Múslímar vilja vestræn lífsgæði en miðaldatrú

Múslímar óska sér vestrænna lífsgæða, holskefla flóttamanna frá löndum múslíma er þar órækur vitnisburður. En múslímar vilja halda í miðaldaútgáfu af trú sinni sem gerir ráð fyrir að öðrum sé bannað málfrelsi og leyfir opinber afskipti af trúariðkun.

Vesturlönd aflögðu miðaldatrú með veraldarhyggju sem gerir trú að einkamáli hvers og eins. Múslímum er mörgum hverjum sú hugsun algerlega framandi.

Þjóðverjar, sem nú um stundir eru þeir frjálslyndustu í Evrópu, neyðast líklega til að aðskilja múslímska flóttamenn frá kristnum flóttamönnum. Ástæðan: fréttir af ofbeldi múslíma gagnvart kristnum.

Miðaldahugarfar múslíma leyfir aðeins eina trú og aðeins eina útgáfu af hinni einu sönnu trú. Múslímar eiga ekkert erindi til vesturlanda með þessi miðaldaviðhorf.


mbl.is Finnur ekki til eftirsjár, aðeins reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll, milljónir múslima fluttu til Þýskalands fyrir 40-50 árum síðan. Langstærsti hluti þeirra hefur alls ekkert vilja sækjast eftir "miðaldaútgáfu" af trú sinni, þar sem málfrelsi sé bannað. Bara alls ekki.

Svo þessi kenning þín stenst ekki skoðun.

Það sem þú ert að gera er að alhæfa um stóran hóp fólks út frá litlu sniðmengi. Þú DÆMIR stóran hóp fólks út frá illa rökstudddum ályktunum, sem standast ekki skoðun.

Slíkar dómar kallast fordómar.

Skeggi Skaftason, 27.9.2015 kl. 17:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef múslimatrú er miðaldatrú, hvað er þá kristin trú?

Ómar Ragnarsson, 27.9.2015 kl. 20:11

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kristni breyttist á nýöld, í framhaldi af siðaskiptum og frönsku byltingunni, og lét undan veraldarhyggju í samfélagsmálum. Trú er einkamál á vesturlöndum en samofin veraldlegu yfirvaldi í múslímaríkjum, sem t.d. viðurkenna ekki mannréttindasáttmála Sameinu þjóðanna, heldur styðjast við Kairó-yfirlýsinguna, er gerir ráð fyrir samþættingu veraldlegs valds og trúar.

Kristni er með öðrum orðum nútímavædd. Múslímatrú er það almennt og yfirleitt ekki. Það má m.a. lesa um miðaldaviðhorf múslíma í könnunum sem gerðar eru um lífsviðhorf þeirra, sbr.

http://www.pewforum.org/2013/04/30/the-worlds-muslims-religion-politics-society-overview/

Páll Vilhjálmsson, 27.9.2015 kl. 20:41

4 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Góður pistill Páll.  Ómar, reyndu að vaxa uppúr naivisma.  Þú átt að hafa greind til þess

Kristján Þorgeir Magnússon, 27.9.2015 kl. 20:42

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Lúter tók forneskjuna úr Kristninni og svo tók þróunin við.  Íslendingar eru ekkert sérstaklega trúaðir en samfélags gerðin byggir á kristinni siðfræði og þeirri manvirðingu sem hún boðar.

Múhameðstrú er yngri, heimasmíðuð trúarbrögð af yfirgangsmanni til einka nota  en yfirgangs karlar sáu að þetta var mjög hentug græja fyrir þá.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.9.2015 kl. 21:12

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það var bú ekki fyrr en rúmum hundrað árum eftir siðaskipti sem menn fóru að brenna menn og drekkja konum fyrir galdra, í Guðs nafni.

Skeggi Skaftason, 27.9.2015 kl. 21:25

7 Smámynd: Hörður Þormar

http://www.welt.de/…/Mohammed-war-ein-Massenmoerder-und-ein…

Viðtal í Die Welt við egyptska rithöfundinn Hamed Abdel-Samad um bók sem hann er að gefa út.

Hörður Þormar, 27.9.2015 kl. 22:10

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kristnin breyttist bara í Evrópu og síðan BNA með tilkomu Jafnaðarmanna og viðurkenningur mannréttinda til handa hverjum einstaklingi.  Það þurfti nú aldeilis að berjast götuúr götu, hús úr húsi fyrir því.  Hægri-íhaldsmenn vildu ekki réttindi öllum til handa.  

Það finnst alveg miðaldaútgáfa af kristni víða um heim enn í dag.

Þannig að svona tal er bara útvarps-sögu tal, nútíma gróa á leiti.

Undarlegt soraplan til að leggjast marflatur á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2015 kl. 22:29

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir þetta Hörður,einnig að benda á þátt í þýsku sjónvarpsstöðinni ARD.(ímorgun) Þar sem kemur fram að kristnir flóttamenn óttast mjög músslima,sem búa með þeim í flóttamannabúðum.--- - - Ég leyfi mér að krefja Sigmund og Ríkisstjórnina um að velja kristna bræður okkar til búsetu hér.

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2015 kl. 22:33

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú bara eðlilegt að til ágreinings geti komið í flóttamannabúðum.  Í þeirri frétt sem vísað er til í pistli, þá er í raun ekkert haldfast um átök milli kristni og islam heldur frekar átök á milli ólíkra þjóðarbrota.

Vísað til óeira í Suhl, að þar voru nánast  helmingi fleiri flóttamenn samankomnir í búðunum en mælt var með.

Upphaf átaka voru rakin til að afghani tók Kóran og reif hann allan í tætlur og henti í klósettið.

Það er alveg óvíst hverrar trúar þessi afghani var.

Hljómar svona, við fyrstu heyrn, sem maðurinn hafi snappað.  Náttúrulega frekar svona sérkennilegur gjörningur.  Og hann hefur sennilegast stíflað klósettið með þessu.

Fólk má ekki vera svona niðurnjörfað í útvarpssögusmettustílinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2015 kl. 23:58

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Múslimarnir sem fluttu til Þýskalands komu að stærstum hluta frá Tyrklandi Ataturks. Ataturk færði Tyrkland inn í 20. öldina með því að skapa veraldlegt þjóðríki sem byggði á umbótastefnu að vestrænni fyrirmynd.

Tyrkirnir sem komu til Þýskalands áttu því ekki svo erfitt með að aðlagast lýðræðislegum gildum ólíkt múslimum sem komu til Frakklands frá norðurströnd Afríku.

Ragnhildur Kolka, 28.9.2015 kl. 00:41

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir sem vilja gera trúa að aðalatriði í öllu, - þeir eru dæmdir til að feila.

Hitt er svo allt önnur umræða, að að sjálfsögðu er ákveðinn menningarmunur á milli hinna ýmsu horna heimsins.

En mað slagsmál og sona og átök milli hópa í yfirfullum flóttamannabúðum, - að þá einhverra hluta vegna rifjast upp fyrir mér átökin á milli byggða hér á landi á yfirfullum dansleikjasölum í gamla daga.

Þetta er alveg horfið núna en í gamla daga þótti þetta sjálfsagt, stundum blóðug slagsmál. 

Oft var helsta umræða manna á meðal á eftir dansleiki hvaða hópar eða ættir hefðu nú slegist við hvern og hvort löggan hefði nokkuð getað o.s.frv.  Þetta var alveg furðuleg menning.  Og við erum að tala um, að þetta þótti alveg eðlilegt.  Það þótti mjög skrítið ef engin slagsmál yrðu á dansleik.  Sér í lagi var þetta áberandi ef margar byggðir komu saman á einum dansleik.

Svo svona um 1990 datt þetta að mestu upp fyrir.  Allt í einu þótti þetta hallærislegt og hvarf barasta á nokkrum árum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2015 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband