Pólitískt heitt sumar: tvennar kosningar á 4 mánuðum

Við kjósum forseta í sumar og þingkosningar verða varla seinna en í október. Sumarið er að jafnaði tíminn til að íhuga í rólegheitum veturinn og skipuleggja þann næsta.

Sumarið 2016 verður óvenjulegt. Umrótið sem fylgir forsetakosningum er ekki sjatnað þegar undirbúningur undir þingkosningar kemst á fulla ferð hjá stjórnmálaflokkunum.

Undiraldan í samfélaginu vegna tvennra kosninga á stuttum tíma heldur lifandi umræðunni sem annars leggst í dvala sumarlangt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll!

Hefðir þú eitthvað á móti því að taka upp franska KOSNINGA-KERFIÐ  hér á landi og kjósa íslenskan PÓLITÍSKAN FORSETA  á Bessastaði sem að leggði af stað með stefnurnar í stærstu málunum og bæri fulla ábygð á sinni þjóð í öllum málum frá degi til dags?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2169785/

Jón Þórhallsson, 13.4.2016 kl. 12:27

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Ég held að nauðsynlegt sé fyrir stjórnarflokkana að setja fram málin sem þarf að klára til að geta farið í kosningar.

Síðan er það í valdi stjórnarandstöðunnar hvort hún kýs að halda uppi málþófi gegn þeim málum, hversu fljótt kosningar geta orðið. Þeir geta þá engu um kennt nema eigin misnotkun á fundarsköpum Alþingis, dragist kosningar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.4.2016 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband