Samfylkingin svíkur baklandið

Samfylkingin er með þrjá þingmenn á alþingi. Þeir koma allir úr landsbyggðarkjördæmum þar sem andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er sterkust.

Samfylkingin hyggst svíkja bakland sitt með tillögu um að endurvekja misheppnuðu ESB-umsóknina frá 2009.

Eins og alþjóð veit er Samfylkingin giska snjöll að svíkja umbjóðendur sína. Síðustu tíðindi segja okkur að flokkurinn hefur engu gleymt og ekkert lært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

 Hér er ekki rétt með farið.

Tillagan er um það að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort við höldum áfram að masa um Evrópumál.

Best væri að greiða atkvæði um hvort við viljum yfir höfuð inn í Evrópusambandið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.1.2017 kl. 11:17

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta Evrópubandalag er að falla sama og drepa sjálft sig- eins og samfylkingin .

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.1.2017 kl. 12:03

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má dást að tryggð Samfylkingarinnar við einmál sitt nú þegar hún ætlar að fara niður með skipinu.

Ragnhildur Kolka, 24.1.2017 kl. 12:30

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samfylkingin hangir í hálmstráinu og reynir að vekja upp umræðuna um Esbéið.

Sættir sig við neikvæða umræðu frekar en enga. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2017 kl. 14:22

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viðreisn hefur tekið við ESB-keflinu.  Samfylking má pakka saman.

Kolbrún Hilmars, 24.1.2017 kl. 14:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hingað til hefur Samfylkingin verið skömmuð fyrir það að fylgja umdeildra stefnu í ESB-málum og að það hafi komið henni í koll.

En þeir sem þó kusu hana, líka utan Reykjavíkur, létu það ekki aftra sér í því að kjósa hana, vitandi hver stefna hennar var og yrði. 

Nú er Samfylkingin skömmuð fyrir það að hafa svikið þessa kjósendur, sem vissu fullvel með hverju þeir voru að greiða atkvæði í síðustu kosningum. 

Ómar Ragnarsson, 24.1.2017 kl. 15:00

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hluti af ástæðunni af hruni Samfylkingarinnar er einmitt þessi þrákelkni við ESB, já þeir ætla að leggja sjáfa sig endanlega niður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2017 kl. 15:09

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En hvernig getur Sf farið að því að "svíkja bakland" með því að fylgja stefnu sem baklandið kaus hana út á?

Ómar Ragnarsson, 24.1.2017 kl. 15:33

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ómar, Hvernig getur þú verið viss um að það hafi verið ESB en ekki ioforð um fyrirframgreiðslu á vaxtabótunum sem kveikti í kjósendum Samfó?

Ragnhildur Kolka, 24.1.2017 kl. 15:47

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú meira Ómar þessir örfáu sem ennþá halda í vonina um samstöðu þrátt fyrir ESB þráhyggjuna.  Fyrir mér er þetta fólk með bundið fyrir bæði augu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2017 kl. 18:07

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábærar fréttir.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2017 kl. 20:09

12 Smámynd: Baldinn

Alveg ótrúlega vitlaus skrif hjá Páli.  Tek undir með Ómari.  Samfylkingin er yfirlýstur ESB flokkur.  Hvernig getur þannig flokkur verið að svíkja sína kjósendur með því að leggja fram á Alþingi tillögu um að taka upp viðræður aftur við ESB.  Væri það ekki frekar svik ef þeir gerðu það ekki.

það er síðan allt önnur spurning hversu gáfulegt það sé.

Baldinn, 25.1.2017 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband