Útvarpsstjóri lýgur blákalt

Í yfirlýsingu útvarpsstjóra um fréttaflutning RÚV af fjármálum Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar segir:

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur Davíð finnur að umfjöllun fjölmiðla um störf sín. Sú gagnrýni hefur beinst að ýmsum fjölmiðlum þó hann hafi vissulega beint spjótum sínum í auknum mæli að RÚV eftir umfjöllun Kastljóss um Panamaskjölin. Í aðdraganda þáttarins fullyrti hann að þátturinn væri herferð RÚV gegn sér en á daginn kom að margir af helstu fjölmiðlum heims fjölluðu um málið með sambærilegum hætti. (undirstrikun pv)

Undirstrikuðu orðin eru bláköld lygi. Erlendir fjölmiðlar, t.d. Guardian, sem voru með sömu skjöl undir höndunum og RÚV tóku sérstaklega fram að hvorki Sigmundur Davíð né Anna Sigurlaug höfðu svikið undan skatti, né gert eitt eða neitt óheiðarlegt í fjármálum sínum. Hvergi í fréttaherferð RÚV var tekið fram að þau hjón væru saklaus af áburði um skattandanskot eða óheiðarlegum ávinningi.

RÚV hefur þvert á móti lagt sig fram um að gera fjármál hjónanna tortryggileg og opinber störf Sigmundar Davíðs og stungið undir stól upplýsingum sem sýna fram á hið gagnstæða.

RÚV hefur aldrei lagt fram nein gögn sem réttlæta herferðina gegn Sigmundi Davíð og jafnvel viðurkennt að þau séu ekki til.

Útvarpsstjóri er ekki starfi sínu vaxinn þegar hann beitir lygum til að réttlæta RÚV-herferðina gegn Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu.

 


mbl.is Engin þörf á að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Þetta er rangt hjá þér eins og svo oft áður.  Þú vitnar hér í Guardian og hefur eftir þeim að Sigmundur og frú hefðu ekki svikið undan skatti.  Sögðu þeir ekki að þeir hefðu engin gögn um að þau hefðu svikið undan skatti.  Þeir höfðu heldur engin gögn sem sýndu að hann hefði greitt af þessu skatt.

Það væri auðvelt fyrir Simma að sýna kvittum fyrir skattgreiðslum.  Það hefur hann ekki gert heldur flaggað einhverju Excell skjali.  Þegar þú greiðir skatt að þá er prentuð út kvittun.  Það gera allir.  Af hverju sýnir Simmi ekki bara kvittun og málið er dautt.  Að hann sýni ekki kvittun  er í raun ótrúlegt.

Öll þessi lína hjá þér um frétt Guardian er hlaðin orðum frá þér.  T.d.

" né gert eitt eða neitt óheiðarlegt í fjármálum sínum ".  Hvernig veit Guardian um þetta atriði.

Það sem hér er aðalega óheiðarlegt er að þú Páll skulir hér skrifa fréttir og titla þig sem blaðamann. 

Baldinn, 29.12.2016 kl. 14:58

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Baldinn eins og svo margir aðrir trúa og treysta málflutningi RUV blint.

Hvenær fékk RUV það hlutverk að lögsækja menn og dæma og það án þess að geta fært sönnur á veikan málflutning sinn??? Eru ekki dómstólar á Íslandi sem sjá um það????  Í okkar stjórnkerfi er til embætti Skattrannsóknarstjóra sem fer með þau mál sem RUV tók að sér gagnvart SDG, ekki veit ég til þess að nokkuð hafi komið frá því embætti er styður málflutning RUV.  Kannski telur Skattrannsóknarstjóri ekki þörf að frekari rannsókn þar sem RUV tók málið að sér.  Er þá ekki spurning hvort ekki sé rétt að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra og láta RUV um verkið og spara þar með skattgreiðendum stórfé????  RUV tók ekki eingöngu að sér að rannsaka og lögsækja SDG heldur tók það einnig að sér að dæma í málinu og sýnist mér því ekki þörf á dómstólum heldur.  Hvílík blessun eða hitt þó heldur.

Eða er það kannski að koma enn betur í ljós hversu mikilvægt það er fyrir landsmenn að losna við RUV og létta á okkur þeirri skattbyrði sem það veldur okkur og ég tala nú ekki um alla þá hlutdrægni sem þaðan kemur????

RUV er okkur til óþurftar og best væri að loka því sem allra, allra fyrst.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.12.2016 kl. 16:32

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Baldinn

Þú ferð með staðlausa stafi sem oftast nær. Það er gott að þú stendur undir væntingum okkar lesenda hvað það varðar og kemur okkur lítt á óvart með flutningi staðreynda í lyga eða haturs stað.

Tekjublöð eins og DV, Frjáls verslun ogfleiri hafa um langan aldur birt upplýdingar úr álagningarupplýsingum Ríkisskattstjóra ár hvert.

Ef sannleiksástin færi nú að gera vart við sig hjá þér sem okkur hinum, en ég vænti þess nú ekki af þér að þú kæmir okkur á óvart, þá gætir þú flett upp í þessum blöðum allt aftur til þess tíma að sambýlingur SDG þá bar að telja arfinn sinn fram á Íslandi lögum samkvæmt, þá kæmistu að því að hún hefur alla tíð greitt skatta og skyldur af eignum sínum og tekjum. Það kemur ljóslega fram að hún greiddi af arfinum auðlegðarskatt í samræmi vioð upphæðina sem er þekkt úr díomsmálinu að hún fékk í sínar hendur.

En þig varðar lítt um sannleikinn jafnan því hann hentar jafnan ekki málflutningi þínum að skítlegra eðlis sið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.12.2016 kl. 22:04

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kosning til hádegis á morgun 30. 12. 2016:

http://www.ruv.is/frett/kosning-madur-arsins-2016

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.12.2016 kl. 22:42

5 Smámynd: rhansen

Þau eiga bara að stefna RÚV ..Það er svo margt sem ekki hefur komið fram sem þarf að birta ,,,.... En svo ætti Baldin að lesa panamaskjölim .þá ser hann ymislegt sem hann er að fleipra her um !

rhansen, 30.12.2016 kl. 01:15

6 Smámynd: rhansen

rhansen, 30.12.2016 kl. 01:16

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, rhansen, að er gríðarlega margt í grein Sigmundar Davíðs sem er borðleggjandi um illan ásetning og brotavilja viðkomandi starfsmanna Rúv. Og viðbrögð Magnúsar Geirs eru af því skeytingarlausa tagi og svo ábyrgðarlaus, að hann ætti að víkja úr embætti útvarpsstjóra.

Jón Valur Jensson, 30.12.2016 kl. 01:57

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann veit að þau eru ekki læs í frumsýningunni,það þarf að stækka þau margfalt til að upplýsa um lygavefinn. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2016 kl. 02:02

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er að fjalla um Panamaskjölin sem rhansen hvetur Baldin til að lesa.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2016 kl. 02:05

10 Smámynd: Baldinn

 Þetta minnir á sértrúa söfnuð hér.  Sömu aðilarnir að segja " halelúja " við skrifum " blaðamansins " Páls.  Líkt og áður.

Einn sker sig þó úr hvað bullið varðar og það er Predikarinn sem jafnt og aðrir í hans stöðu talar hér niður til mín líkt og hann hafi í þessu máli meðtekið sannleikann. 

Í mínum huga er Simmi veikur maður sem grefur sér sífelt dýpri gröf og þið hér í " sértrúarsöfnuðnum " skaffið honum skófluna og viljið svo kjósa hann mann ársins.

Mér er ekki illa við neinn að ykkur en leifi mér að hlægja að trúgirni ykkar á sama tíma og ég óska ykkur gleðilegs árs

Baldinn, 30.12.2016 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband