Fótbolti og pólitík

Félagarnir Egill Helgason og Gunnar Smári Egilsson kynntu fyrir tveim árum þá pólitísku hugmynd að Ísland væri betur komið sem fylki í Noregi. Tími fullvalda Íslands væri liðinn. Norski draumurinn tók við af ESB-umsókninni sem sömu kreðsur aðhylltust. Mottóið: allt er betra en Ísland.

Forsíða útbreiddasta dagblaðs í Noregi, VG, segir á forsíðuuppslætti í dag að Norðmenn sjái eftir að hafa látið Ísland af hendi til Dana árið 1397 við stofnun Kalmarsambandsins: i dag er vi alle islendinger.

Í fótbolta og pólitík er eftirspurn eftir sigurvegurum. En forsenda sigurs er að vera trúr sjálfum sér.


mbl.is Ísland ekki jafn vinsælt frá eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í sérkennilegum pistlum sínum á Eyjunni að undanförnu hefur Egill Helgason verið að afhjúpa sig sem eindreginn vinstri mann og ESB-sinna. Setur það ekki býsna stórt spurningarmerki við það, hvort hann eigi að annast framar þáttastjórn hjá Rúv þar sem ESB-málefni verða rædd og gera verður kröfu um hlutlæga umfjöllun?

Eða er hann kannski með þessari ósjálfstæðisstefnu að sýna sig sem sérstaklega velþókknanlegan og æskilegt andlit Ríkisútvarpsins í augum hinnar ESB-sinnuðu Fréttastofu Rúv? -- þannig sé þessi fjölmiðill lýðveldisins bezt notaður til að grafa undan lýðveldinu sjálfu!

Og ráðherra menntamála, Illugi Gunnarsson, þorir ekki að taka á neinu, enda sjálfur gamall Allaballi, er mér sagt.

Jón Valur Jensson, 28.6.2016 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband