Berlín er einnar messu virđi - kristnir ofsóttir

Ţýskur prestur lútherskirkjunnar í Berlín er búinn ađ skíra 150 múslíma frá Íran og Afganistan ţađ sem af er ári. Í ţessum Berlínarsöfnuđi eru um 600 fyrrum múslímar. Múslímskir flóttamenn sem snúast til kristni eiga meiri von um hćli í Ţýskalandi en hinir sem halda í trú feđranna.

Presturinn, Gottfried Martens, segir trúskiptingu ţriggja mánađa ferli. Til ađ fá skírn ţarf fólk ađ kunna bođorđin tíu, fađirvoriđ, trúarjátninguna og sakramentin. Martens segir af og frá ađ einhverjir taki kristni til ađ fá hćli í Ţýskalandi - hann myndi sjá í gegnum ţykjustutrúmenn.

Martens segir ţá sem taka kristni iđulega verđa fyrir ađkasti annarra múslíma og jafnvel líkamsmeiđingum. Trúfrelsi er ekki viđurkennt í menningarheimi múslíma. Presturinn í Berlín óttast ađ kristnir verđi ađ fara í felur međ trú sína fari svo sem horfi ađ öfgahreyfingu múslíma vaxi fiskur um hrygg. 


mbl.is Líflátshótun eina von flóttafólks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband