Línurit um evruna sem söguleg mistök

Uppsláttarfrétt Die Welt í morgun er að Finnar telji evruna söguleg mistök. Með fréttinni er sláandi línurit sem sýnir þrjár kreppur í finnskri efnahagssögu.

Með sjálfstæðum gjaldmiðli unnu Finnar sig hratt og vel úr tveim kreppum. Þriðja kreppan, sem nú stendur yfir, er til muna verri en hin tvær - enda Finnar bundnir í báða skó með evru sem gjaldmiðil.

Finnar horfa öfundaraugum til Svía. Efnahagskerfi Svía hefur frá kreppuárin 2008 vaxið um átta prósent, þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli. Á sama tíma hefur orðið sex prósent samdráttur í efnahagskerfi Finna.

Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði talar enga tæpitungu: Finnar áttu aldrei að taka upp evru. Því miður fyrir þá er hægara sagt en gert að hverfa úr evru-samstarfinu.


mbl.is Hefðu aldrei átt að taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Umræða" á algjörum villustígum.

Og öllum öðrum sem eru með Evru gengur svo vel, - vegna hvers?  Vegna það að þeir eru með krónu kannski!?

Að öðru leiti, það er vel þekkt afhverju örlítill samdráttur er í Finnlandi og að sumu leiti þröng staða.

Auðvitað er það vegna Rússlands og óstjórnar einræðis-pútíns þar.

Hélt að allir mundu fatta strax að ástandið í Rússlandi hefur beinaveginn afleiðingar í Finnlandi.

Svo eru LÍÚ grosserar að kvarta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.12.2015 kl. 12:43

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓBK

Næstum alltaf þarftu að hafa rangt fyrir þér! Er þetta kækur hjá þér kannski ?

En þú telur þig vita betur um efnahagsmál en virtustu hagfræðingar heims - það gerir þig ...... best að vera ekkert að segja það hér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.12.2015 kl. 15:46

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ætli Árni Páll viti af þessu með evruna ?

Hann sem er svo hrifin af henni :p

Birgir Örn Guðjónsson, 24.12.2015 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband