Ónýtir flokkar kjósa ónýtan gjaldmiðil

Otmar Issing var aðalhagfræðingur Evrópska seðlabankans. Hann telur evruhagkerfið að hruni komið. Annar þekktur þýskur hagfræðingur, Hans Werner Sinn, segir evruna mistök og ráðleggur ríkjum með traust efnahagskerfi, Austurríki og Finnland, að yfirgefa gjaldmiðilinn.

Hér heima er það að frétta að ESB-smáflokkar eins og Samfylking og Viðreisn gera evru-aðild að bjargræði fyrir Ísland.

Evran var pólitísk tilraun til að sameina Evrópu í eitt hagkerfi. Tilraunin mistókst en það mun taka mörg ár, ef ekki áratugi, að vinda ofan af þeim mistökum. Á meðan dettur engum í hug að leggja lag sitt við evruna. Nema ónýtum smáflokkum á Íslandi.


mbl.is „Einn daginn mun spilaborgin hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er algjör rangtúlkun á því sem blessaður maðurinn sagði.

En jú jú, það er svo sem umhugsunarvert að arkitekt Evrunnar er orðinn spámaður hjá framsjallasérhagsmunahópinum hér.

Svona breytist allt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2016 kl. 16:06

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað sagði blessai maðurinn þá Ómar? Geturðu tekið það saman fyrir okkur?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2016 kl. 16:40

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg mundi gera það, - ef þið væruð viðræðuhæfir.  Sem þið eruð að sjálfsögðu ekki.  Eigi viðræðuhæfir.  Ömurleg örlög.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2016 kl. 16:48

4 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég er nú enginn stuðningsmaður evrunnar. En skil ég það rétt að menn séu að halda því fram að Íslenska krónan sé nothæf. Ef svo er þá eru menn alvarlega vankaðir.

Steindór Sigurðsson, 19.10.2016 kl. 17:48

5 Smámynd: Hrossabrestur

Alveg er hann Ómar Bjarki týpískur vinstri maður, engin rök, bara hjóla í manninn.

Hrossabrestur, 19.10.2016 kl. 18:54

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki. Blandar þér í umræður til þess eins að hafna því að taka þátt í þeim á þeirri forsendu að þú teljir aðra viðmælendur ekki viðræðuhæfa? Með þessu hefur þér tekist að toppa sjálfan þig enn einu sinni.

Steindór. Keypti mér kaffibolla og strætómiða í dag fyrir íslenskar krónur sem voru fullkomlega nothæfar til þess og ég vankaðist ekki neitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2016 kl. 19:42

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Enda stydur ÓBK VG..(vit-lausu greyin)

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.10.2016 kl. 07:17

8 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Guðmundur, það sem ég átti við varðandi það að krónan væri ónothæf er að hún er hvergi gjaldgeng nema á Íslandi. við erum að tala um 320.000 manna þjóðfélag sem er örríki í sjö milljarða manna heimi. Ef ég er stddur í Asíu eða Affríku þá get ég notað Sænska krónu, Danska krónu, Norska krónu. Ég get líka notað Enskt pund og marga aðra gjaldmiðla en ekki Íslenska krónu. En ef að sjóndeildarhringur manna er bundinn við kaffibolla og strætómiða á Íslandi þá er hún vel nothæf.

Svo eru sumir að tala um stöðugleika hér á Íslandi. Ég horfi uppá veðhækkanir nánast daglega hér en sé krónuna styrkjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum á sama tíma. Þetta gerist ekki nema af því að krónan er í höftum. En sá dagur mun renna upp fyrr en seinna að menn verða að "feisa" raunveruleikann og ég er alveg viss um að staðan gjörbreytist strax eftir kosningar. En þeir bjartsýnu segja að það gerist ekki fyrr en eftir áramót.

En aðalástæðan fyrir því að krónan er hvergi gjaldgeng nema á Íslandi er að við erum í gegnum áratugina, búin að hafa algera afglapa í stjórn efnahagsmála í þessu landi og ég sé engin teikn á lofti um að það verði einhver breyting þar á. Alveg sama hvað við kjósum.

Steindór Sigurðsson, 20.10.2016 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband