Stiglitz útskýrir ónýti evrunnar

Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz útskýrir í stuttu máli hvers vegna evran er ónýtur gjaldmiðill. Hann fer yfir helstu skýringar sem gefnar hafa verið á lélegri frammistöðu evru-ríkja í efnahagsmálum síðustu ár og hafnar þeim öllum.

Síðan segir Stiglitz:

Þá er eftir fjórða skýringin: evran sjálf ber meiri ábyrgð en stefnumótun og stjórnkerfi einstakra ríkja. Evran var gölluð við fæðingu. (That leaves the fourth explanation: the euro is more to blame than the policies and structures of individual countries. The euro was flawed at birth.)

Aðeins tveir kostir eru í boði, segir Stigliz, að breyta evru-ríkjunum í Stór-Evrópu með stjórntækjum og seðlabanka er virka á líkan hátt og í Bandaríkjunum eða að hætta að nota evru sem gjaldmiðil.

Almenn og breið samstaða er um þessa greiningu Stiglitz á evru-vandanum meðal þeirra sem fjalla um málið á hlutlægan hátt. Valkostirnir eru Stór-Evrópa með evru eða engin evra. En það mun taka fjölda ára, ef ekki áratugi, að leiða fram þessa valkosti í pólitískri stefnumótun. Á meðan leiðir evran efnahagslega eymd yfir evru-ríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband