Pólitískar staðreyndir, persónur og uppákomur

Persóna forsætisráðherra var gerð að aðalmálinu í dramatískum þætti Kastljóss þar sem Sigmundi Davíð var gerð fyrirsát af siðlausum blaðamönnum. Dramatíkin þegar forsætisráðherra stóð upp og gekk úr fyrirsátinni bætti engu við efnisatriði málsins en var eingöngu ætluð til að láta hann koma illa fyrir í sjónvarpi.

Yfirvegaðir blaðamenn, t.d. á Guardian, benda á að engin gögn sýni fram á lögbrot eða óheiðarleika af hálfu forsætisráðherrahjónanna.

Pólitískar staðreyndir á Íslandi eru þær að enginn valkostur er við ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Bæði í pólitík og í fylgi skera Píratar sig frá öðrum flokkum. Þeir eru stærstir í skoðanakönnunum út á það að hafa minnsta pólitík - og vera yngsta og óreyndasta stjórnmálaaflið.

Vorið 2017 eru næstu þingkosningar á dagskrá. Til að breyta þeirri dagsetningu og flýta kosningum þarf sterk pólitísk rök. ,,Umræðan" um persónu forsætisráðherra, sem RÚV hratt úr vör, er ekki þungvæg pólitísk rök.

Mótmælafundurinn á Austurvelli í gær er uppákoma í beinu framhaldi af dramatískum Kastljósþætti. Fundurinn var áhrifamikill þá stund sem hann stóð yfir en breytir engu um harðar pólitískar staðreyndir.

Stjórnmálamenn, og ríkisstjórnarmeirihlutinn sérstaklega, verða að sýna virðingu lýðræðislegum ákvörðunum þjóðar og þings. Þjóðin kaus sér þingmeirihluta 2013 sem myndaði sitjandi ríkisstjórn. Til að breyta snögglega þeirri pólitísku staðreynd verður pólitískt landslag að hafa gjörbreyst. Engu slíku er til að dreifa.

Hér varð pólitísk uppákoma sem engin rök standa til að setji varanlegt mark á íslensk stjórnmál. Nema, vitanlega, ríkisstjórnarmeirihlutinn ákveði að taka þátt í uppákomunni og slíti ríkisstjórnarsamstarfinu. Þá væri fokið í flest skjól. 


mbl.is Samstarfið ekki á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hjartanlega sammála þér Páll sem og oftar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.4.2016 kl. 10:12

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nokkuð ljóst að Páll blaðamaður skynjar ekki raunveruleikann frekar en forsætisráðherra.

Erfitt að vera svona.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.4.2016 kl. 10:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já finnst þér erfitt að vera með öllu veruleikafirrtur, Jón Ingi?

Jóhann Elíasson, 5.4.2016 kl. 10:42

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ástæða þess að engin gögn sýni fram á lögbrot forsætisréðherrahjónanna er sú að það fást engin göng frá því skattaskjóli sem eignarhaldsfélag þeirra er í enda ekki skylda að gera ársreikning þar. En það kostar sitt að vera með eignarhaldsfélag þar svo ekki sé talað um að borga leppum fyrir að vera á pappírnum þar í stjórn án þess að það hafi í för með sér neinn viðskiptalegan ávinning. Það er því eini mögulegi ávinningurinn á til að réttlæta þann kostnað að annað hvort vera að fela eignarhaldð eða svíkja undan skatti. Það þarf því í hæsta máta verulega auðtrúa fólk til að kaupa þá fullyrðingu af mönnum sem velja þessa leið að þeir hafi gefið allt upp til skatts. Til hvers voru þeir að setja eignarhaldsfélagið í skattaparadís.

En þetta snýst líka um traust. Það að segja ekki frá þessu eignarhaldi á sama tíma og Sigmundur var eð reyna að skara eld að eigin köku gegn þjóðarhasgmunum bæði með því að styðja ekki þá lagasetningu að setja þrotabú föllnu baknanna undir gjaldeyrishöft sem var forsenda þess að hægt væri að þvinga þau til að greiða stöðugleikaframlag og með því að stöðfa slíka samninga í tvö og hálft ár með umtalsverðu tjóni fyrir þjóðarbúið til þess að freista þess að ná fram gjaldþroteleið sem hefði komið mun betur út fyrir þau hjónin en verr fyrir þjóðarbúið. Þetta er svo mikið siðleysi að Sigmundi Davíð er ekki stætt á stóli forsætisréðherra lengur og spurning hvort hann hafi ekki framið lögbrot því þarna var hann svo sannarlega innherji sem leyndi stöðu sinni og reyndi að skara eld að eigin köku til skaða fyrir þjóðarbúið.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2016 kl. 10:55

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG

Gerir þðu þér sérstakt far um að hafa sem  oftast rangt fyrir þér ?
Það hefur komið fram til dæmis að hjónin voru í stjórn þessa félags, ekki neinn feluleikur með leppa.

Svo var það fjármálaráðherra sem hafði með föllnu bankana að gera en forsætisráðherra er auðvitað fundarstjóri ríkisstjórnarfunda og fylgist með framvindu fjármálaráðherrra þaðan, eins og með öllum öðrum ráðherrum ríkisstjornarinna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2016 kl. 11:07

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessari spurningu um hvort Gunnlaugsson hjónin hafi greitt skatta af aflandseignum sínum var svarað í Viðskiptablaðinu fyrir ca 3 árum, þegar eignir þeirra voru sagðar vera 1.2-1.3 milljarðar. Þetta var ákvarðað út frá auðlindaSKATTI sem þau hefðu greitt. Er hægt að hafa það skýrara?

Ragnhildur Kolka, 5.4.2016 kl. 11:20

7 Smámynd: Elle_

Get ég endurtekið það sem ég sagði við þig þarna, Sigurður? Raunsæ pólitík í múgæsingu  Ekkert gæti orðið verra en fá hrollvekjuna frá 2009 aftur í stjórn. Mikil mistök af þinni hálfu að vera í bandi með þeim. Þau fóru frá með mikilli skömm og ættu að vera úti.

Elle_, 5.4.2016 kl. 11:27

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Predikari. Í fyrsta lagi þá voru í upphafi bara stjórnarmenn frá þessu lögfræðifyrirtæki á Panama í sjórn en árið 2010 kom Anna líka inn í stjórn. Enda væri þetta félag ekki í Panamaskjölunum því þau byggja á upplýsingaleka frá þessari lögfræðistofu.

Vissulega var það fjármálaráðherra sem hafði með föllnu bankana að gera an það ar Sigmudnur sem beitti sér fyrir því að stöðva samninga við kröfuhafana og freistaði þess að ná samkomulagi um gjaldþrotaleið við samstarfsflokkinn en hafði ekki erindi sem erfiði við það. Fyrir vikið tafðist það í langan tíama að samningar væru skáraiðir með tilheyrandi töfum á afnámi gjaldeyrishfta með miklu tjóni fyrir þjóðarbúið.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2016 kl. 11:32

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ragnildur. Þetta sneri bara að auðlegðarskattinum. En hvað varðar tekjuskatt þá hafa skattayfirvöld enga leið til að rengja eigin fullyrðingar þeirra á framtali varðandi tekjur og því egin leið að sýna fram á að skattar hafi verið greiddir af fullu og enn sem komið er hafa ekki komið svör við því hvort yfir höfuð hafi verið fært svokallað CFC framtal. En eftir situr að þarna er lagt í kostnað sem ekki skilar neinu til baka nema leyndin í skattaskjólinu sé notuð til að komast undan skattgreiðslum eða verið sé að nota þau til að fela eignarhald. Vissulega vissu menn hvað eignirnar voru miklar en ekki hvernig þær voru samsettar þar með talið að hluti þeirra væri í kröfum á föllnu bankana.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2016 kl. 11:35

10 Smámynd: Elle_

Styrmir Gunnarsson skrifaði: Þjóðstjórn?

Elle_, 5.4.2016 kl. 11:55

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðuhafi skrifar: "Hér varð pólitísk uppákoma sem engin rök standa til að setji varanlegt mark á íslensk stjórnmál."

Maður veltir fyrir sér hvað þurfi að gerast til að síðuhafi telji að það "setji varanlegt mark á íslensk stjórnmál."

Wilhelm Emilsson, 5.4.2016 kl. 12:53

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sigurður tekur aldeilis plássið til að skrifa um ekkert nema áfergju sína í að bera sem mestar ávirðingar á forsætisráðherrahjónin. Ragnhildur þarf að tyggja oní hann staðreyndir sem fást í blaði sem hann ætti að vera búinn lesa(Viðskiptablaðið) fyrir 3árum miðað við áhuga sinn. "Ekkert gæti orðið verra en að fá hrollvekjuna frá 2009,aftur í stjórn"   það er þungi í orðum Elle og þið skuluð komast að því fullkeyptu,að fólkið í landinu gerði allt til að forðast það.  

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2016 kl. 13:15

13 Smámynd: Baldinn

 Þetta er rétt hjá Sigurði.  Ef Sigmundur og frú hafa greitt þessa skatta að þá er auðvelt að framvísa þessu CFC framtali.  Þó Viðskiptablaðið hafi fjallað um auðævi hjónanna og KPMG staðfest skattgreiðslur að þá snýst það um erfðaskattinn og auðlegðaskattinn.  Einhver hagnaður var af hlutabréfunum og öðrum fjárfestingum sem þá á að koma fram á þessu CFC blaði.  Við höfum bara orð Sigmundar fyrir því að allir skattar hafi verið greiddir og því væri sterkt hjá hinum fráfarandi forsætisráðherra að leggja fram þessi gögn.

Baldinn, 5.4.2016 kl. 15:28

14 Smámynd: Jón Ragnarsson

Bara með því að kalla skoðanir staðreyndir, gerir þær ekki að staðreyndum. 

Jón Ragnarsson, 6.4.2016 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband