Trump frelsar Breta frá ESB

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, rétt skref fyrir þjóð sem vill halda í sjálfsvitund sína. Jafnframt lofar hann Bretum viðskiptasamningi við Bandaríkin.

Sitjandi forseti Bandaríkjanna vildi að Bretar héldu áfram samstarfinu innan Evrópusambandsins og hótaði þeim að gera ekki hagfelldan viðskiptasamning, kysu þeir útgöngu.

Bretar samþykktu Brexit í þjóðaratvæði sl. sumar. Útfærslan á Brexit er háð óvissu. Evrópusambandið gerir viðskiptasamninga fyrir hönd aðildarríkja og Bretar verða að byrja þar frá grunni. Útspil Trump mun auðvelda Bretum útgöngu.

Skiljanlega eru stjórnmálamenn Evrópusambandsins með böggum hildar. Trump ætlar ekki að fjármagna Nató, sem í reynd er hernaðararmur ESB, og svo ætlar hann í ofanálag að liðka fyrir úrsögn Breta úr ESB.


mbl.is Hafa áhyggjur af ummælum Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lafhræddir stjórnmálamenn ESB eiga að kynnast betur Trump,þá komast þeir að því að þar fer góður og gegn venjulegur maður.-- 

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2017 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband