Menn með skoðanir sigruðu í prófkjöri - skoðanaleysi tapaði

Menn með skoðanir, Óli Björn í SV-kjördæmi og Ásmundur í Suðurkjördæmi, sigruðu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær. Stærsti sigurvegarinn, Páll Magnússon, getur þakkað árangurinn gífurlega sterku baklandi í Vestmannaeyjum.

Skoðanaleysi tapaði, að ekki sé talað um rangar skoðanir af pírataætt.

Eftir hrun varð skoðanaleysi áberandi meðal hægrimanna. Þeir óttuðust að hafa rangar skoðanir og kusu því margir hverjir að hafa ekki neina. Sumir drógust með kjölsogi vinstrimanna sem aldrei eru hræddir við skoðanir en hafa þær flestar rangar. Þeim skoðunum var hafnað í gær.

Þeir sem ætla sér hlut í stjórnmálum verða að hafa skoðanir.


mbl.is Harma niðurstöðuna í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það mætti halda að það ætti að kjósa konur bara af því að þær eru konur....  Ef við tökum úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, held ég að konur ættu kannski að lýta í eigin barm.  Ragnhildur Elín hefur setið undir ámæli fyrir að hafa verið hálf verklaus þetta kjörtímabil og málflutningur Unnar Bráar er ekki alveg það sem hinum almenna Sjálfstæðismanni hugnast og ekki er hægt að segja að hún hafi verið nein hamhleypa til verka.  Í Suðvesturkjördæmi hefur Elín Hirst verið mjög svipuð og Unnur Brá og ekki er hægt að segja að mikið hafi kveðið að henni eða hennar málflutningi.  Eru kjósendur ekki að senda skilaboð með þessum úrslitum?  Nú kalla konur eftir aðgerðum vegna þessa.  Þetta er lýðræðisleg niðurstaða og lýðræðið hefur talað, það væri aðför að lýðræðinu að ætla sér að fara að "krukka" eitthvað í úrslitin eftir á.............

Jóhann Elíasson, 11.9.2016 kl. 13:49

2 Smámynd: Sandy

Ég get ekki verið meira sammála,konur eiga ekki að komast áfram hvorki í pólitík né neinu öðru bara vegna þess að þær eru konur,enda að mínu mati mjög niðurlægjandi.

Konur eiga að komast áfram á  eigin verðleikum en ekki á kynjaheiti. Ef karlmenn verða hinsvegar uppvísir að því að ráða í stöður eða raða á lista flokka þannig að um sé að ræða vini og vandamenn sem hafa ekki fram að færa þá kunnáttu sem ætlast er til í þeim störfum sem viðkomandi sækir um í, þá ætti það fólk að víkja.

Sandy, 11.9.2016 kl. 14:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kvennadeild Sjálfstæðisflokksins er ósátt við lýðræðislega niðurstöðu prófkjörs og heimtar að henni verði breytt eftir á með valboði að ofan samkvæmt þeirra eigin geðþótta. Virðingin fyrir atkvæðum þeirra kynsystra sem kusu viljugar karla sem fulltrúa sína, er svo gott sem engin.

Nú hlýtur að þurfa að kjósa aftur þar til fæst niðurstaða þóknanleg forystukonum í flokknum, væntanlega með þær sjálfar í efstu sætum.

Bloggandi Sjálfstæðismenn tjá sig með þögninni um þessa ofbeldistilhneigingu innan sín eigin flokks, eftir að hafa spúið eitri í átt að öðrum flokki þar sem meirihluti kjósenda af báðum kynjum var ekki sáttur við uppröðun á lista og greiddi atkvæði gegn henni í fullkomlega löglegri staðfestingarkosningu. Slíkur tvískinnungur úr þeirri átt kemur reyndar fáum á óvart lengur.

Það sem er þó ólíkt er að hjá hinum umrædda flokknum var um að ræða framkvæmd prófkjörs í fullu samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem flokksmenn höfðu samþykkt, en ekki geðþótta eða frekju tiltekinna hópa innan flokksins. Sjálfstæðismönnum er því skiljanlega brugðið að sjá slíkar tilhneigingar birtast í sínum eigin ranni, vitandi upp á sig að stóryrði þeirra um hinn flokkinn, eiga raunverulega við um þeirra eigin flokk.

Slík er kaldhæðni örlaganna.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2016 kl. 16:08

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Málið er einfalt; óflokksbundnir og óákveðnir kjósendur velja ekki flokka þar sem innsti kjarni þeirra hefur hrært í framboðslista sínum þvert á vilja flokksbundinna í prófkjöri.  Eru hvorki traustvekjandi né aðlaðandi valkostur.

Kolbrún Hilmars, 11.9.2016 kl. 18:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef konur eru svo blindar á eðli og tilgang lýðræðis að þeim þykir sjálfsagt að huns og breyta lýðræðislegri niðurstöðu kosninga, þá hafa þær fyrir það fyrsta ekkert erindi á alþingi.

Frekjan er svo yfirþyrmandi í öllum flokkum, hvað þetta varðar að ekki dugir minna en allt eða ekkert. Nú eru nokkur dæmi þess að konur hafa hætt við framboð af þeirri orsök einni að þær fengu ekki fyrsta sætið. Það er vel að þessar prímadonnur fari, því þær skortir augljóslega grunnskilning á lýðræði, sem er forsenda þess að vera traustverðugir fulltrúar fólksins. Allt virðist þetta knúið af pathológiskri egósentrík framar málefnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.9.2016 kl. 18:27

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

 Jón Steinar. Ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2016 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband