Vinstristaðreyndir á válista

Þrjár staðreyndir, sem vinstrimenn ganga að sem gefnum, eru á válista. Sú fyrsta er að frjálslyndi (kynjajafnrétti, réttur samkynheigðra ofl) samrýmist múslímatrú. Vinstrimenn halda í þessa staðreynd vegna þess að hún er forsenda fjölmenningar. En reynslan sýnir að trúarmenning múslíma og frjálslyndi fara ekki saman, eru olía og vatn.

Önnur vinstristaðreynd er að Rússland, Pútín forseti sérstaklega, sé ógn við heimsfriðinn. Þetta viðhorf er markleysa. Sovétríkin féllu fyrir aldarfjórðungi og Rússland hefur síðan lengst af verið í nauðvörn og engum ógnað.

Þriðja vinstristaðreyndin er að frjálslynd alþjóðahyggja sé uppskrift að velmegun annars vegar og hins vegar friðsamlegri sambúð. Alþjóðahyggjan skilar vaxandi misrétti innan ríkja vesturlanda og varanlegum ófriði, samanber miðausturlönd.

Vinstristaðreyndirnar eru á válista vegna þess að andstæð pólitísk öfl, s.s. Brexit, Trump, þjóðernisflokkar i Evrópu, kalla þær réttu nafni: draumóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í hvert sinn sem vinstrimenn eru minntir á staðreyndavillur sínar grípur um sig frumstæð hystería. Þess vegna hanga þeir núna tímunum saman yfir myndskeiðum af innsetningarathöfn Trumps og þatttökutölum eins og um snuð eða elskaðan bangsa væri að ræða.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2017 kl. 09:26

2 Smámynd: Jón Bjarni

Hafa Rússar ekki "ógnað" Úkraínu.. ?

Jón Bjarni, 23.1.2017 kl. 10:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Voru þátttaka Bandaríkjanna í tveimur heimsstyrjöldum, stofnun Sameinuðu þjóðanna og Marshallaðstoð þeirra við lönd í Evrópu bara rugl og "draumórar"? 

Ómar Ragnarsson, 23.1.2017 kl. 12:55

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ómar Bandaríkin hefðu átt að slíta öllum þessum tengslum þegar sóvétríkin féllu. Jafnvel fyrr. SÞ hafa glatað öllum trúverðugleika og Það er ekkert eðlilegt að þjóð, sem byggir á trú á framtak einstaklingsins, sé að halda uppi velferðarkerfum annarra þjóða, m.þ.a. Niðurgreiða varnar kostnað þeirra.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2017 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband