ESB-sinni: Evrópa er að hrynja - Viðreisn býðst hola eða skolpræsi

Joschka Fischer fyrrum utanríkisráðherra segir Evrópusambandið að hruni komið. Ef ekki verður brugðist strax við liðast Evrópusambandið í sundur. Fischer er eindreginn ESB-sinni og talar fyrir sambandsríki sem má kenna við Stór-Evrópu.

Fischer segir að mistök ESB liggi í því að hafa ekki nýtt sér fall Sovétríkjanna í kringum 1990 til að knýja fram samrunaþróun. Hann nefnir ekki, enda óþægilegt mál, að evran sem var bein afleiðing af sameiningu Þýskalands, eftir fall Sovétríkjanna, er ekki beinlínis auglýsing um kosti samrunaþróunar. Fischer óttast að í stað þes að sameinast mun Evrópa grafa sér holu til að stinga höfðinu ofan í og vonast til að allt fari á besta veg.

Þjóðverjar eru óðum að átta sig á því að utanríkisstefnan sem ESB/Nató og Bandaríkin fylgdu eftir fall Sovétríkjanna er algerlega misheppnuð. Núverandi utanríkisráðherra Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, birtir ákall um nýja stefnu í utanríkis- og öryggismálum þar sem Rússar yrðu hafðir með í ráðum.

Úkraínudeilan, sem Bandaríkin efndu til við Rússa, og notuðu ESB/Nató sem verkfæri, mistókst hrapalega. Vesturlönd sitja uppi með ónýtt ríki á kafi í spillingu þar sem rússneskumælandi uppreisnarmenn stjórna þeim landsvæðum sem liggja að Rússlandi. Úkraína veður hvorki aðili að ESB né Nató næstu áratugina. Rússar segja njet og við það situr.

Í beinu framhaldi af tilraunum vesturveldanna að auka áhrif sín í Austur-Evrópu ákváðu Rússar að stórauka aðstoð við Assad Sýrlandsforseta sem vesturveldin vildu knésetja. Die Welt segir Rússa, Írani og Tyrki stjórna atburðarásinni í Sýrlandi, vesturveldin eru áhorfendur. Tyrkland, sem er Nató-ríki, samþykkir að Assad forseti sitji áfram við völd. Vesturveldin segja Assad fjöldmorðingja, svona eins og Hussein í Írak 2003, en þau þora ekki að senda bardagahermenn þangað, enda Íraksklúðrið í fersku minni.

Evrópusambandið getur ekki tekið forystu á alþjóðavettvangi og lætur Bandaríkin um það. En Bandaríkin eru jafn miklir einfeldningar í alþjóðapólitík í dag og þeir voru á dögum Víetnamstríðsins. Íraksstríðið 2003 til 2011 er skýr vitnisburður. Þeir skildu eftir sig ruslahrúgu af ríki sem Ríki íslams gerði að tilraun með kalífadæmi.

Eftir Brexit er Evrópusambandið í uppnámi. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, segir ESB á ,,leið í skolpræsið" ef samningar um úrsögn Breta fara illa.

Hvort sem Evrópusambandið lendir í skolpræsinu eða skríður upp úr holunni, sem Fischer lýsir, er morgunljóst að sambandið verður í tilvistarkreppu næstu 5 til 15 árin hið minnsta. Þjóðir utan Evrópusambandsins, t.d. Norðmenn, prísa sig sælar að standa utan ESB. En á Íslandi er stofnaður flokkur, Viðreisn, sem vill inngöngu í Evrópusambandið. Opin spurning er hvort heillar Viðreisn meira holan eða skolpið.


mbl.is Brexit hefur ekki haft áhrif á Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góð spurning í lokin, en þögnin er ærandi.  Var ekki allt morandi í ESB-sinnum hér í gær?

Elle_, 30.8.2016 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband