Tepruleg kvenremba

Valdefling kvenna er orðin slík að fulltrúar þeirra á alþingi tala niður til karla og segja þá ,,al­mennt ein­fald­ari og ódýr­ari gerð af homo sapiens en kon­ur."

Tilefnið er talnaleikfimi um að sérfræðilæknisþjónusta, þar sem konur eru meirihluti skjólstæðinga, séu dýrari en lækningar sem karlar nota í meira mæli en konur. Þingkonan sem tekur málið upp er of mikil tepra til að nefna hverskyns læknisverk það eru sem konur sækja í og er dýrari en almennt gengur og gerist.

En það er önnur hlið á málinu. Ef konur eru svo illa af guði gerðar að rándýrar læknisaðgerðir þarf til að halda þeim gangandi hlýtur að vera spurning hvort þær eigi ekki að greiða hærri skatta en karlar.


mbl.is Karlar greiða 33% minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Valdefling kvenna er orðin slík ulltrúar þeirra á Alþingi tala niður til karla og telja þá almennt einfaldari og ódýrari gerð af homo sapiens en konur." 

Þetta er útúrsnúningur. Aðeins ein kona en ekki fulltrúar kvenna almennt spyr, af hverju konur borgi miklu meira fyrir sambærilega sérfræðiaðstoð en karlar.

Hún spyr um ástæðu þessa og uppsker hlátur í salnum þegar hún spyr hvort þessi munur á greiðsluþátttöku sé réttlætur með því að karlar séu einfaldari og ódýrari gerð af homu sapiens en konur.

Út úr þessu er síðan spunnið upphaf pistils sem fjallar um valdasýki og karfyrirlitningu þingkvenna.  

Ómar Ragnarsson, 28.3.2017 kl. 12:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Með fullri virðingu fyrir karlkyninu, þá verður að viðurkennast að barnamaskínan kona HEFUR flóknari læknisfræðilegar þarfir en karl.
Það hlýtur svo að vera í þágu samfélagsins að þeim þörfum sé sinnt...

Kolbrún Hilmars, 28.3.2017 kl. 14:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðgerðir vegna líffæra, sem sköpuð eru til viðhalds stofninum, ættu að sjálfsögðu að falla í sama flokk að öllu leyti hvað varðar læknismeðferð, óháð kyni.  

Ómar Ragnarsson, 28.3.2017 kl. 15:56

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér Ómar, en ef við tölum bílamál, þá þýðir meira viðhald ekki endilega verri gæði - bara þess virði að sinna því   :)

Kolbrún Hilmars, 28.3.2017 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband