Siðleysingjar og skattasniðganga

Á forsíðu DV segir frá forstjórnum og auðfólki sem stundar skipulagða skattasniðgöngu með því að skrá heimilsfestu sína erlendis. Þetta fólk stundar flest hvað rekstur hér á landi og nýtir opinbera þjónustu fyrir sig og sína - en greiðir ekki sinn skerf til samfélagsins.

Þorri þeirra sem rata á forsíðu DV eru einstaklingar sem komist hafa í kast við lögin, iðulega vegna auðgunarbrota. Glæpir og siðleysi haldast iðulega í hendur.

Er ekki rétt að birta þennan lista reglulega og uppfæra til að við getum sniðgengið rekstur þessa fólks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr kæri Páll.

Þú grípur jafnan á kýlinu - góð tillaga hjá þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.8.2015 kl. 14:00

2 Smámynd: Jón Bjarni

Páll.. Þeir sem ekki greiða skatta hér njóta ekki þeirra fríðinda sem við sem það gerum njóta - þeir borga t.d. fullt verð fyrir heilbrigðisþjónustu. Fjöldi fólks á þessum lista er einfaldlega búsett erlendis, borgar þar sína skatta og nýtur þeirrar þjónustu þar sem því fylgir. Þeir sem dvelja í öðru landi en Íslandi meira en 183 daga á ári hafa ekki skattalega heimilisfesti hér nema í undantekningartilfellum

Jón Bjarni, 15.8.2015 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband