Ójöfnuður er ekki vandamál á Íslandi

Launa- og kynjajafnrétti á Íslandi er með því besta sem gerist á byggðu bóli. Jafn aðgangur er að menntun og heilsugæslu. Hér er sama og ekkert atvinnuleysi.

Ójöfnuður er ekki vandamál á Íslandi. Á hinn bóginn eru all nokkrir sem ekki kunna fótum sínum forráð í fjármálum, eyða meiru en þeir afla eða taka áhættu sem kemur þeim í koll. Einstaklingar með þannig bakgrunn hrópa iðulega á götum og torgum um óréttlátt samfélag.

Frelsi til að taka ákvarðanir um fjármál fylgir ábyrgð. Það hefur ekkert með ójöfnuð að gera þegar óreiðufólk kemst á vonarvöl. 


mbl.is Meiri jöfnuður en í Danmörku og Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það væri kannski ráð að benda "stofukommunum" í VG á þetta.... wink

Jóhann Elíasson, 16.1.2017 kl. 17:05

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo eru þeir sem eru alltaf óánægðir. Svona fréttir eru ekki til að gleðja þá. Stundum vegna sjalfra sín en stundum fyrir annarra hönd ef ekki vill betur til. Hrunið kom þeim eins og himnasending. 

En þessi frétt ætti að hanga upp á vegg í herbúðum VG, þótt telja megi ólíklegt að hún rati nokkurn tímann þangað inn.

Ragnhildur Kolka, 16.1.2017 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband