Kirkja stundar lögleysu - lokum 'enni

Kirkjan er ekki starfrækt fyrir almannafé til að stunda lögleysu; bjóða valdstjórninni birginn og grafa undan réttarríkinu.

Ríkið á vitanlega ekki að fjármagna undirróðursöfl sem í nafni trúarþvættings frá miðöldum um kirkjugrið efnir til óspekta á almannafæri.

Við búum í veraldlegu samfélagi. Trúarstofnanir sem ekki hlýða lögum eiga ekkert erindi við samfélagið.


mbl.is Ekki undir lögaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, það er svo sannarlega hneykslanlegt að kirkjan hafi uppi "trúarþvætting" wink

Þorsteinn Siglaugsson, 28.6.2016 kl. 20:23

2 Smámynd: Jón Bjarni

Já, kærleikur á ekkert erindi í kirkju

Jón Bjarni, 28.6.2016 kl. 20:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert of neikvæður hér, Páll, talandi um "trúarþvætting frá miðöldum um kirkjugrið". Við værum trúlega hvorugur til, ef ekki hefðu verið þessar reglur miðaldakirkjunnar um kirkjugrið,sbr.hér: krist.blog.is/blog/krist/entry/1111881/.

Og sannarlega stuðluðu þær að því að friða landið, koma í veg fyrir enn fleiri manndráp á Sturlungaöld og oftar en aðeins þá. 

Svo ertu hér afar neikvæður út í frelsi kristinna kirkna, boðar nánast valdbeitingu gegn tilveru sumra þeirra.

Ekki það, að ég mæli einfeldni sumra presta bót; það boðar ekki gott, að þeir séu yfriðmáta naívir gagnvart islam, sbr. HÉR um þetta mál.

 

Jón Valur Jensson, 29.6.2016 kl. 00:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margir á netinu (einkum vinstri menn) þusa út í loftið um að blanda stjórnmála og trúar (jafnvel kristinnar) sé vond mixtúra sem hafi ekki gefizt vel. En dæmi um að þessar fullyrðingar ganga ekki upp: 

a) Justinianus keisari (d.565) stórbætti löggjöf ríkis síns í samræmi við kristin grundvallargildi;

b) Alþingi lagði bann við hólmgöngum (einvígjum) og útburði barna eftir kristnitökuna;

c) kaþólska kirkjan hafði með sýnódu sinni árið 1027 forgöngu um Guðsfriðardaga (treuga Dei), þ.e. bann við vopnaátökum, sem á 12. öld náði orðið til nær þriggja fjórðu hluta ársins.

d) Allt frá ríki Engilsaxa til Kænugarðsríkis Rússa tóku landstjórnendur þar upp miklar lagabætur eftir að þeir snerust til kristni, "particularly in connection with family law, slavery, and protection of the poor and oppressed" (1).

(1) Harold J. Berman [Story Professor of Law at Harvard Law School]: The Interaction of Law and Religion, London 1974, bls. 55.

Jón Valur Jensson, 29.6.2016 kl. 02:05

5 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll

Það er rétt að engar reglur finnast lengur um kirkjugrið. Handtökur lögbrjóta eru því eðlilegar innan kirkjudyra sem utan. Ríkið á ekki að fjármagna lögbrot af neinu tagi, hvorki innan kirkju né utan. Flokkun lögbrota, jafnvel afbrota, í flokka eftir siðferðismælikvarða sem kemur nú fram svo víða kann ekki góðri lukku að stýra. Það sem þú nefnir trúarrugl er miklu fremur barnaskapur í bland við vanþekkingu og vinsældakaup.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 29.6.2016 kl. 11:38

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Þú vísar til þess að kirkjan sé rekin/starfrækt af almannafé. Þannig gegur þú í skyn að ríkið/skattgreiðendur borgi rekstur hennar. Það er mantra trúarandstæðinganna eins og þekkt er.

Rétt er að megnið af grteiðslum ríkissjóðs til þjóðkrikjunnar er vegna kaupleigusamnings ríkisins á vel á sjöunda hundrað jarðnæðis og húsakosts sem var í eigu þjóðkirkjunnar og eru því ekki framfærsla eða kosynaðargreiðslur á rekstri hennar, frekar en kaupsamnigsgreiðslur til þín seljir þú ríkinu fasteign í þinni eigu. Þarna var um að ræða Þingvelli alla, megnið af lögsagnarmdæmis Garðabæjar/Álftaness svo fáein dæmi séu tekin.


Hinn pósturinn eru sóknargjöldin sem ríkið hefur milligöngu um að innheimta og skila til trúfélaga og lífsskoðunarfélaga. Þannig greiða sóknarbörn hverrar sóknar fyrir sig tilsíns trúfélags/lífsskoðunarfélags. Það er því ekki franlag ríkisins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.6.2016 kl. 13:58

7 Smámynd: Jón Bjarni

Hvað finnst þér um útburð manna úr Kirkjum Jón Valur?

Jón Bjarni, 29.6.2016 kl. 16:13

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lögreglan og Útlendingastofnun eru lögmætar ríkisstofnanir. Þessum írösku mönnum bar að íslenzkum lögum að fara að fyrirskipunum þeirra. Þeir hafa ekki heimild til dvalar hér. Svo geisar ekki stríð í Suður-Írak, í heimalandi þeirra.

Það er svo sannarlega ábyrgðarlaust af prestum Laugarneskirkju, ef sú skammsýna ákvörðun þeirra að leyfa myndatöku á staðnum (snemma í gærmorgun) hefur þau áhrif, að myndband, sem langt yfir 750.000 manns hafa séð á vef al-Jazeera, kallar yfir Íslendinga hefndaraðgerðir af hálfu æstra islamista. Sjá hér: Hafa naívistar í hópi presta þau áhrif að myndband, sem 750.000 hafa séð á vef al-Jazeera, kalli yfir okkur hefnd islamista?

Jón Valur Jensson, 29.6.2016 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband