Heimska ESB: Skotland er spænskt innanríkismál

Á Evrópuþinginu er talað um heimskuna sem felst í að ESB fjármagni stjórnmálaöfl sem vilja sambandið feigt. Möguleg aðild Skotlands að ESB er spænskt innanríkismál. Sem hljómar heimskulega en er þó satt.

Ef Skotland fær vilyrði fyrir inngöngu í ESB eftir að kljúfa sig frá Bretlandi yrði það fordæmi fyrir Katalóníu að segja skilið við Spán og  fara skosku leiðina úr sambandsríki inn í Evrópusambandið.

Af þessu leiðir er staða Skotlands gagnvart Bretlandi annars vegar og hins vegar ESB orðið að spænsku innanríkismáli. Spánverjar myndu beita neitunarvaldi gegn Skotlandi.

Evrópusambandið er þannig úr garði gert að heimskuleg vandræði hljótast af. Eins og dæmin sanna.


mbl.is Skotland færi aftast í röðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heimsstjórnmálin eru þannig úr garði gerð að heimskuleg vandræði hljótast af. Eins og dæmin sanna. 

Ómar Ragnarsson, 15.3.2017 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband