelskt ríki á hinu gamla landi þjóðarinnar, þar sem ríki Davíðs og Salómons og afkomenda þeirra stóð(u), þ.e. Ísrael og Júda. Þar hefur ALDREI verið neitt ríki Palestínu-Araba, og þeir voru ekki einu sinni þjóð fyrir um 120 árum!

Jón Valur Jensson, 13.4.2017 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband