Pakkalausn Úkraína-Sýrland, hvar er Ísland?

Deilur stórveldanna í Úkraínu annars vegar og hins vegar Sýrlandi eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt. Nema að í báðum tilvikum deila stórveldin um forræði í ólíkum heimsálfum, Austur-Evrópu og miðausturlöndum.

Bandaríkin þrengdu að rússneskum hagsmunum í Úkraínu og Rússar svöruðu með því að styrkja stöðu sína í Sýrlandi þar sem Bandaríkin vilja skipta um ríkisstjórn. Núna hittast utanríkisráðherrarnir, Lavrov og Kerry, og freista þess að setja saman pakkalausn. Stórveldapólitík er rekin á þessum forsendum og hefur verið frá Vestfalíufriðnum á 17. öld.

Ísland á aðild að Úkraínudeilunni með því að Gunnar Bragi utanríkisráðherra og embættismenn hans sáu um að Íslendingar settu viðskiptabanni á Rússa. Er ekki upplagt að Gunnar Bragi og snillingarnir hans í ráðuneytinu geri Ísland að málsaðila í Sýrlandsdeilunni?

Í Afríku og Asíu eru líka deilumál sem kalla á afskipti Íslands. Þar er deilt um fullveldi ríkja og landssvæði sem þeim tilheyra. Ertu ekki ábyggilega á leið upp í flugvél, Gunnar Bragi, að leysa heimsmálin með fulltingi samstarfsmanna þinna?


mbl.is Lavrov og Kerry hittast á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimsku Íslenskra pólitíkusa í heimspólitík, má í raun kenna Íslendingum í heild.

Hvaða hálfviti hefði átt að sjá að það voru vesturveldin sem þrengdu að rússum í Ukraínu.  Meira að segja vélin sem skotin var niður, minni manna er mjög á skornum skammti, það gleimdi öllum þeim fréttum dögunum á undan, þar sem gefið var skírt til greina að flugbann ríkti á svæðinu. Enginn hugsar út í, hvernig í ósköpunum að Hollendingar hafi "leift" þessa flugáætlun að fljúga yfir þetta svæði.  Ef eitthvað er glæpsamlegt í málinu, þá er þetta gáleysi hollindinga það eina glæpsamlega í þessum hildarleik.  Og hversu margir, leggja grun að því að staða hollendinga kanski er "gruggugt" vegna þeirra staðreyndar að þeir eru fyrir mörgum árum búnir að "kaupa" gas lyndir Rússa, af Úkraínu mönnum ... bíddu við, heldur fólk að þetta sé kanski mótív ... eða kanski bara hvað. Eða Sýrland ... hversu margir hafa litið á myndir af þessu svæði, og Cameron gengur um og ákveður að eymd þessa fólks ... þarf að framleggja um þrjú ár til viðbótar.

Besta sem Íslendingar geta gert, er að halda sér alfarið utan þessa.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 08:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Veldur hver á heldur. Utanríkispólitík er lik skák þar sem sjá verður marga leiki fram í tímann og skákborðið er allur heimurinn.

Til þess þarf snjallan og vel menntaðan, hæfan mann.

Einu sinni kom slíkur maður, utanríkisráðherra okkar, við sögu á svipuðum tímum og nú, þar sem atburðarás í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu annars vegar og í Miðausturlöndum hins vegar höfðu áhrif hvor á aðra.

Hann var ráðherra 1991 og það munaði um hann.

Ómar Ragnarsson, 15.1.2016 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband